Síðasta ástin fyrir pólskiptin

mánudagur, desember 19, 2005

Stelpur í strætó

*búið að vera þögn í svolítið langan tíma*
Stelpa 1: Hey! Mannstu þegar ég ældi á þig.
Stelpa 2: Já! Híhíhí, þú varst svo ógeðslega full, híhíhí.
Stelpa 1: Já sko, mannstu þetta var samt eiginlega bara svona "higg"... svona smá æla.
Stelpa 2: Já! Híhíhí, þú varst svo ógeðslega full, híhíhí.
Stelpa 1: Þetta var eiginlega bara slef sko, æluslef.
Stelpa 2: Já! Híhíhí, þú varst svo ógeðslega full, híhíhí.
Stelpa 1: Ahh... þegar ég ældi á þig. Það var svo gaman.
Stelpa 2: Já! Híhíhí, þú varst svo ógeðslega full, híhíhí.


Diljá og Melkorka gesprochen an 22:50

♣♣♣♣

laugardagur, desember 17, 2005

Vitið þið að það er ráðherra í Albaníu sem heitir Lublin Dilja. Hahaha.

Ég veit að þetta telst ekki með sem alvöru blogg en ég varð að blogga um þetta áður en ég gleymdi því. Hérna er mynd af nafna mínum, hann er líklegast að segja eitthvað merkilegt og bjarga heiminum og vera kúl, það fylgir nafninu:



Hahaha ef ég myndi giftast honum og taka upp nafnið hans myndi ég heita Diljá Dilja! Hahaha, ég er að springa úr hlátri.


Diljá og Melkorka gesprochen an 02:06

♣♣♣♣

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Heyjó

Ugh, ég veit að ég er ekki búin að skrifa neitt nýlega en það eru bara þrjár vikur síðan tölvan mín kom úr viðgerð og ég er búin að vera í Sims alveg síðan svo að ég hef bara ekki haft tíma til þess að blogga. Sorry, sýndarveruleikavinir mínir eru bara meira spennandi en alvöru vinir mínir.
Þetta verður mjög innihaldsríkt og málefnalegt blogg sem verður vonandi hægt að ræða um á málfundi í Norðurkjallara.


Hlutir sem ég er hrædd um að komi fyrir mig:


Ég er alltaf hrædd við að strætóinn sem ég er í hafi breytt um endastöð og endastöðin sé t.d. á Hlemmi þegar ég er að fara niður á Lækjartorg. Ástæðan fyrir því að ég er hrædd við það er að einu sinni tók ég fimmuna í vitlausa átt þegar ég var 11 ára og lenti úti á Skeljanesi í staðinn fyrir Bústaðavegi. Þá þurfti ég að bíða í 20 mínútur inni í strætónum þangað til hann lagði af stað í hina áttina. Það var ekki svo slæmt, það versta var þegar endastöðin var komin og strætóbílstjórinn sagði að þessi strætó færi ekki lengra og spurði hvort ég hefði villst. Oh, hvílík skömm. Núna er ég alltaf á varðbergi þegar margir fara út úr strætó í einu því að það gæti verið búið að skipta um endastöð og ég vil ekki vera ein eftir.


Ég reyni að forðast útlendinga úti á götum sem líta út fyrir að vera villtir. Ég er nefninlega hrædd við að þeir byrji að tala við mig og spyrji mig hvar einhver gata er sem ég veit alveg hvar er en man það bara ekki. Það er svo vandræðalegt að geta ekki leiðbeint túristum í sínu eigin hverfi. Ég ætla að halda áfram að sálgreina sjálfa mig og ég býst við að þetta sé vegna þess að einu sinni leiðbeindi ég túrista í vitlausan strætó sem fór ekki í Vesturbæinn heldur upp í Breiðholt. Þetta gæti verið tengt áfallinu í sambandi við strætó sem ég nefndi áðan. Gæti líka verið að einu sinni settist Indverji við hliðina á mér í strætó og spurði mig um númerið mitt, hann var svona fjörutíu ára svo ég sagði að ég ætti ekki síma. Ah, þegar ég rifja það upp man ég reyndar að þetta var sami maðurinn og ég sendi með vitlausum strætó. Ekki viljandi samt, minnir mig.


Hef samt ekkert á móti hljómsveitinni

Ég er líka hrædd við að fólk sem ég þekki lítið byrji að tala við mig. Þó það sé ekki nema "Hvernig gekk í prófinu?" þá finnst mér það hræðilegt vegna þess að þá finnst mér eins og ég sé orðin skyldug til þess að halda samtalinu gangandi til þess að það myndist ekki óþægilegar þagnir (myndist þagnir?) og það komi vandræðaleg bros. Úff, ég fæ alveg hroll við tilhugsunina um vandræðalegar þagnir, þær eru hræðilegar.


Síðasta sem ég er hrædd um að gerist er að ég fari í fínt boð og það verði ensk jólakaka að borða. Þetta er annað tengt barnæsku minni þar sem ég fór í kaffi til frænku minnar á Kópaskeri og meðal annars var ensk jólakaka á borðinu. Ég var búin að fá mér nokkrar pönnukökur og snúða og ákvað svo að prófa þessa fínu köku. Ég fann strax að þetta höfðu verið mikil mistök því að strax og ég stakk fyrsta bitanum upp í mig áttaði ég mig á því að þetta var versta kaka sem ég hafði nokkurn tímann smakkað og ég fékk klígju af því að reyna að kyngja henni. Hins vegar þekkti ég þessa frænku mína ekki mikið svo ég þorði ekki að skilja kökuna eftir. Líka var það að eins og margir vita sem þekkja mig þá er ég ekki mjög hófsöm þegar kemur að mat og fékk mér þess vegna stóran bita af þessari girnilegu köku (það er að segja, þegar hún var ennþá girnileg, ekki algjör martröð eins og hún varð stuttu síðar) og þurfti svo að klára hann allan.


Vonandi getur Strætó notað þetta blogg til að endurskipuleggja leiðakerfið sitt og koma þar með í veg fyrir að önnur börn gangi í gegnum það sama og ég þurfti að ganga í gegnum.

En fyrir þá sem finnst ensk jólakaka rosa góð:


Nammi namm


Diljá og Melkorka gesprochen an 18:02

♣♣♣♣

mánudagur, október 10, 2005

Heyjó

Yndislegi og myndarlegi bróðir minn og frábæra og sæta mágkona mín voru að fá sér netið heima hjá sér svo mér var skipað að blogga. Sem er gott því að tölvan mín (=lífið mitt?) er ónýt og allt sem á henni var. Ikke så godt.

Annars er það að frétta að ég er búin að vera mjög artí og fara á fjórum sinnum á kvikmyndihátíðina. Geez, það voru samt of margar myndir sem ég vildi sjá en sá ekki. Missti samt sem betur fer ekki af þessum:


Besta myndin sem ég sá var samt örugglega What remains of us sem allaveganna Inga Dögg myndi segja að væri g.e.g.t. góð. Eftir það fórum við mamma og mönsuðum Mama's Tacos. Mamma mín er að koma mér á óvart sem rosalegur mönsari, allaveganna fórum við á Grillhúsið um daginn og hún kláraði einn sveittan hambó á mettíma á meðan það sást ekki einu sinni á nachosinu mínu. Mamma rokk. Ég átti einmitt gott samtal við mömmu um daginn þegar við fórum á Bob tónleika.

Mamma: *hahaha*
Ég: Hvað er svona fyndið?
Mamma: *hahahaha* þetta er nú aldeilis sniðugt, ég vissi ekki að svona effectar væru notaðir með fótunum!!!
Ég: Já, já.
Mamma: Oh, sjáðu hvað hann Finnur er sætur?
Ég: Aha.

En núna er kominn matur, nammi namm. Var ég búin að segja að bróðir minn er frábær? Hérna er hann á leiðinni í bekkpressu:



Diljá og Melkorka gesprochen an 18:35

♣♣♣♣

miðvikudagur, september 21, 2005

Heyjó, ég hef ekkert getað bloggað því að tölvan mín bilaði = líf mitt er bilað. Samt í alvörunni, það er frekar ömurlegt þegar maður hugsar um það en mér er búið að líða mjög illa andlega síðan hún bilaði og farið snemma að sofa bara því að ég hef ekkert annað að gera. Ugh.

GMG, ég hitti skemmtilega stráka á Subway um daginn:

Gaur í leðurjakka: Já og svo voru það bara tútturnar hennar og tútturnar hennar sko og hann vill sko bara tútturnar hennar og er bara með henni þess vegna hahahaha. Oh, ég væri sko til í tútturnar hennar hahaha. Ohhh, hann er svo mikill horny bastard sko horny bastard sko horny horny hahaha.
Lítill skater: Já ok, já. Já.
GÍL: Haha já þú sko, þú ert það, þú sko, þú, horny bastard hahaha, horny bastard.
LS: Já... ehm... hehe.
GÍL: Jaaáá... HEY, hvernig heldurðu að það væri að setja salt á kónginn?
LS: Ugh, ég vil ekki einu sinni hugsa um það.
GÍL: Hahahaha, en hey, hvernig heldurðu að það væri að setja brennisteinssýru á kónginn. Nei, dýfa kónginum ofan í brennisteinssýru!!!!???
LS: Oj barasta, þá held ég að það sé bara best að skera typpið af sér.
GÍL: JÁ! Og stinga því í rassinn á sér, hahahaha.

Mmm, mig langar að hanga með þessu gaurum.

Blessó



Diljá og Melkorka gesprochen an 11:19

♣♣♣♣

mánudagur, september 05, 2005

Heyjó

Það sem er búið að gerast síðan fyrir tveim vikum (úpps)

1. Ég sá forsetann í bíó og hann fékk sér Coca-Cola Light. Dorrit var ekki með, örugglega heima að telja demanta.
2. Ég varð veik og hugsaði í tvo daga um það hvað ég ætti bágt en svo varð allt í lagi.
3. Þórdís rakaði á sér fæturna.
4. O.C. byrjaði en ég sá ekki fyrsta þáttinn svo núna er ég útskúfuð.

Ég fór líka á Franz Ferdinand á föstudaginn eins og Óðinn og kærastan hans sem eru með mér í þýsku. Þegar við komum voru þeir reyndar búnir að spila eitt, tvö lög en við létum það ekki á okkur fá. Eftir 50 mínútur hættu þeir hins vegar og ég var mjög vonsvikin. Þeir komu þó aftur eftir 15 mínútna uppklapp og spiluðu þrjú lög. Samt. Beach Boys eru 100 ára og þeir spiluðu í örugglega tvo tíma. Svona er unga fólkið nú til dags.
En hverjum er ekki sama um tónleikana, það var eftir þá sem ballið byrjaði. Ég fékk slæmt karma fyrir að vera ekki búin að taka bílprófið og komst ekki heim. Elín Margrét Rafnsdóttir stakk þá af með kærastanum og skildi mig og Sól eftir uppi í Hafnarfirði. Mér leið þá einhvernveginn svona :

Sérstaklega þegar ég var búin að finna far fyrir okkur heim en það gekk ekki útaf dularfyllri fortíð Sólar. Þetta endaði reyndar með því að við tókum leigubíl heim sem kostaði 2500 kjeell en það var í lagi því ég þurfti ekki að borga hann. Hins vegar var leigubílsstjórinn okkar greinilega að stunda einhver vafasöm viðskipti í vinnunni því að hann fékk símtal frá öðrum bílstjóra sem hljómaði einhvernveginn svona:

Okkar leigubílstjóri: Halló.
Hinn: Já sæll félagi.
Okkar leigubílstjóri: Sæll.
Hinn: Hvað segirðu, ertu nokkuð í Hafnarfirði.
Okkar leigubílstjóri: Jújú, er að koma þaðan.
Hinn: Aha já ég ætlaði að segj...
Okkar leigubílstjóri: Já heyrðu Svenni, ég er með farþega í bílnum. Þú skilur.
Hinn: Ahhh, já akkúrat. Blessaður.
Við: Hvað, var þetta eitthvað trúnaðarmál?
Okkar leigubílstjóri: Ef ég segði ykkur það myndi ég þurfa að drepa ykkur.

Þannig að við vorum heppnar að halda lífi. En núna kallar lærdómurinn, þetta er nefninlega víst það nýjasta í tískunni, að vera duglegur að læra heima og vera skipulagður. Eins og ég. Takið mig sem fyrirmynd, krakkar.

Ég ætla að tileinka þetta blogg Katrínu sem gat staðið í lappirnar alla Franz Ferdinand tónleikana. Dugleg.

Lítil börn eru sæt:

Samt ekki öll:




Diljá og Melkorka gesprochen an 13:41

♣♣♣♣

mánudagur, ágúst 22, 2005

Heyjó

Ok, ég hef ekki bloggað lengi og Berglind breytti línknum mínum frá 'Diljá æðislega og skemmtilega' í 'Diljá lélega'. Það er eiginlega of slæmt til að vera satt svo ég ætla að byrja aftur svo ég sé ekki léleg. Blogg er nefninlega komið í tísku aftur, allaveganna samkvæmt http://www.folk.is/stelpu-problem og ég vil ekki verða eftir á. Annars er kannski tilgangslaust að byrja aftur því ég verð aldrei jafn góð og http://www.folk.is/hotty_girl, allaveganna ekki eftir síðustu færsluna hennar.

En ahh önnur ástæða fyrir því að ég byrjaði aftur var að ég varð að skrifa um hvað ég þoli ekki Angelinu Jolie. Ég hef nefnt þetta við nokkra og fæ engan skilning. Halló, Angelina, ein leiðinleg að byrja með Brad Pitt. Hann er nýskilinn við Jennifer Aniston og kemur þú og bara bang, ferð með honum og krökkunum í 'fjölskylduferð' til Eþíópíu og annað á meðan greyið Jennifer er framan á öllum slúðurblöðum með fyrirsögnina 'The truth about Jen's broken heart.' Ekki nóg með það heldur kemur svo nýja besta vinkona Parísar Hilton (hmm, fallbeyging) Kimberly Stewart og segir opinberlega að Jennifer sé svo ljót. Ég segi bara aumingja Jennifer og Angelina, ef þú millilendir einhverntímann á Íslandi skaltu bara passa þig.
Og í tilefni dagsins:

Hver er ljót núna, Kimberly Stewart?

Annars er skólinn byrjaður og þar af leiðandi er sumarið nokkurn veginn búið. Í vor var mikið um yfirlýsingar eins og:

"Vá, þetta sumar verður GEEEÐVEEEIKT!"
"Ég held að þetta verði besta sumarið hingað til"
"Ég get ekki beðið eftir sumrinu, það verður frábært"

Ugh, rangt. Ég hef komist að því að sumarið er algjörlega ofmetið.Ég fór til Barcelona í 12 daga, það var gaman, síðan vann ég í 9 vikur sem var eins og skólinn nema leiðinlegra, síðan fékk ég frí í tvær vikur þar sem ég gerði ekkert allan tímann því að vinir mínir voru allir að vinna og veðrið var ekkert spes. Og samt átti ég nokkuð gott sumar miðað við aðra sem unnu allt sumarið í Hagkaup á ömurlegum launum.

Af hverju veturinn er skemmtilegri en sumarið:

  • Bíómyndir eins og Lord of the rings og Harry Potter eru frumsýndar á veturna (þetta verður að fara í efsta sætið)
  • Á veturna vinnur maður ekki í 19 tíma í einu, jafnvel þó að Duran-Duran séu á staðnum
  • Ég get opnað gluggann fyrir ofan rúmið mitt án þess að það komi kónguló inn
  • Það eru engir geitungar á veturna
  • Jólin
  • Maður þarf ekki að breiða yfir haus um helgar til að getað sofið út, það er dimmt hvort eð er
  • Snjór
Og til að endanlega sanna hvað sumarið er ömurlegt en veturinn er frábær:






Diljá og Melkorka gesprochen an 19:26

♣♣♣♣

{ Búið&Gert }

ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005


{ Er að }

lesa; Frú Pigalopp og jólapósturinn
hlusta á: Simon & Garfunkel - America
elska: snjó
hata: ekki snjó
láta mig langa í: hvít jól
forðast: að falla í Lan103


{ Links 2 3 4 }

Arnar Pétursson
Ásrún Magnúsdóttir
Berglind Pétursdóttir
Dagný Ósk Björnsdóttir
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Dr.Sindri Sverrisson
Elías Þórsson
Elín Margrét Rafnsdóttir
Elísabet Anna
Finnur Kári
Fróði Frímann
Gró Einarsdóttir
Halla Þórlaug
Hildur Rudolfsdóttir
Hlynur Ólafsson
Inga Auðbjörg
Íris Saara Karlsdóttir
Jana Maren
Jóhanna Margrét
Jóhannes Rokk
Jón Helgi Hólmgeirsson
Jón Kristján Kristinsson
Júlíana Sól
Katrín Björgvinsdóttir
Katrín Lilja Ólafsdóttir
Melkorka Rut
Mist Hálfdanardóttir
Olga Margrét Cilia
Salóme Rannveig
Sólveig Ragna Jónsdóttir
Stefanía Bjarney
Sunna Þórsdóttir
Tumi Karlsson
Úlfur Artí
Vala Ósk Gylfadóttir
Vilborg Ása Dýradóttir
Þórdís Erla Zoega