Síðasta ástin fyrir pólskiptin

þriðjudagur, nóvember 30, 2004
Bic Runga - Sway

Ég elska þegar ég heyri aftur lög sem ég elskaði einu sinni en var búin að gleyma. Það gerist reyndar sjaldan núna eftir að ég gerðist lagabrjótur og kynntist Napster þegar hann stóð undir nafni. Var samt að lesa eldgamalt blogg hjá mér síðan í 9.bekk og sá lítið ánægjulegt þangað til ég sá textabrot úr lagi. Ég fór auðvitað strax að brjóta lögin og núna er ég bros út að eyrum, líður eins og ég hafi verið að hitta gamlan vin sem ég hef ekki séð lengi.
En textabrotið var svona:
Don't stray

Don't ever go away
I should be much too smart for this
You know it gets the better of me
Sometimes
When you and I collide
I fall into an ocean of you
Pull me out in time
Don't let me drown
Let me down
I say it's all because of you
And here I go
Losing my control
I'm practicing your name
So I can say it
To your face it doesn't
Seem right
To look you in the eye
Let all the things
You mean to me
Come tumbling out my mouth
Indeed it's time
Tell you why
I say it's
Infinitely true


Diljá og Melkorka gesprochen an 18:34

♣♣♣♣

sunnudagur, nóvember 28, 2004

Í dag er fyrsti í aðventu og þá er jólin í alvörunni að nálgast. Þetta fattaði ég um tvöleytið í dag þegar ég sat í rólegheitum og borðaði morgunmat og las blaðið. Þá kom mamma með brosið út að eyrum að sagði "Jæja, eigum við ekki að kíkja upp í kompu?". Ég henti frá mér seríósinu og súrmjólkinni og mundi að það voru bara fjórir sunnudagar til jóla. Ákvað síðan samt að klára matinn en fór svo uppí kompu. Þessi kompa er pínulítil og enginn getur staðið uppréttur í henni en samt er þetta staðurinn þar sem allt jóladótið okkar er geymt og fjölskyldan mín er ekki þekkt fyrir að skreyta of lítið. Þess vegna þarf maður bara að opna hurðina lítillega til þess að allt flæði út. Fyrsta í aðventu er alltaf farið í það að ná í aðventustjakana tvo inn í þessu kompu og þeir eru auðvitað neðsti kassinn í hrúgunni. Og þetta eru engar ýkjur, við vorum búnar að fara í gegnum kringlóttar seríur, blómaseríur, fiskaseríur, fiðrildaseríur, jólakransa, lakkrísjurtakransa, upplýsta snjókalla, upplýsta jólasveina, jólalukkutröll, jólasokka, jólapóstkassa, jólasveinaseríur, rauðar seríur, bláar seríur, marglitar seríur, hjartaseríur, útiseríur, inniseríur, jólatrés standinn, jólatrés mottuna, allt hitt sem á að fara á jólatréð, allt hitt sem á að fara einhvernsstaðar annarsstaðar í húsið og margt annað þangað til við fundum aðventukassann. Gott að vera vitur eftir á eins og einhver sagði.

Þá er aðventusaga þessa sunnudags búin. Ég er samt ekki alveg búin að klára þennan dag alveg. Áðan fór ég nefninlega í laufabrauðarútskorning hjá tengdamömmu systur minnar (gæti hljómað flókið en það er það samt ekki) og sat í þrjá tíma og skar út laufabrauð og hlustaði á jólalög og borðaði pönnukökur. Namm namm. Sat reyndar við hliðina á Jóhannesi mági mínum sem kann allt sem kunna þarf (og ekki) í sambandi við laufabrauð og var að skemmta sér við að skera út stjörnur og bókstafi á meðan ég dundaði mér við að gera broskalla í mín laufabrauð.Eitt var samt skrýtið og það var diskurinn sem var í tækinu. Ég held að ég muni rétt að hann hafi heitið Jólaball og á honum voru ýmis gömul og góð jólaballalög eins og t.d. Adam átti syni sjö, Litlu andarungarnir og Það búa litlir dvergar. Ég skil samt ekki alveg hvað þessi lög eiga skylt við jólin. Eitt var samt sem fór alveg með það og það var þegar börnin á disknum byrjuðu að syngja lagið Tíu litlir negrastrákar. Myndi þetta ekki flokkast sem ærasti rasismi í dag að láta hóp af börnum og nokkra jólasveina dansa í kringum jólatré hönd í hönd og syngja um negrastráka? Fyrsta erindið í þessu lagi er eftirfarandi:

Negrastrákar fóru á rall
þá voru þeir tíu,
einn drakk flösku af ólyfjan
en eftir urðu níu.

Restin er ekki betri. Einn sefur yfir sig, einn dó úr geyspum (?), einn át yfir sig, einn sprakk á limminu (orðrétt), einn þeirra fékk á hann, kýr stangaði einn til dauða, næsti dó úr hræðslu og sá níundi varð vitlaus. Þetta er hins vegar allt í lagi útaf því að í síðustu tveim erindunum hittir sá síðasti stelpu, þau fara saman í bíó (það er í textanum allaveganna) og síðan eru negrarnir orðnir tíu aftur. Allt er gott sem endar vel.

Annars er ekki mikið í gangi. Hittumst nokkur á föstudagskvöldið og fórum meðal annars í Weakest link ("af hverju ertu í rauðri peysu?" "ehh, því ég keypti hana!" "AF HVERJU?"), Trivial Persuit og þagnabindindi. Það var gaman. Í gær var það svo Rúna stuð (stud... ehe) þar sem allir keyptu sér nammi á 50% afslætti, horfðu á Lindsay Lohan á Popptíví og hlustuðu á Þórdísi segja brandara.

Allir ættu að eiga vin eins og Þórdísi. Einhver sem er alltaf í góðu skapi og alltaf að segja brandara sem eru svo lélegir að allir fara að hlæja eða móðganir sem eru svo lélegar að þær verða alveg fáránlega fyndnar. Kemur öllum í gott skap.
Það ættu allir líka að eiga vini eins og Ásrúnu og Arnar. Það er ekki hægt að ímynda sér þau segja eitthvað misfallegt um neinn eða neitt því þau eru bara of góð.
Andstæðan við Berglindi. Hún er samt nauðsynlegur vinur, sérstaklega fyrir mig. Einhver sem er með sama svarta húmorinn og ég og finnst gaman að hlæja að öðrum.
Sól er líka mjög nauðsynlegur vinur. Hún er oftast ekki að gera neitt sérstakt þannig að það er alltaf hægt að ná í hana og svo hlær hún líka svo hátt að öllu að manni líður alltaf mjög vel, og finnst að maður hljóti að vera rosalega skemmtilegur.
Allir ættu líka að eiga vin eins Zakka sem segir manni hve oft hann stundar sjálfsfróun á dag og veit allt um tónlist og kvikmyndir.
Síðast en ekki síst er einhver eins og Jónas Margeir ómissandi. Hann hefur gaman af að versla, gefur ráð í ástarmálum, á plötu með Steven Gately, á sér uppáhalds fatamerki, fer á Toni & Guy í klippingu og er spéhræddur en er samt strákur OG á kærustu. Það er geðveikt.

Æi, ég þoli mig ekki. Ég blogga alltaf miklu meira en ég ætla að gera og það endar á því að enginn nennir að lesa bloggið mitt og ég hætti í skólanum og enda á götunni.

Tónlist:
Raffi - Banana Phone
Aimee Mann - One
Manekkihver - Blowing in the wind

Móment:
Afi: Já og svo lentum við bara inni á einhverjum hommabar!
---
Ég: Hvað er þetta?
Mamma: Kjúklingamjaðmir.
Ég: HA?
Mamma: Ég sagði kjúklingamjaðmir.
Ég: Oj.
Mamma: Borðaðu matinn þinn, stelpa.


Diljá og Melkorka gesprochen an 21:15

♣♣♣♣

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Snjórinn er að fara. Núna er bara ógeðslegt slapp úti og blautur snjór sem er einmitt tilvalinn í snjóbolta. Það gæti verið gaman ef ég hefði ekki hætt í handbolta fyrir tveim árum og lendi alltaf í því að vera skotin niður sjálf.

Eins leiðinlegur og föstudagurinn síðasti var þá var restin af helginni geðveik. Reyndar varð massívt StarWars-Pönnuköku-Ostapopps-Skikkju-beil á laugardeginum en í staðinn skelltu ég, Elín og Sól okkur í Kolaportið. Eins og allir alvöru kolaportarar fengum við okkur kókosbollu og kók auk þess sem þeir villtustu fengu sér marengsköku líka. Ég rifjaði líka upp þegar ég stal í Kolaportinu og er ennþá með samviskubit. Ég hef örugglega ekki verið eldri en sex ára þegar mamma mín vildi ekki leyfa mér að fá svona pakka sem var búið að pakka inn (svo maður þar af leiðandi vissi ekki hvað var í honum) svo ég stakk honum í vasann. Mér líður ennþá illa.

Um kvöldið fór ég svo ásamt Melkorku í partí hjá Þórdísi þar sem sex ára bróðir hennar hljóp kolbrjálaður út um allt hús þangað til við rotuðum hann og læstum hann inni í herberginu hennar Þórdísar. Þetta partí var samt eitt það undarlegasta sem ég hef farið í, dæmi um það eru að í kringum hálf-eitt ákváðu Zakki og Tumi að nú væri góður tími til að baka pönnukökur þannig að einhver var sendur á www.uppskriftir.is til að prenta út pönnukökuuppskrift. Síðan byrjuðu þeir að steikja ofan í liðið og þurfti að vísa fólki frá vegna vinsælda. Reyndar var ekki hægt að reka Guðrúnu Stellu í burtu frá pönnukökudisknum sem gerði það að verkum að aðrir fengu lítið. En góð hugmynd. Eftir það fóru einhverjir í NBA í Playstation og öskrin "HVER ER ÉG?" og "HVERNIG Á MAÐUR AÐ SKJÓTA?" ómuðu yfir allt Seltjarnarnes. Aðrir skemmtu sér á msn, dönsuðu við jólalög eða lágu inni í rúmi á trúnó. Ég ákvað hins vegar bara að labba á milli og fá eitthvað af öllu og það endaði mjög vel. Labbaði svo með Melkorku aftur heim í snjó og kulda.

Á sunnudegium ákvað ég að gera ekkert nema vera í náttfötunum. Þegar klukkan var orðin tvö mundi ég að ég átti eftir að klára nokkur íslenskuverkefni fyrir morgundaginn. Ákvað samt að fara ekki úr náttfötunum. Þegar ég var búin með þau hélt ég áfram að vera á náttfötunum. Aðeins seinna mundi ég að ég átti líka að vera búin með fyrirlestur um Mars (plánetuna, nota bene, ekki súkkulaðið... Berglind) í Nát-133 fyrir morgundaginn ásamt annari stelpu svo ég dreif mig í það, á náttfötunum, og var búin með meirihlutann þegar ég áttaði mig á því að ég átti ekki að vera búin með þetta fyrr en á þriðjudaginn. Þá var klukkan orðin sex svo ég ákvað að fara ekkert í föt fyrr en ég færi á Beach Boys og var ekki vinsæl við kvöldverðarborðið þegar ég mætti í Knattspyrnufélagið Valur bol og stuttbuxum.

Já, Beach Boys. Þeir voru vægast sagt geðveikir. Það kom einn kafli þar sem þeir tóku Disney girl's og Summer in Paradise og duttu aðeins niður en þeir bættu það svo harkalega upp með lokakaflanum sem var rosalegur. Eina sem ég saknaði var Be true to your school en það er eitt af mínum uppáhalds Beach Boys lögum. Hins vegar var það víst aldrei mjög stórt svo ég batt ekki miklar vonir við að það kæmi. Sem það gerði ekki. En öll hin lögin mín, Wouldn't it be nice, God only knows, Fun fun fun, Barbara Ann og Catch a wave komu svo ég var mjög sátt. Fannst samt svolítið fyndið að líta í kring um mig og á fólkið sem var þarna. Í fyrsta lagi var það sem venjulega er stæði ekki stæði heldur sæti sem kannski gefur smá hint um aldurshópinn sem þetta var stílað inná. Maðurinn við hliðina á mér var ekki undir sjötugu og konan fyrir aftan mig talaði stöðugt um það hvað Hljómar væru sætir. Fyrir framan okkur pabba sat svo annar pabbi með son sinn á svipuðum aldri og ég. Þegar var svo búið að reka alla á fætur ákváðum við pabbi að maður sæi Beach Boys bara einu sinni og tókum trylltan dans við öll lögin sem eftir voru. Aðrir voru ekki jafn hressir nema parið sem sat... nei, lá reyndar... í tröppunum við hliðina á okkur og hafði kannski drukkið einum bjór of mikið.

En endalínan (bottom line?) er sú að helgin var góð. Núna fara prófin að nálgast og ég er dauðhrædd við Sögu 103 þar sem ég kíkti á eitthvað sýnispróf og skeit alvarlega á mig andlega. En þetta kemur.

Tónlist:
Elton John - Original Sin
Frank Sinatra - Strangers in the night (þakka það eilífri endurtekningu á þessu lagi í danstímum í skólanum síðustu dagana)

Móment:
Ásrún: "Msn er staður ástarinnar"

Word

Mynd:
Hvað er betra þegar er kominn vetur en að minnast sumarsins?







...fótóskæs


Diljá og Melkorka gesprochen an 19:08

♣♣♣♣

sunnudagur, nóvember 21, 2004
Pabbi rokk

Ég ætla að tileinka þessa færslu pabba mínum sem kom upp áðan þar sem ég sat á náttfötunum í tölvunni og gerði ritunarverkefni fyrir íslensku og sagði "Diljá, á ég að bjóða þér á Beach Boys?"

Pabbi rokk, hann gaf mér minn fyrsta Beach Boys disk þegar ég var 7 ára og eftir það var ekki aftur snúið.

Ég ætla líka að tileinka ekki eitt, ekki tvö heldur þrjú lög pabba mínum. Þau koma hér:

Daddy Cool - Boney M

Run Run Rudolph - Jimmy Buffet

og síðast en ekki síst:

God only knows - Beach Boys


Diljá og Melkorka gesprochen an 17:17

♣♣♣♣

laugardagur, nóvember 20, 2004

Ég er búin að vera einhvernsstaðar úti öll kvöldin síðastliðna viku. Eiginlega er ég búin að vera einhvernsstaðar annars staðar en heima á næstum hverju kvöldi síðustu vikurnar. Þess vegna hlaut auðvitað að koma að því að mamma mín kæmi með spurninguna sem ég kvíði alltaf mest fyrir (fyrir utan "Nennirðu ekki að moka snjóinn af tröppunum, ljósið mitt?") sem er eftirfarandi: "Mér finnst nú bara ekki eins og ég eigi neina dóttur lengur því þú ert aldrei heima. Viltu ekki vera heima í kvöld?". Auðvitað vil ég ekki vera heima í kvöld. En ég geri það samt því ég nenni ekki að rífast við hana og fá rökin "Maður getur ekki alltaf gert allt sem maður vill" sem eru rök sem foreldrar koma bara með ef þeir hafa ekkert annað gott að segja. Og svo langar mig líka í partí á morgunn.
Þetta er ástæðan fyrir því að ég er að rotna úr leiðindum einmitt núna. Það eru allir að fara að gera eitthvað óhugnanlega skemmtilegt á meðan ég er að horfa á Princess Diaries í tölvunni minni og éta Rís. Það er ömurlegt, ég er á barmi þunglyndis. Þetta er ekki eins og rólegu kvöldin mín þegar ég er þreytt eftir vikuna og ákveð að núna væri fínt að leigja spólu og slappa af. Nei, þetta er svona ég-er-neydd-til-þess-að-vera-inni-á-meðan-allir-eru-að-skemmta-sér.
Ég er óendanlega pirruð. Leiðindum mínum er best lýst með því að klukkan 23:38 á föstudagskvöldi er ég að blogga af öllum hlutum í heiminum. Til þess að auka á pirringinn er ég með munnangur á versta stað og mér er kalt. Hvíli 19.nóvember 2004 í friði.


Ljós punktur er samt að á morgunn er RBB fundur hjá Vilbó þar sem verða bakaðar pönnukökur, horft á Star Wars og borðað ostapopp. Ég hlakka til.

Tónlist? Já takk. Losing my religion - Rem og Last Goodbye - Jeff Buckley (takk Sól!)


Diljá og Melkorka gesprochen an 00:30

♣♣♣♣

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Fyrir þá sem vilja skemmtilega færslu eða þekkja Ásrúnu farið þá aðeins neðar.

Þegar ég var á leikskóla átti ég fullt af vinum. Þá var auðvelt að eignast vini því að maður réðst bara á næsta mann og spurði hann hvort hann vildi koma í pleimó/læknisleik/mömmuleik/bíló/legó/barbie eða eitthvað annað gott og manneskjan var oftast til í það. Síðan byrjaði maður að leika sér aftur næsta dag við þessa sömu manneskju og þá voru við orðin vinir. Þá skipti heldur ekki máli hvort manneskjan var strákur eða ekki, sem breyttist mjög fljótt þegar ég kom í grunnskóla.
Besti vinur minn á leikskóla var einmitt strákur. Hann hét Aron. Aron var jafngamall mér og við skemmtum okkur oft saman við að klifra í trjám, svindla í feluleikjum og flétta póníhesta. Síðan fórum við í grunnskóla og sáumst lítið eftir það. Aron er líka MH-ingur en núna erum við of hipp og kúl til að flétta póníhesta og klifra í trjám og rétt drullum okkur til að segja hæ á göngunum. Það finnst mér leiðinlegt. Aron, ef þú lest þetta þá er þér velkomið að koma heim til mín og flétta póníhesta hvenær sem þú vilt!

Þegar ég kom í grunnskóla fékk ég strákaveikina og fannst strákar vera mengun. Ég var með ofnæmi fyrir strákum. Ekki útaf því að mér fyndist þeir leiðinlegir heldur útaf því að það var tískan. Hins vegar stalst ég stundum til að leika við syni vinafólks pabba og mömmu. Ég veit ekkert hvað varð um þá stráka nema reyndar einn. Hann býr núna í Breiðholtinu og er í hljómsveit. Við erum nálægt því að vera of töff til að segja hæ. Það finnst mér leiðinlegt.

Þetta læknaðist samt mikið í gagnfræðiskóla og núna eru strákar nálægt helmingnum af mínum vinum. Það er ekki leiðinlegt. Hins vegar er annað og það eru kunningjar. Eða eiginlega ekki kunningjar heldur einu stigi neðar en kunningjar. Síðan ég byrjaði í MH hef ég eignast slatta af einu stigi neðar en kunningjum. Það er fólk sem ég hitti utan skólans á böllum, í partíum, í ferðum, úti á bílastæðinu, fóboltamótinu eða annars staðar utan skóla. Þetta er svona fólk sem eru bestu vinir mínir þá, við lofum hvort öðru að verða vinir að eilífu (eða FF, friends forever) og skemmtum okkur gríðarlega. Svo kemur mánudagur og maður hittir þetta fólk í skólanum. Það er mjög slæm tilfinning af vita ekki hvort maður eigi að segja hæ eða bara ganga framhjá. Ég samt verð að segja að mér finnst svo asnalegt að heilsa ekki einhverjum ef þú þekkir manneskjuna og þú veist alveg að hún þekkir þig líka. Ég er ekki að segja að ég geri það ekki sjálf, ég er rosalega slæm í að heilsa fólki. Svo er það líka skrýtið að maður er kannski búin að ganga framhjá annars stigs kunningjum sínum í skólanum í margar vikur og aldrei heilsa en svo hittirðu þessa sömu manneskju aftur utan skóla og þá er þetta allt í einu FF aftur. Mjög undarlegt.

Einu sinni var ég lítil, og átti fullt af vinum:




Núna er ég í menntaskóla og of kúl til að heilsa fólki sem ég þekki:



En þessu skal breyta



Diljá og Melkorka gesprochen an 19:01

♣♣♣♣

Á þessum degi fyrir sextán árum fæddist gömul og góð vinkona mín, hún Ásrún Magnúsdóttir. Ásrúnu er marg til lista lagt og hún hefur yndi af jazzballet, Írafári, skíðum, lyftingum og heimsfriði. Þegar hún útskrifast úr læknisfræði í háskólanum ætlar hún að helga líf sitt börnum með ólæknandi sjúkdóma og finna lækiningu við bæði AIDS og kvefi. Nokkur orð í tilefni dagsins til að lýsa Ásrúnu:

Ásrún er skemmtileg
Ásrún er fyndin
Ásrún er aldrei reið
Ásrún á gott með að kynnast fólki á msn
Ásrún er á lausu
Ásrún og ég erum búnar að þekkjast í þrjú ár
Ásrún er MH-ingur
Ásrún er liðug
Ásrún hætti einu sinni alveg að hlusta á tónlist

Þessi mynd er tileinkuð Rúnu stuð:




Diljá og Melkorka gesprochen an 15:13

♣♣♣♣

þriðjudagur, nóvember 16, 2004
Kú?

Á þessum degi, degi íslenskrar tungu, fyrir sextán árum fæddist merkileg manneskja. Það er stórvinkona mín og RBB-félagi, hún Vilborg Ása Dýradóttir og ég hef ákveðið að blogga þetta sérstaklega í tilefni af því.
Þetta er til þín:

Til hamingju með afmælið
Til lykke med fødselsdagen
Happy Birthday
生日快樂
Feliz cumpleaños
Joyeux anniversaire
с днем рождения
Feliz aniversario
Alles Gute zum Geburtstag
축 생일
Buon compleanno
Gelukkige verjaardag
誕生日おめでとう


Þessi mynd er líka tileinkuð Vilbó:




Diljá og Melkorka gesprochen an 16:32

♣♣♣♣

sunnudagur, nóvember 14, 2004

Í færslunni minni áðan var lífið yndislegt og ég bjóst þá ekki við því að það yrði mikið yndislegra í dag. Ég hafði rangt fyrir mér. Það byrjaði nefninlega að snjóa! Og ekki neitt smá, enginn leiðinlegur haglélasnjór eða láréttur vindsnjór. Það er lóðréttur, hægur, feitur, djúsí, mjúkur, brakandi jólasnjór.
Ég er snjóbarn. Alveg síðan ég tók eftir þessur er ég búin að vera brosandi út að eyrum, syngjandi og dansandi, og þá er ég ekki að ýkja það. Fór meira að segja út á svalir áðan berfætt bara til að heyra snjóinn braka. Ég hef ekkert breyst síðan ég var smákrakki á þessu sviði. Ég elska jólasnjó.


Diljá og Melkorka gesprochen an 22:12

♣♣♣♣

Diljá hjarta Filip

Ég er ástfangin. Ástmaður minn heitir Filip. Frá þessari stundu er ég hætt að tala um mig í eintölu heldur ætla ég alltaf að segja 'við' þar sem ég og Filip verðum óaðskiljanleg héðan í frá. Hér eru smá upplýsingar um hann:

Hann er bleikur
Hann getur haldið 1000 lögum
Hann vegur 3.6 únsur
Hann hefur batterí sem endist í allt að 8 klukkutíma
Hann er hægt að nota sem harðan disk
Hann getur vakið mig á morgnana
Hann er með innbyggt dagatal sem klikkar ekki

Já, ég var semsagt að fá Ipod. Lífið er yndislegt.


Diljá og Melkorka gesprochen an 16:05

♣♣♣♣

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Ég ætla ekki að koma með neinar djúpar pælingar núna. Hún Una gamla systir mín mun nefninlega líklegast reka mig út úr herberginu bráðum svo hún geti farið að sofa. Þess vegna ætla ég að nota samtalsform til þess að reyna að greina frá því helsta sem er búið að gerast (og bara því helsta):

Föstudagur:

1.
Vinir mínir: nfmh.is liggur niðri, klúðraðir þú einhverju?
Ég: Nei, ég er bara þarna því það vantaði stelpu lúkker.
Vinir mínir: Í alvörunni, er þetta ekki þér að kenna?
Ég: Nei.
Vinir mínir: Hmmm...


Laugardagur:

1.
Ég: Eigum við að koma í Kringluna?
Melkorka: Ókei ég ætla að kaupa mér buxur.
-----
Ég: Jæja þá erum við komnar í Kringluna.
Melkorka: Skoðum í búðir; Deres, Sautján, Vero Moda! (fer inn í ótal mátunarklefa)
Ég (fletti blaði): Búin?
Melkorka: Er rassinn á mér stór í þessum buxum?
-----
Melkorka: Eigum við að koma í nammilandið í Hagkaup?
Ég: VEI!!!

2.
Ég: Erum við að fara til Ernu?
Begga: Partíið er off.
Ég: Æ æ.
Begga: Fórum til Gróar í staðinn.
Ég: Geðveikt.
-----
Allir sem voru hjá Gró: HÆÆÆÆÆ!!!!!!
Ég og Melkorka: Góða kvöldið.
Þórdís: Dansa, vei, já, vei, ýkt skemmtilegt, vei, hæ stelpuuuur, vei, flippað, vei
Ég: Þórdís, hefur þú verið að drekka?
Þórdís: (dansar í burtu og dettur svo í gólfið)
-----
Ég: Komdu, kórpartíið sökkar pottþétt miðað við okkar partí.
Halla Tryggva: NNNNEEEEEIIIIIIII!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Ég: Ókei.
-----
Ég: Allir stunda sjálfsfróun, krakkar
Allir: Mhm (kollakink)


Sunnudagur

1.
Ég (við sjálfa mig, klukkan ellefu): Ætti ég ekki að vera að fara að vinna í sunnudagaskólanum núna? (fer aftur að sofa)


Mándagur:

1.
Halla Tryggva: Ég kemst ekki á fundinn, ég er að fara á kóræfingu.
Ég: ...fucker
-----
Ég, Sól og Katrín: Þeir sem eiga kærasta mega ekki vera með.
Elín: Æ, stelpur.
Ég, Sól og Katrín: Aumingi.
Vilborg: Ég var að fá gleraugu.
Ég, Sól, Katrín og Elín: Vá flott, má ég prófa?
-----
Ég: Bless stelpur, ég er farin heim að finna lak!


Þriðjudagur:

1.
Melkorka: Gilmore Girls í kvöld!
Ég: VEI!!! Ég kaupi nammi.
Melkorka: VEI!!! ... ég er svöng
-----
Ég (að hugsa): Hvaða drulla er á skónum mínum?
Melkorka (að tala við Zakka í símann): Já, við erum hjá Sundhöllinni núna, nennirðu að lýsa þessu hvert við eigum að fara?
Ég: (byrja að kroppa drulluna af með puttanum)
Melkorka: Framhjá Blóðbankanum, já.
Ég: OOJJJJ HUNDASKÍTUR!!!
Melkorka: Ha?
Ég (sting puttanum upp í nefið á henni): HUNDASKÍTUR!
Melkorka (hleypur í burtu): OJ DILJÁ!!!!
Ég: Æ, nennirðu að bíða?


Miðvikudagur:

1.
Ég: Hvað er í matinn?
Katla: Pasta.
Örvar: Viltu hjálpa mér að gera spaghettí í spaghettívélinni sem við fengum í brúðkaupsgjöf?
Ég: Já.
Ég (mörgum spaghettídeigshlunkum síðar): Nei.
-----
Allir: Mmmmm, þetta var nú góður matur, ég get ekki borðað meira!
Katla: Eftirmaturinn er tilbúinn! (kemur með ís með Snickers, súkkulaðisósu, kókosbollum, banönum og jarðarberjum)
Allir: VÁÁÁÁ!
Ég: Ég borða ekki banana.
Una: Ekki ég heldur.
Æsa: Gefið mér þá.

2.
Dóra: Af hverju er enginn að dansa?
Ég: *hósthóst*
Halla Tryggva: Híhíhíhíhí
Ég: *flaut*
Begga: Áttu sígó?
Ég: *haushristir*
Halla Tryggva: Dansa - gaman. Sitja - leiðinlegt.
Ég: Bless bless.
Einhverjir: Bæ elskan.
Aðrir: Hvar er Diljá?


Reyndar er við þetta að bæta að amma mín var jörðuð á mánudaginn og það auðvitað telst sem eitt af því helsta. Ég gat hins vegar fundið lítið til að hlægja yfir þar svo að samtalaformið þurfti aðeins að víkja.

Takk fyrir, góðar stundir.


Diljá og Melkorka gesprochen an 00:09

♣♣♣♣

föstudagur, nóvember 05, 2004

Ég hef verið að hugsa um eitt. Hvað veldur því að mér finnst einhver (yfirleitt... eða reyndar alltaf strákur) myndarlegur á meðan t.d. einhver að vinkonum mínum sér ekkert kynþokkafullt við hann? Ég veit að auðvitað hefur verið pælt í þessu aftur og aftur og aftur og aftur en þá finnst mér heldur ekkert að því að ég geri það. Einhvernsstaðar heyrði ég að sumar stelpur, eða konur yfirhöfuð, leituðu að manni sem væri líkur pabba þeirra. Það er pæling. Hingað til hef ég ekki laðast að strákum sem eru líkir pabba mínum í útliti enda er ég ekki beint umkringd skeggjuðum og sköllóttum strákum sem eru alltaf berir að ofan. Hins vegar er pabbi minn skuggalega nálægt tveim metrum á hæð og hef ég alltaf verið aðeins meira fyrir hávaxna menn en lágvaxna. Aðeins meira. Pabbi minn elskar líka að segja brandara (sérstaklega kaldhæðna og lélega) og er einstaklega hrekkjóttur. Þetta einmitt fíla ég hjá strákum. Það gæti hins vegar líka verið vegna þess að ég er alin upp af honum (ásamt mömmu auðvitað en við erum ekki að ræða um hana einmitt núna) og er þess vegna sjálf sek um kaldhæðna og lélega brandara og prakkarastrik.

Þar kemur það hvort maður laðist að einhverjum sem er líkur manni sjálfum. Örugglega að einhverju marki, kannski sérstaklega þegar kemur að kostunum. Mér t.d. gengur vel í skóla og fæ oftast góðar einkunnir og er þess vegna ekki beint að leita að einhverjum sem er slakur í námi. Ég hef líka mikinn áhuga á tónlist og finnst það kostur þegar strákur hefur það líka. Sérstaklega ef að smekkurinn hans er jafn góður og minn smekkur, sem er náttúrulega frábær. Svo er það hins vegar annað með gallana. Ég er, eins og flestir mínir vinir vita, hræðilega nísk á eiginlega allt en þó sérstaklega peninga og allt matarkyns. Þess vegna finnst mér það kostur þegar strákur er örlátur á eiginlega allt en þó sérstaklega peninga og allt matarkyns. Hljómar illa en mjög satt. Samt er þetta ekki algilt þar sem mér finnst ágætt þegar strákar eru nískir á meðan þeir eru það ekki við mig. Ég? Sjálfmiðuð? Nei varla.

Svo, án þess að ætla að vera með einhverja klisju, þá skiptir persónuleiki auðvitað máli. Hugsum okkur einhvern góðan fola sem mér finnst hræðilega leiðinlegur á meðan vinkonu minni finnst hann svo fyndinn og frábær. Þá kveikir hann kannski í henni en alls ekki mér. Svona lagað er náttúrulega alltaf að gerast. Og allir vita að sætur strákur (eða stelpa, bara ekki í mínu tilfelli) sem er fífl verður langoftast ljótur og ekki jafn sætur strákur sem er æðislegur verður langoftast sætur. Það meikar auðvitað sens því að hugurinn er kannski alltaf að hugsa um að finna tilvonandi lífstíðarmaka, þó að það sé kannski ekki alltaf markmiðið hjá manni sjálfum, og maður vill náttúrulega eyða restinni af lífinu með einhverjum hressum gaur frekar en einhverju fífli. Svona er þetta nú sniðugt.

Ég var að horfa á sjónvarpið í gær, annan uppáhaldsþáttinn okkar mömmu, Scrubs. Á undan voru svo auglýsingar og ég sem var að horfa út í loftið og bíða eftir mömmu fór í auglýsingaleikinn við sjálfa mig. Það kannast örugglega flestir við þennan leik er það ekki? Það kemur auglýsing og sá sem er fyrstur til að átta sig á því hvað er verið að auglýsa vinnur. Jæja, eftir nokkrar Ariel Sensitive (“Milt… nema á bletti”) og Pussi auglýsingar kom auglýsing með hvítum ketti. Hann var ekki að gera neitt nema hoppa um á einhverjum hvítum bakgrunni. Hann gerði þetta í svolítinn tíma og hoppaði svo upp í rauðan sófa og velti sér eitthvað um þar í nokkra stund. “Kattamatur” hugsaði ég náttúrulega með sjálfri mér. Nei. Gerfineglur.

Gerfineglur minna mig annars á það að ég var á ræðukeppni uppi í Verzló í gær þar sem mitt lið, MH, var að keppa við Verzló. Ég sem hef mjög gaman af svona löguðu skemmti mér auðvitað konunglega þó að umræðuefnið hafi verið frekar slappt og frumælandinn frá Verzló (sem er alltaf í strætó á morgnanna) hafi verið svo afspyrnu leiðinlegur að mínu mati. Stelpan þeirra er líka mjög spes. Orðum það svoleiðis að ég myndi ekki vilja sofa hjá henni. Hún er örugglega þessi masó týpa (tileinkað ykkur stelpur, þið vitið hverjar þið eruð). Á milli ræða var skipst á mikilvægum skilaboðum í gegnum Fróða. Dæmi: “Vá hvað liðið okkar er hot” “Hvaða snargeðveika gella er þetta?” “Hver er þetta með húfuna? Hann minnir mig á strákinn sem lék í Almost Famous. Samt ekki þegar hann lék í þeirr mynd heldur þegar hann lék strákinn sem var með krabbamein í Bráðavaktinni.” “Já, ég sá ekki þann þátt” “Ég er svo svöng” ……………………………. “Hey, tjékkaðu beibin í okkar liði”

Mynd þessar færslu er af playlistanum mínum. Fyrir sumum er það kannski ekki merkilegt en fyrir mér geta playlistar verið mikið einkamál. Stundum koma ýmis vandræðaleg leyndarmál upp á yfirborðið þegar maður skoðar playlistana hjá öðru fólki. Kannski þekkirðu einhverja manneskju sem þér finnst mjög töff. Svo skoðarðu hvað þessi manneskja er að hlusta á og þá sérðu All Saints, Boyzone og Westlife allt í einu. Ég reyni ekki einu sinni að afsaka mig, ég elskaði Westlife alveg þangað til fyrir bara svona tveim árum. Ég á þrjá Westlife diska. Enn vandræðalegra, ég á Five Greatest Hits diskinn! Og hann er ekki niðri í kassa með N Sync, Backstreet Boys og Avril Lavigne diskunum mínum. Nei, ef einhver fer inn í herbergið mitt og kíkir á geisladiskasafnið mitt þá getur hann fundið Five safndiskinn þar. Einnig þrjá Lands og sona diska, Skítamóral, A*teens, XXX Rottweiler, Shaniu Twain, A1 og síðast en ekki síst; O-Town. Já, ég á mér skítuga fortíð.

Myndin sjálf kom ekki nógu vel út ef ég setti hana beint inn í færsluna þar sem hún var lítil og varla hægt að sjá neitt. Þess vegna ætla ég frekar að línka á hana hérna.

Verð að setja inn lag dagsins sem er samt líka á playlistanum. Ég bara get ekki sleppt því að nefna þetta lag sérstaklega því það er of frábært. Þetta er lagið ‘Alone again or’ með hljómsveitinni Love. Já, það er til hljómsveit sem heitir Love og hún er meira að segja góð.

Seinna (stolið)

Yeah, said it's all right
I won't forget
All the times I've waited patiently for you
And you'll do just what you choose to do
And I will be alone again tonight my dear

Yeah, I heard a funny thing
Somebody said to me
You know that I could be in love with almost everyone
I think that people are
The greatest fun
And I will be alone again tonight my dear



Diljá og Melkorka gesprochen an 07:29

♣♣♣♣

{ Búið&Gert }

ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005


{ Er að }

lesa; Frú Pigalopp og jólapósturinn
hlusta á: Simon & Garfunkel - America
elska: snjó
hata: ekki snjó
láta mig langa í: hvít jól
forðast: að falla í Lan103


{ Links 2 3 4 }

Arnar Pétursson
Ásrún Magnúsdóttir
Berglind Pétursdóttir
Dagný Ósk Björnsdóttir
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Dr.Sindri Sverrisson
Elías Þórsson
Elín Margrét Rafnsdóttir
Elísabet Anna
Finnur Kári
Fróði Frímann
Gró Einarsdóttir
Halla Þórlaug
Hildur Rudolfsdóttir
Hlynur Ólafsson
Inga Auðbjörg
Íris Saara Karlsdóttir
Jana Maren
Jóhanna Margrét
Jóhannes Rokk
Jón Helgi Hólmgeirsson
Jón Kristján Kristinsson
Júlíana Sól
Katrín Björgvinsdóttir
Katrín Lilja Ólafsdóttir
Melkorka Rut
Mist Hálfdanardóttir
Olga Margrét Cilia
Salóme Rannveig
Sólveig Ragna Jónsdóttir
Stefanía Bjarney
Sunna Þórsdóttir
Tumi Karlsson
Úlfur Artí
Vala Ósk Gylfadóttir
Vilborg Ása Dýradóttir
Þórdís Erla Zoega