Síðasta ástin fyrir pólskiptin

laugardagur, október 30, 2004
Tjill helgin

Þá er 'tjill helgin' mín formlega byrjuð. Tjill er svo slappt orð en ég fann ekkert betra þannig að ég ætla að notast við það. Ég hef beðið eftir þessari helgi lengi lengi og loksins kom hún. Þessa helgi ætla ég ekki að gera rassgat. Ég ætla að vera heima, kannski leyfa mér að hitta vini mína á daginn en fá mér svo spólu og nóg af gotteríi um kvöldið. Eyða svo nóttinni með elskunni minni sem, fyrir alla þá sem lásu ekki síðustu færslu, er Siv - rúmið mitt. Og já, ég skýrði rúmið mitt rétt áðan. Ég eyði allaveganna 8 tímum á dag í því (þar af að meðallagi 6 tímar í svefn á virkum dögum, oftast meira um helgar) og þó að ég hafi kannski átt mínar slæmu stundir þar líka, eins og veikindi og vondaskapsköst þá hefur Siv alltaf skilað sínu og á þess vegna skilið að eiga sér nafn.

En aftur að tjill-helginni. Ég hef verið að bloggkvarta hérna undanfarið yfir síþreytu og því að ég sé alltaf að gera eitthvað svo að bara þessa helgi ætla ég að loka á allt félagslíf. Gæti hljómað eins og ég sé fífl sem neitar að skemmta sér og það er örugglega satt en sama er mér. Ég, Siv og fáeinir fleiri ætlum að eiga yndislega helgi.

Hlutir sem gætu truflað tjill-helgina:
1. Tónleikarnir sem ég var á í kvöld. Sá reyndar ekki fyrsta bandið en sá Somniferum sem ég kom til að sjá og svo Coral sem voru mjög þéttir.
2. Vinir mínir. Damn hoes. Lov jaahh 4ever samt skohhhh (Inga Dögg tók völdin í smá stund, afsakið)
3. Afmæli og matarboð?
4. Leiklist
5. Sunnudagaskólinn (þetta er ekkert grín, vinnan kallar á sunnudagsmorguninn)
6. Peningaleysi... samt varla
7. Nágrannar mínir í rússneska sendiráðinu sem byrja alltaf að bora og grafa eða vinna aðra byggingavinnu í garðinum hjá sér klukkan níu á morgnanna. Reyndar á ég nokkur pör af eyrnatöppum frá Loðmundarfirðinum í sumar svo að það ætti að reddast.
8. Annað óvænt

Annars lítið að frétta. Skólinn er stálið eins og alltaf, var í tveim prófum í dag (eða gær eiginlega) og skeit á mig andlega í NAT-133 prófinu en stærðfræðin gekk betur... takk Arnar. Annars er ég á hraðri niðurleið í stærðfræði sem er undarlegt þar sem ég hef alltaf verið fín í stærðfræði og þetta á að vera léttasti framhaldsskóla áfanginn í stærðfræði. Það gæti reyndar verið útaf kennaranum mínum sem er mest krípí náungi sem ég hef vitað. Það er ekki hægt að vinna í tímum hjá honum því einbeitingin er alltaf í því hvað mér finnst hann hræðilegur. Landskælingar (fyrrverandi?) sem muna eftir Pavol kannast líklegast við þetta. Mjög slæmt. Ég er ekki einu sinni viss hvort hann heitir Þórir, Þórarinn, Þórður eða Þór-eitthvaðannað. Ég og aðrir stærðfræðifélagar mínir köllum hann allaveganna alltaf bara ÞEI. ÞEI er reyndar með það met að hann er með flesta brandarana í Kennarabrandarabókinni sem er á öftustu síðunum í stílabókinni minni. Í Kennarabrandarabókinni eru, eins og nafnið kannski segir manni, slappir brandarar sem kennarar hafa sagt. Góðir kennarabrandarar komast ekki þangað enda eru þeir sjaldgæfir. ÞEI er mjög góður í slæmum bröndurum en verst er samt glottið sem kemur á hann eftir á. Það er svona 'hahahaha-þessi-var-svolítið-góður-hjá-mér-ég-rokka'-glott. Ikke så godt.

Nóg um stærðfræðikennarann minn, ég er farin að geispa og rúmið mitt bíður.

Móment:
Mamma: "Hvenær ætlarðu að koma heim?"

Tónlist:
Nerf Herder - Pantera fans in love (ég hlustaði eingöngu á svona tónlist í svona 9.bekk og ákvað að rifja aðeins upp)
Kraftwerk - Popcorn
Velvet Underground - Rock and Roll
Beach Boys - God only knows

Mynd:



Yo...



Diljá og Melkorka gesprochen an 00:22

♣♣♣♣

sunnudagur, október 24, 2004
Brjálað

Vá hvað Úlfur er geðveikt töff gaur... ýkt svalur

línkur dagsins: http://www.nipponese-robot.blogspot.com

já svo elska ég Sól líka... hún er svo frábær


Já fyrst ég er byrjuð að blogga á þessum skemmtilegu nótum þá ætla ég að halda áfram. Ég fór í vinnuferð með leikfélaginu um helgina. Það var gaman. Ég var samt svo þreytt um kvöldið að ég ákvað að sleppa kvöldvökunni, hoppaði upp í þægilegasta sófa sem ég hef nokkurn tímann vitað (jafnast samt engan veginn á við yndislega rúmið mitt) klukkan ellefu og fór að sofa. Þurfti reyndar að líða lágkúrulegt áreiti frá svokölluðum vinum mínum sem voru, þegar ég rumskaði um hálf-eitt, að ræða hvort þau ættu að setja tannkrem framan í mig eða stunga hendinni á mér ofan í volgt vatn. Aumingjar.
Það finnst kannski einhverjum það skrítið að ég skildi ekki vaka og halda uppi stemmningu um nóttina eins og allir vita að ég er vís til að gera. Ég skildi það ekki sjálf fyrst en þegar ég fór að hugsa um það fór ég að sjá þetta. Ég þjáist af síþreytu. Ég er alltaf þreytt, alla vikunni er ég að gera eitthvað allan daginn og kvöldið og sef í svona 6 og hálfan tíma að meðallagi á nóttunni. Um helgar er ég svo annað hvort í ferðum eins og þessum eða að fara að félagslífast eitthvað fyrir hádegi um daginn. Á kvöldin er ég svo bissí líka svo að ég fer ekki að sofa fyrr en alltof seint. Þetta þýðir að ég næ aldrei að sofa út og er þess vegna alltaf þreytt sem þýðir að jólafríið mitt verður bara einn stór svefn og enginn mun frá jólagjafir.

Líklegast er þessi þreyta samt ástæðan fyrir því að mitt helsta og mesta ástarsamband er einmitt við rúmið mitt. Ég er ekki að ýkja þetta þegar ég segi að ég elska rúmið mitt. Það er bara hreint út sagt fullkomið. Lengdin, breiddin, mjúkt en samt svona þægilega stíft líka og dúnsængin mín og koddinn... þetta er bara fullkomin blanda og ég ætla aldrei að eignast mann því að ég myndi ekki tíma að deila rúminu mínu með neinum öðrum. Og ekki hugsa, jah ef þú færð þér einhverntímann mann þá verðuru nú kannski komin með annað rúm, því að ég hef ekki hugsað mér að losa mig nokkurn tímann við það. Ég og rúmið mitt, true love 4ever.

Annars er góðvinahópurinn minn búinn að stækka töluvert eftir að ég kom í MH og ég er ekki að sjá hvernig ég á að fara að því að kaupa jólagjafir fyrir allt þetta lið. Er samt með hugmynd um að elda bara eina stóra góða máltíð og bjóða öllum góðum vinum í mat og nota það sem jólagjöf. Enda er það alþekkt að ég er eðalkokkur! Finnast öllum ekki bakaðar baunir góðar?

Ég sit hérna með Davíð (sjá síðustu færslu) í fanginu og tannbursta mig. Já, ég lét nefninlega verða af því að ná í Davíð úr dótakassanum og bjarga honum fyrir fullt og allt frá dýrvitlausum systkinabörnum mínum. Fékk Sól í heimsókn áðan og sá að ég er kannski ekki góður gestgjafi. Í fyrsta lagi var ég frekar nýkomin úr sturtu og nennti ekki að klæða mig í neitt nema rétt svo nærföt og stuttermabol. Í öðru lagi bauð ég henni ekki uppá neitt og í þriðja lagi lét ég hana setjast ofan á blaut handklæði. Hins vegar var það bætt upp með því að ég fór með hana á nfmh.is og sýndi henni MH's finest. Hún ætlar nefninlega að djojna okkur á næsta ári og þá verður hún nú að vita hver er hver í þessum karlmannahópi.


Gullkorn: Engin

Lag: Bananarama - Love in the first degree.... þetta lag er magnað, fékk mig til þess að dansa á gestaherbergisgólfinu hérna (ekki eins og 8-Bit samt)

Mynd:


Smá minning frá því þegar við Melkorka fórum til Krítar í byrjun sumars... maðurinn sem við vorum vissar um að væri Jesús.


Diljá og Melkorka gesprochen an 22:50

♣♣♣♣

fimmtudagur, október 21, 2004

Ég vara við, þessi færsla er einstaklega tilgangslaus og ég lofa ekki skemmtilegri lesningu:

Ég er að hlusta á einn skemmtilegasta disk sem ég hef heyrt í langan tíma. Leningrad Cowboys - Live in Prowinzz. Þetta er svo illilega hress diskur að ég get ekki ímyndað mér að einhver haldist lengi í vondu skapi ef hann hlustar á hann. Sérstaklega skemmtilegt er Säkkijärven Polkka og útgáfan þeirra af Those were the days. Var einmitt að heyra það lag með Pavarotti, Placido Domingo og Jose Carreras og verð að segja að það er frekar geðveik útgáfa.

Annars er lítið í fréttum nema það að snjórinn er farinn. Hann hélst í um það bil 24 tíma, þá tel ég samt ekki með hálkuna sem var ískyggilega nálægt því að fótbrjóta mig á þriðjudagsmorgninum síðasta. Ég rétt náði að grípa í hliðarspegilinn á einhverjum stjórnmálamannajeppa áður en ég rann á rassgatið... eins og einhverjir kannski muna þá var þetta einmitt morguninn þegar malbik flettist af vegum á Snæfellsnesi vegna vinds. VEGNA VINDS?! Ég hef séð malbik og það er ekki eitthvað sem er líklegt til þess að flettast af í smá golu. Sem hlýtur að þýða að það hafi ekki verið smá gola heldur bölvað rokrassgat og aftakaveður. Og það var það einmitt.
Á vissum tímapunkti (nánar tiltekið klukkan hálf-fimm aðfaranótt þriðjudagsins) var ég í alvöru orðin skíthrædd við veðrið. Þar sem herbergið mitt er, eins og þeir sem hafa komið heim til mín vita, í risinu á húsinu okkar og ég með annan þakgluggann af tveim beint yfir rúminu mínu þá var hávaðinn þannig að ég í rauninni bara beið eftir að glugginn myndi rifna upp. Þá var ég farin að íhuga að læðast niður í herbergi til mömmu og pabba og í barnabarnadótið sem er geymt undir rúminu þeirra og ná í Davíð.

Davíð var uppáhalds bangsinn minn þegar ég var lítil (var - þetta segi ég bara því að ég þori ekki að viðurkenna að ég elska hann ennþá) sem er reyndar asnalegt því að Davíð er alls ekki bangsi heldur ljón. Hann hefði verið án efa verið mér huggun í þessu veðri en ég vildi ekki hætta á að foreldrar mínir myndu vakna við það að ég lægi undir rúminu þeirra og gramsaði í gamla dótinu mínu svo ég varð að vera án hans. Það þýddi að ég lá andvaka í einn og hálfan tíma áður en ég gat sofnað aftur, Davíðs-laus. Sem er slæmt þar sem eitt af því versta sem ég veit er einmitt að vera andvaka. Áður en ég hætti að skrifa um Davíð verð ég samt að segja öllum sem vilja af hverju Davíð heitir Davíð. Þeir sem nenna ekki að lesa það mega byrja að lesa aftur á næstu greinaskilum.

Málið var nefninlega það að pabbi minn kom heim frá útlöndum einhverntímann og eins og foreldrar sem vilja ekki lenda í ónáð gera þá keypti hann gjöf handa mér sem var þetta ljón. Síðan hnippti hann í mig og sagði svona "Hvaaað, ætlarðu ekki að skíra hann Rudolf?" (fyrir þá sem ekki vita þá heitir pabbi minni Rudolf) og ég neitaði því. En þar sem pabbi minn er örugglega mesta hrekkjusvín sem gengur hefur á jörðinni þá hunsaði hann það og byrjaði að kalla ljónið, sem mér var strax farið að þykja vænt um, Rudolf. Ég var mjög tilfinningaríkt barn (ekki frekt, uppstökkt eða pirrað heldur tilfinningaríkt) og varð öskuill og sagði honum að ég ætlaði sko ekki að skíra hann Rudolf heldur Davíð. Ég var frekar lítil þarna en ég var þó alveg með það á hreinu að ef ég ætlaði að feisa pabba minn almennilega þá myndi ég skíra ljónið Davíð. Af hverju? Jú, nefninlega vegna þess að það hefur aldrei farið á milli mála að foreldrar mínir eru ekki mikið fyrir Davíð Oddsson og alveg síðan ég var pínulítil var mér kennt að kalla hann "krullukallinn" (þetta er dagsatt!!!). Þannig að það var tilvalið að skíra ljónið Davíð bara til þess að pirra þau. Og það hefur haldist síðan. Greinaskil? (ég skal sýna þeim sem vilja Davíð í næstu heimsókn hingað á Suðurgötuna).

En nóg um Davíð. Alveg nóg um hann, ég veit ekki alveg af hverju þetta fór svona langt.
Allt gott að frétta svosem, skólinn er elskulegur eins og alltaf og nýi leikurinn okkar Guðrúnar, "Hver er hot í MH?", er tilvalinn leið til þess að stytta langa og þreytandi tíma. Það eru meira að segja reglur.

Verð að viðurkenna að ég er farin að hlakka pínulítið-svo-lítið-að-það-ætti-varla-að-nefna-það til jólanna. Smá. Stalst til þess að hlusta á Please come home for christmas með Bon Jovi og Baby please come home með U2. Og já, þetta eru tvö mismunandi lög. Bara margir sem vilja gjöra svo vel að fá elskurnar sínar heim fyrir jólin.

Það minnir mig á aðra barnasögu af mér. Ég var með foreldrum mínum á leiðinni til Grikklands, einu sinni sem oftar, og við fórum með hollensku flugfélagi því að á þessum tíma var ekki neitt sem hét beint-flug-til-Grikklands-frá-Íslandi. Ég ætlaði að fara á klósettið en flugfreyjurnar voru einmitt að bera fram matinn þá svo flugfreyjan bað mig um að fara seinna. Hún allaveganna sagði eitthvað sem endaði svo á "please". Ég, svona sjö-átta ára pjakkína, spurði mömmu hvað please þýddi nú og hún þýddi það sem að biðja einhvern um að gjöra svo vel. Þar sem "viltu gjöra svo vel" er sjaldað notað nema til að vera strangur hélt ég að flugfreyjan væri að reyna að skamma mig og var í fýlu við hana restina af fluginu. Ef að mamma mín hefði þýtt þetta sem "vinsamlegast" hefðu ég og þessi flugfreyja geta orðið ágætis vinir. Svona eru tungumálaörðuleikar nú sniðugir.

Annars var ég að hugsa, bara núna eiginlega svo það er ekki hægt að segja "ég er búin að vera að hugsa"; af hverju man maður svona einstaka atburði rosalega vel á meðan maður gleymir öðrum. Ég t.d. man ekkert eftir þessu fríi á Grikklandi, hvernig var og hvað gerðist, heldur bara eftir þessu eina atriði í flugvélinni. Eins og minningar úr leikskóla. Ég man ekkert eftir einhverjum jólasveinum sem komu eða kökunni sem ég fékk á þriggja ára afmælinu mínu eða annað sem er í myndaalbúmunum heima. Hins vegar man ég mjög vel eftir því að í hvíldartímanum gat ég aldrei sofnað og ég öfundaði alltaf krakkana sem sofnuðu og fengum svo að láta fóstrurnar halda á sér og faðma sig þegar þær voru að reyna að vekja þau aftur. Og þegar ég sagði vinkonu minni að mér fyndist strákur sem hét Áki (og var þrem árum eldri en ég, hann er nú í Verzló... þetta var líka skóladagheimili fyrir aðeins eldri krakka, ég var ekki tveggja ára og hann fimm ára) svo sætur og hún sagði öllum leikskólanum það og ég var á bömmer í heilan dag. Eða þegar ég og einn besti sandkassavinur minn, Aron (sem er einmitt busi í MH núna!) fundum upp 'psst' kerfið svo að við gætum alltaf vitað hvar hitt væri án þess að við þyrftum að kalla eitthvað. Mikið notað í feluleikjum, nema auðvitað þegar annað okkar 'varann'.

En nóg af bulli, rúmið mitt þarfnast mín og öfugt.

Gullkorn:

Konan sem vinnur á Subway niðri í bæ: "Kærustur eru bara hraðahindranir í átt að stráknum sem maður vill. Maður skrensar bara fast í andlitið á þeim þegar maður keyrir yfir þær." (ekki orðrétt en nálægt því samt)

Annað gullkorn sem ég man ekki hver átti en vil endilega muna, ef manneskjan sér þetta má hún gefa sig fram:

Ég í vælukasti: "Uhuhuhu, ég þoli ekki hvað margir sætir strákar eru minni en ég."
Gullkornasmiður: "Veistu það er allt í lagi. Við erum nefninlega öll jafnstór þegar við erum á hestbaki."


Seinna...


Diljá og Melkorka gesprochen an 22:35

♣♣♣♣

sunnudagur, október 17, 2004

Brr það er svo kalt. Ég sit hérna í lopapeysunni og ullarsokkum (engin komment á það Jóhannes) með lyktina af Bæjonskinkunni sem er í kvöldmatinn í nefinu. Lyktin minnir mig á jólin því að eins og þeir vita sem þekkja mína fjölskyldu þá er alltaf sænsk jólaskinka á jóladag hérna heima, ásamt hangikjötinu, síldarsalatinu og rjómaröndinni og karamellusósunni. Talandi um jólin finnst mér Hagkaupbúðirnar sorglegar að vera búnar að setja upp jólaskraut. Þó að það sé kannski ekki mikið þá sá ég jólatré og greniskreytingar inni í búðinni í Kringlunni í gær og það finnst mér mjög slakt. Ég kveikti reyndar á einni seríunni í herberginu mínu í dag, þessari rauðu við gluggann, en ekki halda að ég hafi farið að róta niður í kassa og hengt hana upp. Nei, ástæðan fyrir þessu er bara sú að tvær af jólaseríunum mínum síðan í fyrra voru aldrei teknar niður og eru þess vegna búnar að vera þarna síðan í byrjun nóvember 2003. Í dag fannst mér hins vegar svo dimmt að það var ágætt tilefni til að stinga allaveganna annari í samband. En ég er heldur ekki Hagkaupsbúðin í Kringlunni.

Er í vetrarfrí núna fram á þriðjudag... eða reyndar ekki í dag því að það er sunnudagur en á morgunn og var á föstudaginn. Ég hef verið að reyna að ná upp svefni og það hefur gengið frekar vel, fer ekki alltof seint að sofa og sef fram á dag. Mmmm. Fríið er búið að vera ágætt fyrir utan fimmtudaginn. Það verður ekkert rætt og þeir sem eitthvað vita um málið eru beðnir um að hafa sig hæga. Vil bara koma á framfæri þakklæti við eina manneskju sem ég efast þó um að lesi þetta hérna. Þú veist (líklegast) hver þú ert.

En nóg um það, PRODIGY var á föstudaginn og mikið rosalega var gaman (allt fyrir Kötlu)! Þeir tóku öll mín uppáhaldslög sem ég var afar sátt með nema No Good hefði mátt koma. Hitti fullt af skemmtilegu fólki en hvað var í gangi með týpurnar þarna? Nú vil ég ekki hljóma eins og eitthvað hardcore feministatröll en hvert er sjálfsvirðing stelpna í dag farin? Aftur og aftur og aftur gekk ég framhjá stelpum sem voru gjörsamlega ekki í neinu. Þær voru í pilsum sem náðu rétt niður fyrir rasskinnarnar (það var mjög tæpt á köflum!), margar hverjar ekkert að hafa fyrir því að fara í sokkabuxur heldur. Síðan voru þær í annað hvort magabolum eða bolum sem voru einhver smá efnisbútur að framan sem var bundinn með einu mjóu bandi að aftan. Hins vegar var ekkert verið að spara málninguna eða háu hælana. Þetta var orðið fáránlegt á köflum. Þetta voru líka mest allt stelpur í 8. og 9. bekk eða yngri. Ég læt oftast svona ekki trufla mig mikið og flissa kannski bara innan í mér en þetta var komið út í öfgar, sérstaklega þegar ég skrapp með stelpunum á klósettið og voru þá ekki nokkrar stelpurnar að dunda sér að slétta á sér hárið með sléttujárni. Hvaða grín er það? Það kemur manni nú kannski ekkert á óvart að það sé verið að púðra sig eitthvað á klósettinu en hversu umhugað þarf þér að vera um útlitið til að þú mætir með sléttujárn á tónleika? Það er nú ekki heldur eins og maður sér mikið að reyna að húkka sér kall á svona tónleikum.

Rólegt kvöld í gær, nammi, gos og vídjó frá Myndbandaleigu Æsu og Jóhannesar (flytur bráðum í Hafnarfjörðinn, hver fer að verða síðastur til þess að hlaupa út á Víðimel og taka eina góða spólu). Er að hlusta á Beach Boys núna, með Pepsi Max í glasi og reyni að skrifa eitthvað í Kaldaljós-ritgerðinni minni en það gengur hægt. Á að skila bæði henni og ritgerð um Marco Polo í næstu viku en er í staðinn að lesa bókina Stúlka með perlueyrnalokk sem ég á að flytja fyrirlestur um í byrjun nóvember. Ég ætti auðvitað að vera að einbeita mér að hinu tvennu en þessi bók er bara svo illa góð að ég get ekki hætt að lesa hana. Það er orðið langt síðan ég las heila bók, eins og ég var mikill lestrarhestur (hestur?!) þegar ég var yngri. Einu skiptin núna sem ég les eitthvað er fyrir skólan og þegar... ehm... ný Harry Potter bók kemur út. Ég man að ég las einu sinni bút úr viðtali við manninn sem leikstýrði síðustu Harry Potter kvikmyndinni þar sem hann sagði eitthvað á þessa leið: "Það má ekki fresta útgáfu myndarinnar, tíu ára börn um allan heim bíða eftir henni." HA? Hvað er maðurinn að meina? Þegar fyrsta bókin um Harry Potter kom út voru þessi tíu ára börn þriggja ára og varla voru þau mikið að lesa Harry Potter þá og ólust semsagt ekki upp við hann. ÞAU ÞEKKJA HANN EKKI EINS OG ÉG!!!!! Nei ég segi svona en samt sem áður, ég beið mjög spennt eftir síðustu mynd og bók og geri núna líka. Það ætti ekki að vera að stíla svona mikið á að það séu bara yngri krakkar sem lesa þessar bækur, krakkar sem voru varla farin að tala þegar fyrstu bækurnar komu út. Ég las mína fyrstu bók ellefu ára og ég get ekkert hætt að bíða eftir næstu bók bara útaf því að ég er farin að nálgast sautján ára (!!!).

Búin að borða Bæjonskinkuna... hún var góð! Eins og annað sem er eldað hér á bæ. Mamma, þú ert idolið mitt.

Gullkorn dagsins:

Begga: "Hæ þetta er vinur minn, hann er hommi!
- Blessaður hommi!"

Mamma: "Svona fína vél áttum við einu sinni. Síðan henti pabbi þinn henni."

Inni: Harry Potter, bækur, kanelsnúðarnir hans bróður míns og frænku, fólk

Úti: Textarnir hjá Beach Boys... ekki misskilja mig, þeir eru æðislegir en það er samt hægt að semja lög um eitthvað annað en brimbretti og stelpur


Diljá og Melkorka gesprochen an 19:03

♣♣♣♣

sunnudagur, október 10, 2004
Við erum svartir, við erum hvítir

Eins og þeir sem hafa komið við hérna áður kannski sjá þá er ég búin að skipta um útlit! Þurfti reyndar að grúska einhvern slatta í template-inu áður en ég fékk þetta eins og ég vildi en það gekk á endanum. Fyrri comment eru líka dottin út þar sem ég þurfti að skipta um commenta kerfi en það var varla neitt mjög mikilvægt skrifað þar svo að það verður að vera í lagi.

Annars er helgin búin að vera mögnuð. Byrjaði reyndar hægt á föstudeginum þar sem ég tók bara rólegt kvöld (öllum vinum mínum til undrunar), leygði mér spólu og sat og maulaði nammi og drakk kók undir teppi. Fór svo mjög sátt að sofa.

Í gær hins vegar var fótboltamót MH. Fyrr um daginn hafði verið vefráðsfundur í rúma þrjá tíma sem var frekar hresst fyrir utan nokkra vefráðsbrandara sem fengu alla til að liggja í hláturskasti á meðan ég svona reyndi að glotta með. En þetta kemur allt saman.

Um kvöldið var svo fyrirpartí fyrir fótboltamótið heima hjá Kristínu. Ég reyndar kom seinna ásamt öðrum svo að það var ekki lengi stoppað þar. Þurftum líka að taka strætóinn upp í Egilshöll kl.hálf-átta. Eftir góðar stundir í strætó komumst við upp í Egilshöll og gátum farið að spila. Lentum náttúrulega fyrst á móti heilu liði af Kópavogsbúum í keppnisskapi en náðum þeim samt 1-1. Gerðum síðan 0-0 jafntefli og restin er ekki þess virði að tala um.
Þetta mót var samt mjög hresst, ég fílaði sérstaklega strákaliðið sem var allt bert að ofan, verst að við lentum ekki á móti því. Annars held ég að nálægðin við Vesturbæinn sé að hafa einhver slæm áhrif á mig! Ég allaveganna stóð sjálfa mig að því að taka KR-lagið nokkrum sinnum þetta kvöld. Valsara-uppeldið er greinilega eitthvað að bresta. Það var sérstaklega slæmt þegar ég fattaði að ég kunni allan textann.

Eftir mótið, um hálf-tólf, voru rútur upp í Hafnarfjörð þar sem Íþróttaráð stóð fyrir eftirpartíi. Þar var fullt af fólki og ég, Guðrún Stella, Dóra, Halla, Magnea og fleiri tókum stemmarann í afturendann. Það er eitthvað með mig og lenda á góðum spjöllum við einhverja úr málfundafélagi MH því það gerði ég líka í gær. Reyndar ekki sami maðurinn en gott spjall samt... jafnvel betra en hitt þar sem þetta endaði ekki með svívirðingum.
Það var líka trend í gangi í gær og það var að reyna að finna karlmann handa mér. Sama hve mikið ég þusaði um það að ég hefði núll prósent áhuga á langtímasambandi sama við hvern það væri þá var ekki hlustað á það frekar en annað sem ég segi. Margar tillögur komu fram, sumar verri en aðrar, en það varð ekkert úr því þar sem ég var of upptekin við að tala of mikið - mér líkt.

Pabbi kom svo að sækja mig klukkan hálf-þrjú, það var reyndar tæpt þar sem hann hafði dottið og slasað sig á hnénu. Kom svo seinna í ljós að hann hafði brotið á sér hnéskelina og það hafði blætt 150 ml inn á hnéð. Hvað þessir foreldrar gera ekki fyrir börnin sín? Pabbi, þú ert hetjan mín.

Seinna

Inni - Dóra hustler, foreldrar, vídjóleigan Gerpla, lambahryggur, Magnea

Úti - Fótboltamenn sem taka sig of alvarlega, msn sem dettur út, bresk strákabönd


Já, Hungarian Dance no.5 er brjálað lag!


Diljá og Melkorka gesprochen an 20:40

♣♣♣♣

sunnudagur, október 03, 2004
101

Fór út að ganga áðan með elskulegri elstu systur minni í hundraðogeinum. Það var allt orðið dimmt, náttúrulega komið kvöld, og við sáum þessi brjáluðu norðurljós. Síðan kom lítill grábröndóttur kettlingur sem byrjaði á því að elta okkur út um allt þangað til við stungum hann af á endanum. Gengum þá niður Öldugötuna sem er dæmigerð 101-gata; það liggur matarlykt yfir allri götunni og þú getur séð inn til fólks þar sem það er að borða, vaska upp, horfa á sjónvarpið, lesa eða hvað sem það er að gera því að það er enginn einhvernveginn að spá í að draga fyrir gluggana. Síðan eru allar þessar hurðir, allar þessar mismunandi hurðir á Öldugötu. Húsin þar eru svo mismunandi og það eru kósíhurðir á þeim eiginlega öllum. Svona hurðir sem mann langar til þess að standa fyrir framan þegar er mikill snjór og fyrir innan er einhver sem þig langar rosalega til þess að hitta og það er kökulykt í loftinu og ljós í öllum gluggunum. Svoleiðis hurðir eru í vesturbænum og sérstaklega Öldugötu og -vallagötunum. Við gengum líka framhjá fullt af bárujárnshúsum. Litlum bárujárnshúsum máluðum í allskonar undarlegum litum, eins og skær appelsínugula húsið á Ránargötunni. Það er eitthvað við bárujárnhús sem mér finnst svo frábært, kannski útaf því að ég bý í einu svoleiðis sjálf, en þau eru eitthvað svo heimilisleg. Á Vesturgötunni skoðuðum við í búðarglugga en þá vorum við eiginlega komnar niður í miðbæjarfjörið svo við tókum beygjuna uppí Grjótaþorp á leiðinni heim. Allir stígarnir, allir kettirnir, öll litlu húsin…

Þetta eru nokkrar ástæður fyrir því að ég elska að búa í hundraðogeinum. Ég veit ekki hvað ég geri þegar mér verður hent að heiman þegar ég klára menntaskólann.


Diljá og Melkorka gesprochen an 22:12

♣♣♣♣

laugardagur, október 02, 2004
..

Ég var úti að ganga áðan og sá hálf-fulla plastflösku af hálfslítra Diet-Kók. Allt í einu fékk ég alveg brjálaða löngun til þess að sparka í hana. Þá sá ég að rétt fyrir framan mig var kona með lítið barn í vagni og þau snéru bæði baki í mig. Þetta hefði átt að fá mig til þess að halda áfram að ganga en þegar ég fór að hugsa um það fannst mér tilhugsunin um fljúgandi Diet-kókið að slettast yfir mæðginin/mæðgurnar og lenda svo með splassi í gangstéttinni bakvið svo fyndin að ég fór að flissa upphátt. Sá þá að þetta var gengið of langt. Fékk mig samt til þess að glotta alla leiðina í 10-11 og til baka.

Svona geta litlir hlutir lífgað upp á leiðinlega laugardagsmorgna.

Lag dagsins: Jafnvel þó við þekkjumst ekki neitt - Páll Óskar


Diljá og Melkorka gesprochen an 13:54

♣♣♣♣

{ Búið&Gert }

ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005


{ Er að }

lesa; Frú Pigalopp og jólapósturinn
hlusta á: Simon & Garfunkel - America
elska: snjó
hata: ekki snjó
láta mig langa í: hvít jól
forðast: að falla í Lan103


{ Links 2 3 4 }

Arnar Pétursson
Ásrún Magnúsdóttir
Berglind Pétursdóttir
Dagný Ósk Björnsdóttir
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Dr.Sindri Sverrisson
Elías Þórsson
Elín Margrét Rafnsdóttir
Elísabet Anna
Finnur Kári
Fróði Frímann
Gró Einarsdóttir
Halla Þórlaug
Hildur Rudolfsdóttir
Hlynur Ólafsson
Inga Auðbjörg
Íris Saara Karlsdóttir
Jana Maren
Jóhanna Margrét
Jóhannes Rokk
Jón Helgi Hólmgeirsson
Jón Kristján Kristinsson
Júlíana Sól
Katrín Björgvinsdóttir
Katrín Lilja Ólafsdóttir
Melkorka Rut
Mist Hálfdanardóttir
Olga Margrét Cilia
Salóme Rannveig
Sólveig Ragna Jónsdóttir
Stefanía Bjarney
Sunna Þórsdóttir
Tumi Karlsson
Úlfur Artí
Vala Ósk Gylfadóttir
Vilborg Ása Dýradóttir
Þórdís Erla Zoega