Síðasta ástin fyrir pólskiptin

sunnudagur, febrúar 27, 2005
You guys make me ink

Í dag ætla ég bara að tala í stuttum setningum. Ég á vin sem heitir Hlynur. Alltaf þegar hann segir sögur eru þær bara ein setning. Dæmi:

1) Einu sinni ætlaði ég að kaupa jógúrt og það var bara ein eftir.
2) Ég þekki stelpu sem á afmæli í maí og hún var að fá bíl.

Á morgun á ég afmæli. Þá verð ég 17 ára. 28.febrúar. Þegar ég var lítil fannst mér 12 ára vera gamalt. Í kvöld er fjölskylduafmælisboð heima. Ef systkini mín standa sig vel í að smána sig þá blogga ég um það næst.

Í dag er ég með hálsbólgu og kvef. Líka hita. Það er þess vegna sem ég vil bara blogga stuttar setningar. Langar setningar eru of erfiðar. Mér er líka illt í hjánum. Þegar ég var lítil hélt ég að beinverkir væru verkir í beininu. Núna veit ég betur.

Í síðustu viku fór ég á árshátið MH. Þá voru lagningadagar. Þeir voru skemmtilegir þó að ég hafi misst af stærðfræðimyndinni hjá ÞEI. Mamma mín sveik mig ekki heldur kom með spurninguna. "Jæja Diljá. Bauð þér einhver upp á ballinu?".
Það sem gerðist:
Ari hrundi í það.
Jón reyndi við allt og var laminn af stelpu. Ekki samt stelpu sem hann reyndi við.
Katrín lét sig hverfa snemma.
Elín tók boogie boogie.
Sól og Kristín sofnuðu í fatahenginu.
Ásrún sveik mig í leigubíl.
Þórdís var að sleikja andlitið á einhverjum síðhærðum strák.
Berglind kom of seint og gleymdi miðanum sínum en komst samt inn. Það kom ekki í DV.
Snorri fékk hálsbólgu.
Guðrún Stella reyndi við alla rauðhærða.
Fróði fann sér einhvern varnarlausan kjána til að kyssa.


Þessar stelpur eru gott dæmi um það að vel er hægt að skemmta sér án áfengis.

Núna er mér orðið heitt í augunum svo ég ætla að hætta og fara að snýta mér.
Á morgun á ég afmæli.

Everly Brothers - Let it be me. Bílaauglýsing.


Diljá og Melkorka gesprochen an 15:26

♣♣♣♣

miðvikudagur, febrúar 16, 2005
Yummy yummy yummy I've got love in my tummy

Eðlisfræðikennari: Þannig að ást er lítið annað en efnaferli. Í rauninni er þetta ekki flókin spurning. Hvað er ást?
Ég: What is love, baby don't hurt me.
Eðlifræðikennari: Hvað segir þú þarna aftast?

---

Á síðustu önn skrifaði ég reglulega í Kennarabrandarabókina. Hún var aftast í stílabókinni minni og þangað fóru arfaslakir brandarar sem kennarar komu með. Ég reyndar gleymdi henni oft en hún inniheldur þó nokkur gullkorn svo ég ætla að opinbera einhver af þeim.

Fyrst þarf þó að taka fram að stærðfræðikennarinn minn, ÞEI, var þannig að maður vissi alltaf að hann var að segja brandara þegar hann glotti. Það var heldur ekkert venjulegt glott, það var svona creepy teiknimyndaglott. Þeir sem hann hefur kennt ættu að kannast við það.

ÞEI: Gengur ekki bara eins og í sögu?
Allir: Jújú, eins og í sögu.
ÞEI: Ekki lygasögu samt! Ahahahahaha.

ÞEI: Eruð þið búin með prósentudæmi?
Allir: Nei, en þetta er á góðri leið.
ÞEI: Já, á hraða snigilsins þá. Hehehehe.

EVA: Breakfast club in the corner, please be quite.
Allir: .....
EVA: You know, like the movie.

PAM: Þessi hrýtur nú svo hátt að ég ætti kannski bara að láta hann kenna, ehehehehe.

ÞEI: Hafið þið einhverntímann komið í fuglabjarg?
Allir: Ehm...
ÞEI: Nei þið þurfið þess ekki, það er bara eins og hérna! *glott*

ÞEI: Jæja Fróði, þú ert ekkert sérstaklega fróður núna.
Fróði: ...

ÞEI: Heyrðu Fróði, þú verður nú að standa undir nafni.
Fróði: ...

---

Rosalega hlýtur að vera gaman að vera kennari.

Tónlist:
Elton John - Don't go breaking my heart, tileinkað Singstar systkinum mínum


Diljá og Melkorka gesprochen an 21:35

♣♣♣♣

mánudagur, febrúar 14, 2005
I'm loving angels instead

Valentínusardagur er örugglega asnalegasti og tilgangslausasti dagur heims. Úúú, heimurinn er allur ástfanginn, höldum dag til að halda upp á ástina. Af hverju ættu elskendur frekar að kaupa súkkulaði og skartgripi handa elskunni sinni 14.febrúar en aðra daga? Ástsjúku aumingjar sem ég hata. Nei, þetta var ekki fallegt. Ég elska fólk sem er ástfangið. Það er svo elskulegt.

Bloggið mitt er hæfilega ritskoðað svo ég ætla ekki að fara ofan í smáatriðin úr stórfélagsferðinni sem ég fór í á föstudaginn en hún var frábær++. Stærðfræðimál. Ég var ekki jafn mikið í því að fara á kynnast-einhverjum-nýjum rúntinn heldur hélt mig bara við þá sem ég þekkti eitthvað fyrir. Samúð fá Úlfur og Zakki fyrir að missa af allri ferðinni. Og Daði Snær fyrir margt annað. Skammir fær Mist fyrir að tala þegar mig langaði að fara að sofa og ónefndur maður fyrir að segja mér sömu söguna 30 sinnum. Án gríns.

Ég nenni ekki að skrifa neitt, vil frekar hlusta á nýja Scissor Sisters diskinn minn.

Tónlist:
Herman Hermits - I can take or leave your loving


Diljá og Melkorka gesprochen an 14:28

♣♣♣♣

fimmtudagur, febrúar 10, 2005
Eh, hello! Titanic was a movie, what happened to Genevieve is REAL!

Ég heiti Diljá. Ég er að verða 17 ára eftir 18 daga. Ég er rúmum 10 árum á eftir í þroska, húmorslega séð. Mér finnst kúkur og piss ennþá fyndið.

Þegar maður var lítill var talað um kúk og piss húmor sem leikskólahúmor sem allir vaxa upp úr. Það er samt eitthvað við kúk og piss sem er rosalega fyndið. Kúkurkúkurkúkurkúkurkúkur. Ég skal veðja að einhver fór að flissa núna, allaveganna Sól og Þórdís. Piss er ekki jafn fyndið, það þarf að vanda sig til þess að gera góða pissubrandara. Það er t.d. ekkert fyndið við það að tala við einhvern í síma á meðan manneskjan er að pissa, það hefur oft komið fyrir. Ef manneskjan er að kúka hins vegar, þá er það orðið fyndið.

Ég samt skil ekki hvað varð um suman húmor. Ég var í félagsfræðitíma um daginn. Kennarinn minn byrjaði að tala um æxlun og taumhald á kynlífi og ég var sú eina í stofunni sem flissaði. Ég bara get ekki skilið þetta. Ef kennari segir getnaður, eðlast, kynlíf, mök, samlífi eða æxlun þá ER það fyndið. Hvenær hætti þetta að vera fyndið? Ég trúi því ekki að ég sé sú eina sem er ennþá að hlæja að þessu.

Annað sem er líka fyndið eru kynfæri. Það er fyndið að segja typpi. Ég og Melkorka fundum eitt sumarið rúmlega 60 orð yfir typpi. Það var frábær skemmtun. Ég veit samt allaveganna að ég er ekki alveg ein um að finnast typpi fyndið. Brot úr msn-samtölum við Snorra:

[17:51:55] Snorri: vissuru að typpi rímar næstum við stykki*-)

[00:11:40] Snorri Dear: hæbbsí
[00:11:45] Snorri Dear: typpahaus

[00:56:35] Snorri Dear: haha dong haha dong þúst typpi!!

[00:59:11] Snorri Dear: ..kannski er typpahaus ekker tþað slæmt
nafn..*-)

[02:50:23] Snorri Dear: typpi

[19:10:21] Snorri Dear: TYPPAGRAUTUR!!
[19:10:23] Snorri Dear: umm

[19:27:38] Snorri Eldjá: hei hlynur er víst ekki einn heima:P penis of
a man he is yes..

Annað dæmi um barnalegan húmor. Ég var að passa litlu frænku mína, 3 og hálfs árs, og ákvað að reyna að sleppa við að fara í mömmó með því að setja vídjóspólu í tækið. Hún heimtaði Lilo & Stitch : 2 svo við horfðum á það. 13 ára aldursmunurinn skipti nákvæmlega engu máli, við skellihlógum báðar í sömu atriðunum sem voru allt þessi atriði stíluðu inn á 3 ára húmorinn, t.d. einhver hamrar á puttann á sér eða dettur í sjóinn.

Samt langar mig eiginlega ekki í fágaðan, hnitmiðaðan, beittan húmor sem ég get verið stolt af. Ég vil ekki vera manneskjan sem finnst fjölmiðlafrumvarpinu rosalega fyndið en er of kúl til að hlæja að pissi og kynlífi. Nei, þá væri ekki gaman.

Móment:

Elín: "Stelpur, er sítróna ávöxtur?"
Sól: "Oh, Elín! Þú hefur spurt mig að þessu áður."

Lag:

Ohio Express - Yummy Yummy Yummy


Diljá og Melkorka gesprochen an 23:45

♣♣♣♣

sunnudagur, febrúar 06, 2005
Stifmeister's palace of love... uh... straight love

Ég er svo fegin. Á hverri nóttu klukkan 12:04 pípir eitthvað. Bara einu sinni og svo ekkert meira. Ég hef legið vakandi stundum og beðið eftir að þetta kæmi til að reyna að komast að því hvað þetta væri. Stundum hef ég sofnað með hendurnar fyrir eyrunum því ég er svo hrædd við pípið. Það var fyrst núna fyrir 3 mínútum sem ég komst að því að þetta er iPodinn minn. Ég hef samt aldrei stillt hann. Góð saga.

Er það 'nú er úti veður vott' eða 'nú er úti veður vont'? Ég ætlaði að byrja að syngja þetta lag í kvöld þegar ég leit út um gluggann en kunni ekki textann. Vandræðalegt. Ég vildi að ég gæti komið með einhverja góðar sögur frá deginum og sýnt öllum hvað líf mitt er áhugavert en í rauninni er þessi dagur einn sá hægasti sem ég hef lifað. Vaknaði klukkan hálf 2, borðaði morgunmat og fór svo aftur að sofa klukkan 4. Það er ekki hægt að reyna að gera eitthvað áhugavert úr því. Ég man ekki einu sinni hvað mig dreymdi.

Annars er ég hætt að vera kaldhæðin yfir internetið. Það virkar aldrei. Dæmi:

[16:40:51] Lonely Range: ætlarðu til möggu í kvöld?
[16:41:44] druslufugl.b: oh nei, ég hata möggu
[16:41:59] Lonely Range: ha af hverju???
[16:42:15] druslufugl.b: nei bara hún er svo leiðinleg
[16:42:09] Lonely Range: ætlarðu semsagt ekki að fara eða?
[16:42:56] druslufugl.b: nei vá, frekar myndi ég deyja!
[16:45:12] Lonely Range: kaldhæðni?
[16:45:55] druslufugl.b: já

Ég styð þann sem sagði að það ætti að vera sérstaklega merkt ef maður væri að vera kaldhæðinn. Það myndi gera allt miklu auðveldara.

Talandi um kaldhæðni (örlaganna?). Einu sinni fannst mér mikilvægt að vera með góðan tónlistarsmekk og hefði aldrei einu sinni hugsað um að hlusta á sumt af því sem ég hlusta á núna með góðri samvisku. Þess vegna hló ég upphátt að sjálfri mér þegar ég sá að Dragostea Din Tei er í 8.sæti á Top 25 Most Played í iPodnum mínum. Þetta hefði ég ekki fyrirgefið sjálfri mér fyrir svona hálfu ári. Í tilefni af því ætla ég að opinbera Top 25 Most Played og afbrigðilega tónlistarsmekkinn minn þar með. Oj hvað ég tala formlega. Ég verð að hætta.

  1. The Killers - Somebody Told me
  2. Scissor Sisters - Can't come quickly
  3. Phil Collins - Against All Odds
  4. Rufus Wainwright - Halleljuah
  5. Joni Mitchell - A Case Of You
  6. Tony Orlando & Dawn - Tie A Yellow Ribbon
  7. Beach Boys - Why Do Fools Fall In Love
  8. O-Zone - Dragostea Din Tei
  9. Sixpence None Richer - Kiss me
  10. Bellamy Brothers - If I Said You Had A Beautiful Body
  11. Billy Joel - For The Longest Time
  12. The Cure - A Night Like This
  13. Outkast - Spread
  14. Brunaliðið - Ástarsorg
  15. Hootie & The Blowfish - I Only Wanna Be With You
  16. The Killers - Mr.Brightside
  17. Kraftwerk - Popcorn
  18. Patti Smith - Because The Night
  19. Brimkló - Sagan Af Nínu Og Geira
  20. Leningrad Cowboys - Chasing The Light
  21. Bic Runga - Sway
  22. Harold Faltermeyer - Axel F
  23. Ace Of Base - It's A Beautiful Life
  24. Air - Cherry Blossom Girl
  25. Black-Eyed Peas - Let's Get Retarded
Annars er orðið á götunni að það væri að koma í tísku að vera asnalegur.


Diljá og Melkorka gesprochen an 23:34

♣♣♣♣

miðvikudagur, febrúar 02, 2005
Finch, fist yourself

Ég ætlaði reyndar ekkert að skrifa meira um vinnuna en ég verð að nefna tvo tíu ára strákana sem komu í dag:

Strákur 1: Hæ!
Ég: Hæhæ.
Strákur 2: Er þetta gott?
Ég: Já, ég myndi segja það.
Strákur 1: Mmm, GOTT!!!
Ég: Já, finnst þér ekki?
Strákur 2: Hvað er mikið sykurmagn í þessu?
Strákur 1: Þú hefur tíu sekúndur til að svara!
Ég: Ekki neitt, það er enginn sykur í þessu. Tíu sekúndur búnar?
Strákur 1: Nei, þú náðir þessu.
Ég: Frábært!
Strákur 2: Pabbi hans á Nóatún.
Strákur 1: Pabbi minn sko.
Ég: Jahá.
Strákur 2: Má ég fá meira?
Strákur 1: Ég líka?
Ég: Já endilega.
Strákur 1: Nammi, þetta er rosalega gott.
Strákur 2: Bless bless, Guð geymi þig!
Ég: Takk, sömuleiðis.

Það er samt ekki hægt alveg að lýsa því hvað þetta var gott samtal, you had to be there. Ég vildi að ég hefði getað tekið þá heim, mig langaði að eiga þá. Annars lítið. Jú, í dag kom ég inná klósettið upp í skóla og það var góð lykt þar. Það var mjög skrýtið því að oftast er einhver súr klósettlykt þar sem ég fyrirlít að anda inn en í dag var eitthvað breytt. Ef þetta heldur áfram ætla ég að fara að fara oftar á klósettið.

Í nótt vaknaði ég og var rosalega þreytt. Ákvað samt að drífa mig á fætur til þess að ná að fá mér morgunmat áður en ég færi í skólann svo ég hoppaði (bókstaflega reyndar) fram úr rúminu, fór í náttsloppinn minn (já, ég á svoleiðis) og inniskóna og opnaði hurðina fram. Þá fyrst fór ég að hugsa um að vekjaraklukkan mín hefði ekkert hringt og ákvað að kíkja hvort hún væri nokkuð biluð. Þá var klukkan að verða hálf-fjögur. Ég hef sjaldan verið jafn ill út í sjálfa mig. Fór samt á klósettið fyrst ég var komin á fætur og rakst á leiðinni á árásargjarna köttinn minn sem er ástæðan fyrir því að ég er alltaf útklóruð allsstaðar. Hann er líka óður í bera leggi og stökk á mig og beit mig í kálfann. Það bætti ekki skapið svo ég fór hundfúl að sofa klukkan hálf-fjögur. Á meðan voruð þið öll örugglega sofandi. Heppin.

Jæja, ég er uppiskroppa með sögur. Ef ég myndi nenna út í þetta ógeðslega veður myndi ég rölta út í 10-11 og kaupa mér gult síríus súkkulaði og kók og kirsuberjahlaup. En ég nenni því ekki.
Í staðinn ætla ég að koma með annað klósettburstadæmi um það að enginn skilur húmorinn minn. Allavega ekki mamma mín.

Mamma: *bendir á nokkur glös og einn disk við hliðina á tölvunni* Hva, ertu að safna leirtaui, Diljá?
Ég: Já einmitt, ekki taka þetta.
Mamma: *teygir sig í áttina að glösunum*
Ég: NEI! Ekki taka þetta, ég sagðist vera að safna!
Mamma: Já en, Diljá mín, hvað ætlarðu að gera við þrjú glös og disk?
Ég: Nei, ég var að grínast, þú mátt alveg taka þetta.



Diljá og Melkorka gesprochen an 19:31

♣♣♣♣

{ Búið&Gert }

ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005


{ Er að }

lesa; Frú Pigalopp og jólapósturinn
hlusta á: Simon & Garfunkel - America
elska: snjó
hata: ekki snjó
láta mig langa í: hvít jól
forðast: að falla í Lan103


{ Links 2 3 4 }

Arnar Pétursson
Ásrún Magnúsdóttir
Berglind Pétursdóttir
Dagný Ósk Björnsdóttir
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Dr.Sindri Sverrisson
Elías Þórsson
Elín Margrét Rafnsdóttir
Elísabet Anna
Finnur Kári
Fróði Frímann
Gró Einarsdóttir
Halla Þórlaug
Hildur Rudolfsdóttir
Hlynur Ólafsson
Inga Auðbjörg
Íris Saara Karlsdóttir
Jana Maren
Jóhanna Margrét
Jóhannes Rokk
Jón Helgi Hólmgeirsson
Jón Kristján Kristinsson
Júlíana Sól
Katrín Björgvinsdóttir
Katrín Lilja Ólafsdóttir
Melkorka Rut
Mist Hálfdanardóttir
Olga Margrét Cilia
Salóme Rannveig
Sólveig Ragna Jónsdóttir
Stefanía Bjarney
Sunna Þórsdóttir
Tumi Karlsson
Úlfur Artí
Vala Ósk Gylfadóttir
Vilborg Ása Dýradóttir
Þórdís Erla Zoega