Síðasta ástin fyrir pólskiptin

mánudagur, ágúst 22, 2005

Heyjó

Ok, ég hef ekki bloggað lengi og Berglind breytti línknum mínum frá 'Diljá æðislega og skemmtilega' í 'Diljá lélega'. Það er eiginlega of slæmt til að vera satt svo ég ætla að byrja aftur svo ég sé ekki léleg. Blogg er nefninlega komið í tísku aftur, allaveganna samkvæmt http://www.folk.is/stelpu-problem og ég vil ekki verða eftir á. Annars er kannski tilgangslaust að byrja aftur því ég verð aldrei jafn góð og http://www.folk.is/hotty_girl, allaveganna ekki eftir síðustu færsluna hennar.

En ahh önnur ástæða fyrir því að ég byrjaði aftur var að ég varð að skrifa um hvað ég þoli ekki Angelinu Jolie. Ég hef nefnt þetta við nokkra og fæ engan skilning. Halló, Angelina, ein leiðinleg að byrja með Brad Pitt. Hann er nýskilinn við Jennifer Aniston og kemur þú og bara bang, ferð með honum og krökkunum í 'fjölskylduferð' til Eþíópíu og annað á meðan greyið Jennifer er framan á öllum slúðurblöðum með fyrirsögnina 'The truth about Jen's broken heart.' Ekki nóg með það heldur kemur svo nýja besta vinkona Parísar Hilton (hmm, fallbeyging) Kimberly Stewart og segir opinberlega að Jennifer sé svo ljót. Ég segi bara aumingja Jennifer og Angelina, ef þú millilendir einhverntímann á Íslandi skaltu bara passa þig.
Og í tilefni dagsins:

Hver er ljót núna, Kimberly Stewart?

Annars er skólinn byrjaður og þar af leiðandi er sumarið nokkurn veginn búið. Í vor var mikið um yfirlýsingar eins og:

"Vá, þetta sumar verður GEEEÐVEEEIKT!"
"Ég held að þetta verði besta sumarið hingað til"
"Ég get ekki beðið eftir sumrinu, það verður frábært"

Ugh, rangt. Ég hef komist að því að sumarið er algjörlega ofmetið.Ég fór til Barcelona í 12 daga, það var gaman, síðan vann ég í 9 vikur sem var eins og skólinn nema leiðinlegra, síðan fékk ég frí í tvær vikur þar sem ég gerði ekkert allan tímann því að vinir mínir voru allir að vinna og veðrið var ekkert spes. Og samt átti ég nokkuð gott sumar miðað við aðra sem unnu allt sumarið í Hagkaup á ömurlegum launum.

Af hverju veturinn er skemmtilegri en sumarið:

  • Bíómyndir eins og Lord of the rings og Harry Potter eru frumsýndar á veturna (þetta verður að fara í efsta sætið)
  • Á veturna vinnur maður ekki í 19 tíma í einu, jafnvel þó að Duran-Duran séu á staðnum
  • Ég get opnað gluggann fyrir ofan rúmið mitt án þess að það komi kónguló inn
  • Það eru engir geitungar á veturna
  • Jólin
  • Maður þarf ekki að breiða yfir haus um helgar til að getað sofið út, það er dimmt hvort eð er
  • Snjór
Og til að endanlega sanna hvað sumarið er ömurlegt en veturinn er frábær:






Diljá og Melkorka gesprochen an 19:26

♣♣♣♣

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Á mánudaginn ætla ég að blogga aftur, 4-real


Diljá og Melkorka gesprochen an 23:02

♣♣♣♣

{ Búið&Gert }

ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005


{ Er að }

lesa; Frú Pigalopp og jólapósturinn
hlusta á: Simon & Garfunkel - America
elska: snjó
hata: ekki snjó
láta mig langa í: hvít jól
forðast: að falla í Lan103


{ Links 2 3 4 }

Arnar Pétursson
Ásrún Magnúsdóttir
Berglind Pétursdóttir
Dagný Ósk Björnsdóttir
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Dr.Sindri Sverrisson
Elías Þórsson
Elín Margrét Rafnsdóttir
Elísabet Anna
Finnur Kári
Fróði Frímann
Gró Einarsdóttir
Halla Þórlaug
Hildur Rudolfsdóttir
Hlynur Ólafsson
Inga Auðbjörg
Íris Saara Karlsdóttir
Jana Maren
Jóhanna Margrét
Jóhannes Rokk
Jón Helgi Hólmgeirsson
Jón Kristján Kristinsson
Júlíana Sól
Katrín Björgvinsdóttir
Katrín Lilja Ólafsdóttir
Melkorka Rut
Mist Hálfdanardóttir
Olga Margrét Cilia
Salóme Rannveig
Sólveig Ragna Jónsdóttir
Stefanía Bjarney
Sunna Þórsdóttir
Tumi Karlsson
Úlfur Artí
Vala Ósk Gylfadóttir
Vilborg Ása Dýradóttir
Þórdís Erla Zoega