Síðasta ástin fyrir pólskiptin

miðvikudagur, september 21, 2005

Heyjó, ég hef ekkert getað bloggað því að tölvan mín bilaði = líf mitt er bilað. Samt í alvörunni, það er frekar ömurlegt þegar maður hugsar um það en mér er búið að líða mjög illa andlega síðan hún bilaði og farið snemma að sofa bara því að ég hef ekkert annað að gera. Ugh.

GMG, ég hitti skemmtilega stráka á Subway um daginn:

Gaur í leðurjakka: Já og svo voru það bara tútturnar hennar og tútturnar hennar sko og hann vill sko bara tútturnar hennar og er bara með henni þess vegna hahahaha. Oh, ég væri sko til í tútturnar hennar hahaha. Ohhh, hann er svo mikill horny bastard sko horny bastard sko horny horny hahaha.
Lítill skater: Já ok, já. Já.
GÍL: Haha já þú sko, þú ert það, þú sko, þú, horny bastard hahaha, horny bastard.
LS: Já... ehm... hehe.
GÍL: Jaaáá... HEY, hvernig heldurðu að það væri að setja salt á kónginn?
LS: Ugh, ég vil ekki einu sinni hugsa um það.
GÍL: Hahahaha, en hey, hvernig heldurðu að það væri að setja brennisteinssýru á kónginn. Nei, dýfa kónginum ofan í brennisteinssýru!!!!???
LS: Oj barasta, þá held ég að það sé bara best að skera typpið af sér.
GÍL: JÁ! Og stinga því í rassinn á sér, hahahaha.

Mmm, mig langar að hanga með þessu gaurum.

Blessó



Diljá og Melkorka gesprochen an 11:19

♣♣♣♣

mánudagur, september 05, 2005

Heyjó

Það sem er búið að gerast síðan fyrir tveim vikum (úpps)

1. Ég sá forsetann í bíó og hann fékk sér Coca-Cola Light. Dorrit var ekki með, örugglega heima að telja demanta.
2. Ég varð veik og hugsaði í tvo daga um það hvað ég ætti bágt en svo varð allt í lagi.
3. Þórdís rakaði á sér fæturna.
4. O.C. byrjaði en ég sá ekki fyrsta þáttinn svo núna er ég útskúfuð.

Ég fór líka á Franz Ferdinand á föstudaginn eins og Óðinn og kærastan hans sem eru með mér í þýsku. Þegar við komum voru þeir reyndar búnir að spila eitt, tvö lög en við létum það ekki á okkur fá. Eftir 50 mínútur hættu þeir hins vegar og ég var mjög vonsvikin. Þeir komu þó aftur eftir 15 mínútna uppklapp og spiluðu þrjú lög. Samt. Beach Boys eru 100 ára og þeir spiluðu í örugglega tvo tíma. Svona er unga fólkið nú til dags.
En hverjum er ekki sama um tónleikana, það var eftir þá sem ballið byrjaði. Ég fékk slæmt karma fyrir að vera ekki búin að taka bílprófið og komst ekki heim. Elín Margrét Rafnsdóttir stakk þá af með kærastanum og skildi mig og Sól eftir uppi í Hafnarfirði. Mér leið þá einhvernveginn svona :

Sérstaklega þegar ég var búin að finna far fyrir okkur heim en það gekk ekki útaf dularfyllri fortíð Sólar. Þetta endaði reyndar með því að við tókum leigubíl heim sem kostaði 2500 kjeell en það var í lagi því ég þurfti ekki að borga hann. Hins vegar var leigubílsstjórinn okkar greinilega að stunda einhver vafasöm viðskipti í vinnunni því að hann fékk símtal frá öðrum bílstjóra sem hljómaði einhvernveginn svona:

Okkar leigubílstjóri: Halló.
Hinn: Já sæll félagi.
Okkar leigubílstjóri: Sæll.
Hinn: Hvað segirðu, ertu nokkuð í Hafnarfirði.
Okkar leigubílstjóri: Jújú, er að koma þaðan.
Hinn: Aha já ég ætlaði að segj...
Okkar leigubílstjóri: Já heyrðu Svenni, ég er með farþega í bílnum. Þú skilur.
Hinn: Ahhh, já akkúrat. Blessaður.
Við: Hvað, var þetta eitthvað trúnaðarmál?
Okkar leigubílstjóri: Ef ég segði ykkur það myndi ég þurfa að drepa ykkur.

Þannig að við vorum heppnar að halda lífi. En núna kallar lærdómurinn, þetta er nefninlega víst það nýjasta í tískunni, að vera duglegur að læra heima og vera skipulagður. Eins og ég. Takið mig sem fyrirmynd, krakkar.

Ég ætla að tileinka þetta blogg Katrínu sem gat staðið í lappirnar alla Franz Ferdinand tónleikana. Dugleg.

Lítil börn eru sæt:

Samt ekki öll:




Diljá og Melkorka gesprochen an 13:41

♣♣♣♣

{ Búið&Gert }

ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005


{ Er að }

lesa; Frú Pigalopp og jólapósturinn
hlusta á: Simon & Garfunkel - America
elska: snjó
hata: ekki snjó
láta mig langa í: hvít jól
forðast: að falla í Lan103


{ Links 2 3 4 }

Arnar Pétursson
Ásrún Magnúsdóttir
Berglind Pétursdóttir
Dagný Ósk Björnsdóttir
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Dr.Sindri Sverrisson
Elías Þórsson
Elín Margrét Rafnsdóttir
Elísabet Anna
Finnur Kári
Fróði Frímann
Gró Einarsdóttir
Halla Þórlaug
Hildur Rudolfsdóttir
Hlynur Ólafsson
Inga Auðbjörg
Íris Saara Karlsdóttir
Jana Maren
Jóhanna Margrét
Jóhannes Rokk
Jón Helgi Hólmgeirsson
Jón Kristján Kristinsson
Júlíana Sól
Katrín Björgvinsdóttir
Katrín Lilja Ólafsdóttir
Melkorka Rut
Mist Hálfdanardóttir
Olga Margrét Cilia
Salóme Rannveig
Sólveig Ragna Jónsdóttir
Stefanía Bjarney
Sunna Þórsdóttir
Tumi Karlsson
Úlfur Artí
Vala Ósk Gylfadóttir
Vilborg Ása Dýradóttir
Þórdís Erla Zoega