Síðasta ástin fyrir pólskiptin

föstudagur, desember 31, 2004

Vá, núna er alveg meira en vika síðan ég bloggaði síðast. Ég sem ætlaði að vera svo iðin við að blogga vel. Eftir sólarhring verður komið 2005. Það er svo skrýtið. Þegar ég var mikið minni hugsaði ég oft til þess að árið 2000 væri ég orðin 12 ára og fannst það rosalega gamalt og hlakkaði mikið til. 17 ára, þá var ég bara orðin fullorðin. Auðvitað breytist þetta svo, mér finnst ég eiga mjög langt í land með að verða fullorðin og sé ekki alveg hvernig ég á að spjara mig heilt ár í útlöndum á næsta ári án pabba og mömmu. Er samt eiginlega strax farin að kvíða fyrir þessu sólarhringslanga flugi, flug er eitt það hræðilegasta sem ég geri, panic attack panic attack (ég reyndi að finna íslenska orðið en fann ekki... nema það sé taugaáfall).

Var á leikritinu Martröð á jólanótt áðan sem LFMH setur upp í ár. Það var alveg frábært, ég skemmti mér frábærlega og allir stóðu sig stórkostlega, sérstaklega Jón Kristján. Hann er nefninlega með svona topp 10 lista á blogginu sínu.... eða ég meina, hann er nefninlega svo stórkostlegur strákur (maður?). Á leiðinni heim með Snorra, Jóni, Fróða og Ara rifjuðum við upp gamalt 'feis' sem var notað þegar við vorum lítil. Það er svona:

A: Þú ert bara ljótur kúkur!
B: Eh, sá sem segir það er það.

Þetta er svo geðveikt feis. Hvað geturðu sagt eiginlega? Þetta er bara staðhæfing, það er ekkert bara hægt að segja nei, sá sem segir það er það ekki. Það er búið að feisa mann og maður getur ekkert gert. Annað gott leikskólafeis:

A: Er eitthvað að þér?
B: Bara það sama og er að þér.

Einu sinni var ég A (eða reyndar oft, ég var frekar illur krakki) og fékk þetta á mig. Vá, ég gat ekki sagt neitt. Ég var svona átta ára og ég varð kjaftstopp í örugglega fyrsta skiptip í 8 ár. Mér datt ekkert í hug að segja á móti, stamaði bara eitthvað og labbaði svo í burtu. Ég man þetta ennþá svo vel og hvað ég reyndi ótrúlega mikið að hugsa upp gott comeback þegar ég kom heim en fann ekkert. Reyndar er ég ennþá að reyna að finna eitthvað rosalegt comeback en það bara er ekki til. Allaveganna finn ég það ekki. Loka leikskólafeisið:

A: Ég er fyrst.
B: Nei, ég vil vera fyrst.
A: Nei, ég.
B: Nei, ég. Punktur og basta, bannað að breyta að eilífu.

Ég er með svo mikið sem ég gæti bloggað um en samkvæmt Jóni Ben er langt = leiðinlegt.

Jón Ben says:
stutt og lesanlegt er málið

Svo ég ætla bara að punkta niður allt það sem ég gæti skrifað langan texta um.

  • Ég framkvæmdi skurðaðgerð á sjálfri mér um daginn, með nál, sótthreinsivökva, bómull, kveikjara og flísatöng
  • Stundum fæ ég rosalega góðar hugmyndir seint á kvöldin (eins og núna, sem er í rauninni nótt) eða í draumi. Svo þegar ég vakna morguninn eftir eru þessar hugmyndir ömurlegar og verst er þegar ég er búin að framkvæma þær kvöldið áður þegar þær voru ennþá sniðugar.
  • Ég elska snjónætur. Svona nætur þegar snjóar svona snjó sem heyrist ekkert í þegar hann fellur en allt verður miklu bjartara úti og maður getur setið við gluggann og horft á hann endalaust eða opnað þakgluggann og látið snjóa á sig. Allaveganna ég.
  • Það kemur þó nokkuð oft fyrir að ég enda ein í hópi þar sem bara eru strákar. Einu sinni fannst mér það asnalegt og fannst ég hljóta að vera rosaleg strákastelpa. Núna er mér alveg sama. Strákavinir eru alveg eins og stelpuvinir nema þeir tala minna um kærasta og eitthvað alvarlegt og slúðra miklu minna.
  • Stundum eru strákar sem hanga mikið með stelpuvinum sínum sagðir vera stelpustrákar. Það er svo asnalegt, ég held að strákar sem hanga mikið með stelpuvinum sínum læri bara meira á stelpur og það er frekar gott mál.
Ég kem með einhverja djúsí topp 5 lista seinna, það er víst bloggtískan núna þegar nýja árið kemur. Sá sem sagði að bloggið væri dautt hafði rangt fyrir sér.

Tónlist:

Brennið þið vitar
The Cure- Pictures of you
Ókind - Jólakötturinn
Eva Cassidy - Songbird


Diljá og Melkorka gesprochen an 02:28

♣♣♣♣

fimmtudagur, desember 23, 2004

Ég var næstum því búin að gleyma. Ég hef ekki efni á að setja það í útvarpið plús að fáir hlusta á jólakveðjurnar á Rás 2, nema ég auðvitað.

Jólakveðjur frá Suðurgötu 8, Reykjavík.
Sendi vinum, vandamönnum og öðrum lesendum, nær og fjær, hugheilar óskir um gleðileg jól og hamingju á komandi ári. Þakka veittan stuðning og samveru á árinu sem er að líða. Guð geymi ykkur.
Diljá Rudolfsdóttir.


Diljá og Melkorka gesprochen an 19:53

♣♣♣♣

Í dag er Þorláksmessa, það finnst mér gaman. Fyrir utan aðfangadag og 28.febrúar er Þorláksmessa uppáhaldsdagurinn minn á árinu. Þá eru allir í góðu skapi og maður hittir fullt af skemmtilegu fólki. Skötulyktin er líka frábær, nammi namm. Ekki vegna þess að mér finnist skata eitthvað sælgæti heldur finnst mér stemmningin frábær. Ég fór einmitt í skötuboð til Jónasar Margeirs, vinar míns, í hádeginu í dag og þótt að lyktin væri hræðileg þá var stemmningin mögnuð. Ég ákvað að fá mér ekki skötubita heldur fara frekar í skötustöppuna og stappaði stöppuna (nei vá...) saman við slatta af kartöflum og þá var þetta alveg þolanlegt. Best var samt að horfa á Jónas næstum því æla af viðbjóði en reyna samt að halda kúlinu. Jólin eru skemmtileg. Við fórum að ræða um hvernig þetta komi útlendingum eiginlega fyrir sjónir. "You see, every year, before christmas, everyone in Iceland eats this disgusting rotten fish. No one likes the smell of it and everyone hates the taste of it but still we all eat it. It's the christmas spirit."

Það eru allir með hefðir um jólin. Mín hefð, mín persónuleg hefð þ.e.a.s., er að fara alltaf í A Bugs Life tölvuleikinn á Þorláksmessu og hlusta á útvarpið á meðan. Þetta hljómar asnalega en þetta er mitt thing. Í ár ætlaði ég að setja diskinn í en hvað gerist? Elsku Bugs Life diskurinn minn var bilaður. Ég fór næstum því að gráta.


Diljá og Melkorka gesprochen an 17:25

♣♣♣♣

mánudagur, desember 20, 2004

Ég er svo hamingjusöm yfir að vera í jólafríi að mér er frekar sama þó að ég sé bara búin að kaupa tvær jólagjafir og viti ekkert hvað ég eigi að gefa hinum.
Stundum hugsa ég um það hvernig það væri ef ég væri ekki jafn rosalega skemmtilegur og hressandi bloggari og ég auðvitað er. Þá væri þessi færsla svona:

Í gær fór ég á Laugaveginn með Þórdísi og Melkorku og ætlaði að kaupa jólagjafir. Fann ekkert nema eina handa pabba og mömmu en ég keypti hana ekki strax. Fór svo heim og borðaði lambalæri og Melkorka borðaði með okkur en Þórdís var búin að borða hjá frænku sinni svo hún var bara í kapal í tölvunni uppi. Eftir að við vorum búnar að borða fórum við í 115 upp í Kringlu og þar keypti ég þessa gjöf handa pabba og mömmu. Síðan keyptum við okkur nammi í Hagkaup og misstum svo af sexunni sem við ætluðum að taka heim svo við þurftum að bíða í hálftíma. Síðan fór ég í tölvuna og svo að sofa.

Ég myndi ekki einu sinni nenna að skrifa þetta, hvað þá lesa það. Búin að fá einkunnirnar mínar, fékk ekkert undir 8 svo að ég er mjög sátt. Sérstaklega af því að mamma mín er búin að vera mikið í því að segja mér að á einkununum sjáum við hvort mér hafi tekist að samræma námið og félagslífið. Mamma rokk.

Það er eitt sem fær mig alltaf til að líða kjánalega. Ég er með sjálfa mig inni á contact listanum mínum á msn (já og ég er ekki sú eina) og stundum þegar ég er með msn gluggann opinn klikka ég á sjálfa mig. Það er reyndar ekkert svo kjánalegt en þegar ég geri þetta þá kemur upp warning gluggi sem stendur í "You cannot send an instant message to yourself!". Þó að þetta sé bara tölvan að koma þessu til mín þá finnst mér ég alltaf vera fífl þegar þetta gerist, og já það hefur gerst oftar en einu sinni. Það kemur sama tilfinningin og þegar er verið að skamma mann fyrir eitthvað. Það er ekkert "We are sorry but you are not able to send an instant message to your own e-mail address" heldur bara "Þú getur ekki sent skilaboð til sjálfs þíns (þroskahefta fíflið þitt)". Obbosí.

Þegar ég var svona átta ára hlustaði ég oft á lag sem hét "Það stendur ekki á mér". Það var með Bjarna Ara eða einhverjum álíka. Um daginn heyrði ég þetta lag aftur og ég skil ekki hvernig einhver gat látið átta ára barnið sitt hlusta á þetta lag. Textabrot: "Það stendur ekki á mér" (augljóslega), "ég skal ekki koma fljótt", "ég vil hafa eitthvað hjá mér, áþreifanlegt" og þó að þetta sé bara eitthvað sem auðvitað er hægt að snúa útúr, hvernig er hægt að misskilja síðasta hlutann í viðlaginu : "láta vin minn, þér falla í skaut, sem rímar við höll". Það rímar ekki margt við höll. Eða jú reyndar svolítið. Svo var verið að kvarta undan Can we get kinky tonight (sem var einmitt uppáhalds lagið mitt þegar ég var ellefu ára).


Móment:
Elín: "Bless Bjarni..... sæti..... DILJÁ!"

Topp 5 yfir slæmar spurningar sem ég hef fengið frá foreldrum mínum:

Viltu ekki bara vera heima í kvöld, elskan?
Af hverju átt þú ekki kærasta?
Reykja og drekka vinir þínir?
Jæja, hverjum ertu nú skotin í?
Höfum við nokkuð talað við þig um getnaðarvarnir?


Tónlist:
Outkast - Spread
The Cure - Pictures of you
Scissor Sisters - Laura
Franz Ferdinand - This Fire


Diljá og Melkorka gesprochen an 02:24

♣♣♣♣

föstudagur, desember 17, 2004

Tungan á mér er hætt að geta myndað hljóð. Í dag, frá hálf fjögur til sjö hef ég sagt svo oft 'argentínsk karmellusósa' að heilinn minn er hættur að vita hvað það þýðir. Þetta er eins og ef maður segir t.d. prentari oft í röð þá sér maður hvað það er asnalegt orð. Prentari. Prentari prentari prentari prentari prentari prentari prentari prentari. Ég var semsagt að kynna argentínskar karmellusósur sem mamma hennar Þórdísar er að flytja inn og nú er hægt að spyrja mig að öllu um þær. Með Jóa Fel ís. Nammi namm. Ég var samt á jólaballi MH til þrjú í nótt og var að sofna á mig, með krampa í brosvöðvunum. Dæmi um hvað fólk getur verið hresst og ég óhress:

Kona á fimmtugsaldri: Já já, er þetta Jóa Fel ísinn?
Ég: Jújú.
Kona á fimmtugsaldri: Og karamellusósa?
Ég: Já.
Kona á fimmtugsaldri: Híhíhí, maður væri nú til í að sjá Jóa Fel í karamellusósu.
Ég: Eh...
Kona á fimmtugsaldri: Er það ekki?
Ég: .......
Kona á fimmtugsaldri: Jú, maður væri til í það.
Ég: Ehehe...

Síðan fékk ég far heim með mjólkurtorgskonunni í Hagkaup, Spönginni, Grafarvogi. Henni kynntist ég einmitt í dag. Hún á gulan bíl. Hún spilaði spænskt teknó alla leiðina. Það var bara gaman. Ég er svo þreytt. Svo þreytt að ég get ekki skrifað. Get ekki skrifað langar setningar.
Í gær var jólaballið. Gott ball. Sá samt minna af Jagúar en ég hefði viljað en það var í lagi. Allt í lagi. Á morgunn er stórfélagsferðin og ég nenni ekki. Langar samt. Nei samt ekki. Jú samt. Nei samt ekki. Hef ekkert meira að segja. Ég er of þreytt. Mmm mamma er að gera piparkökudeig.


Diljá og Melkorka gesprochen an 21:09

♣♣♣♣

fimmtudagur, desember 16, 2004

Vá hvað það er gott að vera í jólafríi. Nammi namm, jólafrí. Vaknaði í dag klukkan tvö í fyrsta skiptið í langan tíma, það var fáránlega gott. Ætlaði að fara að versla jólagjafir í Kringlunni með Melkorku en eina sem við gerðum var að kíkja í eina búð þar sem ég ætlaði að reyna að finna eitthvað handa pabba mínum og mömmu. Síðan fengum við okkur að borða.

Í kvöld fór ég til Þórdísar. Planið var jólavídjómyndakvöld með nokkrum öðrum góðum gestum og Lays snakki en endaði sem Bachelorette/The L Word/Sex & The City kvöld með bara okkur tveim en fullt af bland í poka, kóki, ís, smákökum og ostapoppi. Nammi namm. Það kom samt svolítið góð pæling sem byrjaði með einu af þúsundum gullkorna frá Þórdísi sem var einhvernveginn svona "Vá hvað það væri geðveikt ef það væri bara alltaf spiluð tónlist undir í lífi manns." Þetta kom reyndar ekki alveg upp úr þurru því við vorum að tala um í bíómyndum þegar allt er rosalega kósí þar sem t.d. ein kona situr á kaffihúsi og það er svona kósí tónlist undir (kósí er svo ógeðslegt orð) og maður er svona 'Vá hvað ég væri til í að sitja á svona kósí kaffihúsi!'. Svo þegar maður situr einn á kaffihús þá er stemmningin ekkert svona góð. Það er örugglega eitthvað í sambandi við tónlistina. Hugsið ykkur (haha, það er svo undarlegt að ávarpa einhverja sem maður veit ekki hverjir eru, líka ólíklegt að fólk sé að lesa þetta saman svo af hverju ekki bara að segja 'hugsa þú þér'?) ef að það væri bara alltaf tónlist undir sem færi eftir því hvað væri í gangi. Ef maður væri í góðu skapi kæmi The lion sleeps tonight, ef maður væri leiður kæmi eitthvað með Joni Mitchell, ef maður væri í ástarsorg kæmi Without you I'm nothing, ef maður væri reiður kæmi Zombie, ef maður væri ástfanginn kæmi Songbird og á föstudögum kæmi Friday I'm in love. Oh, ég vildi að þetta væri svona. Annars eru þessi lög bara persónuleg, það fer náttúrulega eftir manneskjum hvað væri góðaskaps lagið þeirra eða ástarsorgar lagið þeirra. Gaman væri að vita (kommentahóra haha).

Í gær hélt ég jólaboð fyrir vinahópinn minn. Ég eldaði hangikjöt, uppstúf, kartöflur og laufabrauð og bauð uppá malt og appelsín. Eða nei, ég reyndar lýg því, mamma mín og pabbi elduðu en ég bauð samt svo ég segist hafað eldað. Pabbi minn sleppti því að stökkva uppá borð með kvenmannshárkollu og gítar og syngja Dominique nique nique eins og hann gerði í 9 ára afmælinu mínu. Pabbi rokk.

Ball á morgunn. Ég hlakka til. Eða eiginlega mætti segja að það væri í dag því að það er kominn 16.des. Og ég er ekki búin að kaupa neina jólagjöf. Og ég veit ekki einu sinni hvað ég á að gefa neinum í jólagjöf. Hins vegar langar mig í t.d. þetta, þetta, þetta, þetta, þetta, þetta og þetta nammi namm. Neeii haha, ég er svo á flippinu, eins og ég vilji eitthvað heimsfrið. Nei auðvitað samt.

Msn er skemmtilegt. Samkvæmt Ásrúnu er það staður ástarinnar. Ég þekki fjögur eðalpör sem kynntust á msn. Dæmi um hvað msn er sniðugt:

[00:11:13] -elín- : hvað segjist ;)
[00:11:39] druslufugl.b: fína! ég var einmitt á seltjarnó í kvöld :D
[00:12:24] -elín- : neiiii
[00:12:26] -elín- : þú lýgur því
[00:12:30] druslufugl.b: ó nei
[00:12:32] -elín- : hví komstu ekki í heimsókn
[00:12:33] -elín- : :|
[00:12:34] druslufugl.b: ruglkalt
[00:12:37] -elín- : hvað varstu að gera?
[00:12:38] druslufugl.b: því ég var í heimsókn
[00:12:53] druslufugl.b: æi er ég einhverntímann búin að segja þér frá
Tedda? 8-)
[00:13:28] -elín- : :-O
[00:13:28] -elín- : nei
[00:13:30] -elín- : WTF
[00:13:47] druslufugl.b: já ókei ég var semsagt hjá honum, hann er í
MS
[00:13:56] -elín- : nohh...
[00:13:59] -elín- : einhver lover?
[00:14:07] druslufugl.b: hmm já við erum eiginega saman
[00:14:13] -elín- : HAAAAAAAAAA??????????????
[00:14:17] -elín- : DILJA
[00:14:24] -elín- : í ALVÖRU :D
[00:14:30] druslufugl.b: jámm :D
[00:14:48] -elín- : teddi jááá..
[00:14:50] -elín- : ónigs
[00:14:51] -elín- : fgps
[00:14:55] -elín- : vissi sól um þetta?
[00:14:58] druslufugl.b: neu
[00:15:54] druslufugl.b: reyndar ekki
[00:16:12] -elín- : núnú
[00:16:22] -elín- : hvað er hann gamall
[00:16:25] druslufugl.b: 19
[00:16:30] -elín- : :-O
[00:16:31] -elín- : diljá
[00:16:33] druslufugl.b: nei ég er að ljúga ég var hjá þórdísi :D
[00:16:37] -elín- : ohh
[00:16:39] -elín- : fokkjú

HAHAHAHHAHHA...................... eða mér fannst þetta fyndið.

Æi, þetta var ekki formleg færsla eins og venjulega. Ég skrifaði haha á bloggið mitt. Og flipp. Reyndar bara í flippi. Þetta er jólafríið sem fer svona með mig.


Diljá og Melkorka gesprochen an 00:10

♣♣♣♣

föstudagur, desember 10, 2004

Ég hef verið að fá frá sumum að ég ætti nú bara að hætta að blogga, hætta á toppnum. Ég pældi í því en sá að ég gæti það ekki, blogg er orðið alltof stórt hobbí hjá mér. Hobbí er svo asnalegt orð. Áhugamál semsagt. Ég ætla ekki að reyna að koma með eitthvað geðveikt í tilraun til að toppa síðustu færslu heldur ætla ég að koma með leiðinlega laugardagskvölds pælingu.

Í gær fór ég nefninlega að hugsa um gömlu sjónvarpsþáttunum sem ég horfði alltaf á þegar ég var lítil, eins og t.d. Fjör á fjölbraut (Heartbreak High). Þetta var alltaf á Rúv á laugardagskvöldum og það fyndna er að þegar maður nefnir þetta við fólk þá muna allir eftir mismunandi atriðum. Dæmi:

[19:22:22] druslufugl.b: hey mannstu!? www.heartbreak-high.com
[19:22:37] Batsugun the: :o!!
[19:22:42] Batsugun the: jáá!!!
[19:22:44] Batsugun the: haha
[19:23:03] Batsugun the: ástralskur þáttur aye?
[19:23:06] Batsugun the: svo dó einn í boxi
[19:23:15] Batsugun the: og ein varð ólétt

[19:01:01] druslufugl.b: ooohh mannstu? www.heartbreak-high.com
[19:01:28] Begs: já :D
[19:02:54] druslufugl.b: Dennis og Drazic voru uppáhalds mínir 8-)
[19:03:05] Begs: hey Drazic var minn :D
[19:03:38] druslufugl.b: Dennis var svo góður við bróður sinn sem var
mongólíti

Allir virtust muna eftir Drazic og Ryan en færri eftir Dennis. Dennis var uppáhalds karakterinn minn, ég var níu ára og ástfangin. Þegar ég var aðeins yngri en það elskaði ég hins vegar Raggy Dolls (Tuskudúkkurnar). Flestir mundu líka eftir Raggy Dolls og fáránlega margir kunnu ennþá lagið. Kannski verð ég svona eftir nokkur ár í sambandi við Gilmore Girls og E.R. sem ég horfi á í hverri viku og á í ástar eða haturssambandi við allar persónurnar. Fyrir þá sem eru að hugsa um hvað mig langi nú í jólagjöf þá er hægt að fá fyrstu og aðra seríuna af Gilmore Girls á www.amazon.com fyrir aðeins 82.99 dollara sem er einungis svona 6500 krónur. Plús tollur.

Það er ekkert spennandi í fréttum, ég get sagt það með frekar hreina samvisku. Fór á Mokka í gær og ætlaði svo með strákunum á Hjálma en þá var svo löng röð að við nenntum ekki og snérum við. Fór svo í dag í eins árs afmæli til Braga systursonar míns, má geta þess að foreldrar mínir (afinn og amman) og ég (átti samt engan þátt í þessu) færðum honum sinn fyrsta leðurjakka og aldrei nokkurntímann hef ég séð jafn lítinn leðurjakka. Með honum fylgdu svo gallabuxur og bolur sem á stóð 'Play it loud!'. Kveðja, amma rokk og afi metall.

Fór svo í bíó um daginn sem væri ekki í frásögur færandi þannig lagað séð ef ég hefði ekki fundið sálufélaga minn þar. Því miður var hann einn af karakterunum og því er ég hrædd um að samband okkar eigi sér litla framtíð. Þetta var myndin Without a paddle (sem ég hélt að yrði ömurleg en varð geðveik) og karakterinn Tom minnti mig svo á sjálfa mig í sumum atriðunum að ég grét úr hamingju. Reyndar hef ég aldrei lent í fangelsi og pabbi minn ber mig ekki en ég er einstaklega stríðin við vini mína, með skuggalega svartan húmor á stundum og myndi örugglega stöðugt pissa nafnið mitt í snjóinn ef ég væri með svona stýritæki eins og strákarnir.

Móment:


Mamma (klukkan 9 í morgunn): Hvað? Ertu ekki byrjuð að læra undir próf?
Ég (að fela mig undir sænginni): Eeebegghheee.....
Mamma: Hvað segirðu?
Ég: Emmteeeeuuujj..... ég er að læra.
Mamma: Varstu ekki sofandi?
Ég: Mamma, hvað heldurðu að ég sé?

Tónlist:

Scissor Sisters - Take your mama, þetta er svona mjaðmalag
Phil Collins - Against All Odds, af því að ég var búin að gleyma því
Tom Jones - Sexbomb, það fær mig til að taka til í herberginu mínu


Diljá og Melkorka gesprochen an 16:54

♣♣♣♣

þriðjudagur, desember 07, 2004

Mér finnst bláberja-skyr.is of gott til þess að geta verið hollt. Foreldrar mínir skildu mig eftir yfir helgina og ég var látin lifa á því og ofnpítsum og það var bara ekkert það slæmt. Týpískt fyrir þau samt að fara að heiman yfir helgi einmitt þegar ég og allir aðrir eru í prófum og lítill partífílíngur í gangi. Svo að ég er bara búin að vera að læra, sat næstum allan daginn í gær (eftir íslensku prófið þ.e.a.s.) við stofuborðið með eðlisfræðibækurnar og köttinn minn sofandi uppi á borðinu á meðan, með Noruh Jones í tækinu. Eftir fjórar umferðir af Come away with me ákvað ég samt að breyta til og setti fyrsta diskinn sem ég sá í tækið. Hann hét eitthvað eins og Best driving anthems in the world... ever. Ég er reyndar ekki mikið fyrir svona world... ever-diska, átti einu sinni Best disco album in the world... ever og það var undarlegur diskur. Þessi var lítið skárri, dæmi um lög: Queen - We are the champions, Tina Turner - The best, Cutting Crew - I just died in your arms, Meat Loaf - I'd do anything for love, Bonnie Tyler - Total eclipse of the heart, REO Speedwagon - Keep on loving you og Eric Carmen - All by myself. Samt ágætur á svona rigningarmánudagskvöldi eins og í gær.

Ég elska skólann minn. Samt er þó nokkuð við hann sem er byrjað að fara í taugarnar á mér núna þegar ég er að klára fyrstu önnina mína. Ég hef heyrt svolítið talað um að í MH sé menntasnobb og það getur svo sem vel verið en mér finnst vera rosalegt tónlistarsnobb í MH. Allir einhvernveginn eru að keppast við að vera að hlusta á mest underground, mest artí og minnst sell-out listamennina og vanda sig svo við að auglýsa það sem mest. Þetta er á köflum fáránlegt. Þess vegna ætla ég að koma með nokkrar anti-MH yfirlýsingar:

Mér finnst Dragostea din tei skemmtilegt lag.
Ég fíla teknó en finnst Aphex Twin ekkert sérstakur.
Ég hef bara heyrt eitt lag með Mars Volta... sama um Sonic Youth
Ég hef aldrei hlustað á Blonde Redhead
Paparnir eru skemmtilegir
The Darkness finnst mér góðir, ekki bara sniðugt breskt djókband
Banana Phone fær mig til að dansa
Mér finnst Hallelujah miklu miklu miklu betra í píanóútgáfunni hans Rufus Wainwright en nokkurn tímann með Jeff Buckley
Green Day er ein af mínum uppáhalds hljómsveitum
Ég er með þrjú lög með Maroon 5 inná Ipodnum mínum
Hurt með Nine Inch Nails fær mig til að grenja
Ég horfi alltaf á Eurovision og finnst lögin ekkert það léleg

og síðast en ekki síst

Mér finnst Blink 182 hressandi

Núna er bara að vona að vinir mínir og skólafélagar vilji ennþá þekkja mig. Annað er það samt sem mér finnst ég hafa tekið eftir í skólanum. Eins og Úlfur miðnæturhamborgaravinur minn orðaði það “Í MH er það að eignast vini eins og að safna Pókémon spjöldum.” Mér finnst einhvernveginn markmiðið hjá flestum vera að eignast sem flesta vini, kynnast sem flestum (mikill plús ef viðkomandi er í stórfélaginu) og mynda einn risastóran félagahóp í kringum sig. Kannski er þetta bara hjá busum, ég myndi ekki þekkja það annars staðar frá, eða kannski er þetta bara svona sameiginlegt markmið flestra. Ég er alls ekki að segja að ég sé ekki svona því að ég hef oft verið frekar slæm í svona málum, sérstaklega fyrst eftir að ég byrjaði í skólanum. Þegar ég var frekar nýbyrjuð var ég í skýjunum þegar Jakob, forsetinn okkar, vissi hvað ég héti. Núna sé ég að það var alveg fáránlegt. Fólk er bara fólk. Kannski eru allir smá vinahórur, mér finnst samt alltaf best að eiga einn svona frekar náinn vinahóp og svo félaga utan við hann. Annars er samt oftast bara gaman að kynnast nýju fólki.

Lítið annað að segja, ég ætla að vitna í strák í MH sem ég þekki ekkert en ég les samt alltaf bloggið hans því að hann er svo skemmtilegur bloggari, sem sagði “Svo er bara svona almennt smá fiðringur í maga.

Móment:

Melkorka: Á ég að skalla þig?
Strákur frá Egilsstöðum: Ha?
Melkorka: *skallar strákinn frá Egilsstöðum* Ái!!!
Strákur frá Egilsstöðum: Hvað ertu eiginlega að gera?

Tónlist:

Eva Cassidy – Songbird
Elliot Smith diskurinn sem ég var að fá í hendurnar
Placebo – Black-eyed
Air – Cherry Blossom Girl (textinn er svo geðveikur, hann minnir mig á færslu sem ég skrifaði fyrir einhverjum vikum)
Green Day - When I come around

Mynd:



Í tilefni dagsins! Aðrir Gilmore Girls aðdáendur vita um hvað máli snýst.



Diljá og Melkorka gesprochen an 19:09

♣♣♣♣

föstudagur, desember 03, 2004

Melkorka: Ég ætti samt að vera að læra, ég talaði við frænku mína í símann í tvo tíma áðan.
Ég: Talaðiru í síma í tvo tíma? AHAHAHA!
Melkorka: Þetta var ömurlega slappt.
Ég: Já.

Pabbi minn og mamma fóru til Boston í dag og skildu mig eina eftir þangað til á þriðjudag. Já nei, það er ekki partí. Þau höfðu samt ekki miklar áhyggjur af því að ég þyrfti eitthvað að borða heldur sögðu mér bara að redda mér í mat hjá einhverjum. Bróðir minn var svo elskulegur að bjóða mér í pítu í kvöld en ef einhver annar vill svo bjóða mér í mat næstu þrjú kvöld, eða eitt af þeim, þá má hann/hún hafa samband. Ef ekki þarf ég að lifa á bláberja skyri í þrjá daga.
Horfðist í dag í augun við stóra ógn sem ég hef lengi ekki þolað. Já, ég fór til tannlæknis. Og það var ekki hræðilegt. Þurfti reyndar að fá fyllingu í einhverja framtönn sem ég braut uppúr fyrr í haust þegar ég lamdi skeið í hana. Það er eiginlega bara eitt sem ég kvíði meira fyrir að gera en að fara til tannlæknis og það er að fara í flugvél. Það er reyndar skrítin hræðsla því að ég byrjaði ekki að verða flughrædd fyrr en fyrir svona tveim árum þótt ég sé vön því að fljúga og hafi gert mikið af því, sérstaklega þegar ég var lítil. Núna líður mér bara hræðilega, sérstaklega í flugtakinu, og ég held að ég hafi aldrei verið jafn hrædd og þegar ég flaug frá Krít hingað heim í vor og hélt í alvörunni að þarna væri ég að deyja. Það var bölvanlegt.

Verð áður en ég hætti að minnast á lag sem ég er búin að taka ástfóstri við. Það heitir Winter og er með manni sem heitir Joshua Radin. Ég hef aldrei heyrt minnst á hann áður og ekkert heyrt nema þetta eina lag en þetta er alveg ótrúlegt lag. Minnir mig svolítið á Elliot Smith.

Er að fara í norskupróf í fyrramálið... já, klukkan tíu á laugardagsmorgni... og í tilefni af því og því að ég fór til tannlæknisins í dag og meiddi mig ekki (mikið) er þetta brot úr laginu Tannpussesang.

Her kommer jeg fra tannlegen,
hva er det som har hendt?
Jeg trodde det var veldig vondt
og var så veldig spent
på om jeg hadde pusset tenner riktig,
for det er nemlig veldig, veldig viktig!

Det blir ikke hull i en tann som er ren,

og tennene de pusser vi jo en etter en,
og godteri spiser vi bare til fest,
sånn en gang i uka er best.
Det er flaut, det er flaut, det er flaut, flaut, flaut
å bare kunne tygge graut.


Diljá og Melkorka gesprochen an 17:45

♣♣♣♣

miðvikudagur, desember 01, 2004

Núna er kominn desember. Desember kom fyrir 16 mínútum svo að raunverulega er ég ekki að blogga tvisvar saman daginn. Langaði bara að koma með eitthvað, ég byrja í mínum venjulegu prófum á mánudaginn og er rétt aðeins búin að kíkja á sögubókina og þýskuna. Ég veit að ég ætti að vera löngu byrjuð að læra almennilega, skipuleggja mig og leggjast í lærdóm en sannleikurinn er sá að ég er með minnstu sjálfstjórn sem hægt er að ímynda sér. Get ekki heldur hugsanlega einbeitt mér að einhverju einu í langan tíma sem er örugglega ástæðan fyrir því að ég les svo sjaldan bækur núna. Ég gerði varla annað en að lesa bækur einu sinni. Núna hafa tölvan og Ipodinn tekið við. Ég get oftast ekki lesið í bók í meira en hálftíma en svo get ég legið í rúminu í seríulýsta herberginu mínu í marga klukkutíma og hlustað á tónlist.
Ég er samt farin að kvíða verulega mikið fyrir því að ég falli í einhverju. Mér hefur eiginlega alltaf gengið vel í öllu námslega séð og fengið góðar einkunnir svo að ég veit ekki hvað ég myndi gera ef ég myndi þurfa að fara t.d. í sögu 103 aftur. Fjölskyldan mín er líka vön því að mér gangi svo svo að ef ég kæmi heim með einhver föll yrði þetta svona "Jæja þá, svo að þú ert komin í ruglið, Diljá?".

Gott þegar maður er svona miður jákvæður eftir miðnætti. Ég ætla að halda áfram á neikvæðu nótunum. Ég hef verið að hugsa aðeins um hluti sem ég þoli ekki. T.d. þoli ég ekki að vera of kalt. Þegar mér er of kalt get ég ekki hugsað um neitt annað en hvað mér er kalt heldur verð ég að einbeita mér að því að verða heitt aftur. Það er hræðilegt.
Eitt sem kemst mjög nálægt því að vera verra en að vera kalt er að þurfa að pissa. Þá er ég ekki bara að tala um að þurfa nauðsynlega að pissa heldur bara að þurfa að pissa yfir höfuð. Ef ég þarf að pissa eru einkennin mjög lík og ef mér er of kalt. Ég get ekki hugsað um neitt nema það hvenær ég komist næst á klósettið og mér líður eiginlega bara virkilega illa.
Þriðja sem ég þoli ekki er léleg stafsetning. Það er eitthvað við íslenskuvillur sem ég þoli ekki. Ég á örugglega eftir að fara í íslenskunám í háskóla ef ég fer ekki í einhvern hótel-skóla í Sviss, hversu nördalega sem það hljómar.

Ég elska þegar maður er búin að blogga fullt um eitthvað sem maður ætlaði ekkert að blogga um.

Random fact, í kaflanum þar sem ég setti út á lélega stafsetningu passaði ég mig á því að nota ekki stafsetning+villa í einu orði þar sem ég er ekki viss hvort það er 'stafsetningavilla' eða 'stafsetningarvilla'. Skot í fótinn.


Diljá og Melkorka gesprochen an 00:07

♣♣♣♣

{ Búið&Gert }

ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005


{ Er að }

lesa; Frú Pigalopp og jólapósturinn
hlusta á: Simon & Garfunkel - America
elska: snjó
hata: ekki snjó
láta mig langa í: hvít jól
forðast: að falla í Lan103


{ Links 2 3 4 }

Arnar Pétursson
Ásrún Magnúsdóttir
Berglind Pétursdóttir
Dagný Ósk Björnsdóttir
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Dr.Sindri Sverrisson
Elías Þórsson
Elín Margrét Rafnsdóttir
Elísabet Anna
Finnur Kári
Fróði Frímann
Gró Einarsdóttir
Halla Þórlaug
Hildur Rudolfsdóttir
Hlynur Ólafsson
Inga Auðbjörg
Íris Saara Karlsdóttir
Jana Maren
Jóhanna Margrét
Jóhannes Rokk
Jón Helgi Hólmgeirsson
Jón Kristján Kristinsson
Júlíana Sól
Katrín Björgvinsdóttir
Katrín Lilja Ólafsdóttir
Melkorka Rut
Mist Hálfdanardóttir
Olga Margrét Cilia
Salóme Rannveig
Sólveig Ragna Jónsdóttir
Stefanía Bjarney
Sunna Þórsdóttir
Tumi Karlsson
Úlfur Artí
Vala Ósk Gylfadóttir
Vilborg Ása Dýradóttir
Þórdís Erla Zoega