Síðasta ástin fyrir pólskiptin

föstudagur, mars 18, 2005
Hand in hand is the only way to land

Eftir að hafað verið feisuð illilega af Katrínu á kommentakerfinu af öllum stöðum þá ætla ég að blogga aftur.

Það sem fer í taugarnar á mér:
1) Þessi umræða: "Sko, Íslendingar, af hverju þurfum við alltaf að kalla allt frægt fólk sem hefur millilent hérna einu sinni Íslandsvini , mímímí." Halló, útaf því að þetta er Ísland og allir eiga að elska okkur. Það er svo góður húmor að spyrja "How do you like Iceland?", ég spyr alla útlendinga sem ég hitti að þessu því að það er svo mikil klisja (klysja?) og þess vegna er það svo fyndið.
2) Formleg íslenska sem gerir ekkert gagn nema að gera stutt mál langdregið. Ég er ekki amma mín og vil ekki tala eins og hún. Ég meina, ég vil ekki tala rangt mál en sumt er svo mikill óþarfi, það er alveg hægt að tala rétt mál án þess að lengja allt svona. Dæmi:
Það vegur einfaldlega ekki þungt í þeim efnum = Það skiptir engu
Átti orðastað við = Talaði við
Frá mínum bæjardyrum séð = Mér finnst
Það er einróma álit okkar = Okkur finnst

Oh þetta er samt svo mikið skot á fullt af vinum mínum, vonandi verða þau ekki brjáluð og stinga mig
3) Hvað það er ekki hægt að tala við bestu vini sína á msn. Því betri sem vinir manns eru því minna er hægt að segja við þá á msn. Ég á löng og góð samtöl við manneskjur á msn sem ég tala nánast aldrei við í raunveruleikanum á meðan samtölin við bestu vini mína eru bara eitthvað rugl því við höfum ekkert að segja. Dæmi:

druslufugl.blogspot.com says: hommi
Thordish (r) says: lessa
druslufugl.blogspot.com says: bara fyrir þig
Thordish (r) says: ....heldurðu að ég sé hommi? :$
Thordish (r) says: ... af því að ég er það!
druslufugl.blogspot.com says: ó ég líka
druslufugl.blogspot.com says: nei djók
druslufugl.blogspot.com says: ef þú ert að djóka
druslufugl.blogspot.com says: þá er ég líka að djóka
Thordish (r) says: ... ég er að DJÓKA!
druslufugl.blogspot.com says: já ok, ég líka
Thordish (r) says: hmm....
druslufugl.blogspot.com says: jájájá...

Ugh ég er svo mikill nöldrari. Samt er ég í nokkuð góðu skapi. Lífið, ég fíla það.

Tónlist:
Billy Joel - Just The Way You Are
Simon and Garfunkel - America
Armand Van Helden - My My My

Símtal:
Þórdís: Jæja, ég ætla að fara í bað
Ég: Já, ok
Þórdís: Ég er sko allsber
Ég: Ugghh, Þórdís!
Þórdís: HVAÐ? Ég er búin að vera það í 20 mínútur
Ég: Bless


Diljá og Melkorka gesprochen an 19:10

♣♣♣♣

þriðjudagur, mars 15, 2005

Núna gæti ég bloggað um:

1) Páskaegg eru á 155 krónur í Bónus
2) Þegar ég vaknaði var geitungur í herberginu mínu OG könguló í rúminu mínu
3) Í morgunn fór ég út í gallajakkanum mínum því ég hélt að það væri svo hlýtt
4) Í morgunn missti ég af strætó því ég þurfti að hlaupa aftur inn til mín og fara í úlpu
5) Mig langar að vera kötturinn minn, hann er búinn að sofa á sama staðnum í fjóra daga og bara vaknað til að borða
6) Í dag sagði ég eitthvað í fyrsta skiptið í heimspeki tíma, mér leið mjög artí
7) Í dag á Magnea 19 ára afmæli
8) Ég skrifaði Diljá á Google image search og fékk línk á tannheilsa.is
9) Í gær kom til mín barn sem sagði að ég væri systir þess. Þegar ég fór að efast um það kom mamma þess og sagði "Nei, þetta er ekki hún". Ég er ennþá forvitin.
10) Í gær sagði ég svo skítuga lygi og samviskubitið er ekki farið

en ég nenni því ekki svo ég ætla bara að segja það að lífið er svo gott á því núna og ég fíla það


Diljá og Melkorka gesprochen an 14:44

♣♣♣♣

sunnudagur, mars 06, 2005

Finnur er sætur


Diljá og Melkorka gesprochen an 23:48

♣♣♣♣

{ Búið&Gert }

ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005


{ Er að }

lesa; Frú Pigalopp og jólapósturinn
hlusta á: Simon & Garfunkel - America
elska: snjó
hata: ekki snjó
láta mig langa í: hvít jól
forðast: að falla í Lan103


{ Links 2 3 4 }

Arnar Pétursson
Ásrún Magnúsdóttir
Berglind Pétursdóttir
Dagný Ósk Björnsdóttir
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Dr.Sindri Sverrisson
Elías Þórsson
Elín Margrét Rafnsdóttir
Elísabet Anna
Finnur Kári
Fróði Frímann
Gró Einarsdóttir
Halla Þórlaug
Hildur Rudolfsdóttir
Hlynur Ólafsson
Inga Auðbjörg
Íris Saara Karlsdóttir
Jana Maren
Jóhanna Margrét
Jóhannes Rokk
Jón Helgi Hólmgeirsson
Jón Kristján Kristinsson
Júlíana Sól
Katrín Björgvinsdóttir
Katrín Lilja Ólafsdóttir
Melkorka Rut
Mist Hálfdanardóttir
Olga Margrét Cilia
Salóme Rannveig
Sólveig Ragna Jónsdóttir
Stefanía Bjarney
Sunna Þórsdóttir
Tumi Karlsson
Úlfur Artí
Vala Ósk Gylfadóttir
Vilborg Ása Dýradóttir
Þórdís Erla Zoega