Síðasta ástin fyrir pólskiptin

laugardagur, ágúst 28, 2004
Bylting í bloggum (hjá mér allaveganna)

Jæja þá er ég hætt við fólk.is fyrir fullt og allt. Það var orðið allt yfirfullt af fólki á aldrinum 9-13 ára og ég get ekki alveg höndlað svoleiðis blogg félagsskap. Maður verður nú að hafa smá sjálfsvirðingu þó það sé bara á netinu!

Ég byrjaði í skólanum á mánudaginn síðasta (s.s. 23.08), stökk á fætur kl. korter í sjö með kvíðahnút í maganum viss um að núna væri dómsdagur kominn og ég yrði að hlaupa fyrir lífi mínu í enda dagsins með síðhærða fjórða árs nema með tjöru, fiður og röndótta trefla á eftir mér. En ótrúlegt en satt gerðist ekkert svoleiðis og ég heyrði bara svona tvisvar einhvern segja mjög hátt eitthvað í sambandi við busa um leið og ég gekk framhjá. Og það finnst mér frekar vel sloppið og ég fór sátt heim. Held að það gæti hafa verið eina skiptið síðan í sex ára bekk sem ég raunverulega hlakkaði til þess að mæta í skólann, ég veit að þetta hljómar hræðilega en það er satt. Ég og vampírubrandarinn minn höfum gert mikla lukku saman held ég.... allaveganna hlógu margir (reyndar eftir að hafa sagt "OOOOJJJJJ, þetta er það ógeðslegasta sem ég hef nokkurntímann heyrt").

Vikan hefur líka gengið mjög vel, held samt að ég hafi aldrei þurft að muna svona mörg nöfn í einu á fimm dögum. Ég er reyndar ekki byrjuð að reykja hass, fá mér dredda eða ganga um í náttfötunum í skólanum þannig að ég get kannski ekki kallað sjálfa mig MH-ing alveg strax. En þetta kemur allt saman!

Finn samt strax hvernig maður fær ósjálfrátt meiri fordóma gegn Verzlingum bara eftir þessa einu viku. En það er gagnkvæmt þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur. Bara að ganga um Kringluna þá lyfta Verzlingarnir augabrúnunum hneykslanlega þegar þeir ganga framhjá og það hnussar í MH-ingunum um leið. Ég hef verið í skólanum í núna sex daga en ég er byrjuð að hnussa sjálf þegar ég sé Dieselbuxur og stífmáluð andlit. Ég veit, ég veit, MH á einmitt að vera svo fordómalaus skóli en hvaða kjaftæði er það? Ég meina, ef ég sem busi sest t.d. niður í Norðurkjallara þá geta vinir mínar farið að leita að líkinu af mér í ruslagámum og yfirgefnum húsum í nágrenni skólans. En ég meina, hvað er lífið án smá fordóma?

Seinna...


Diljá og Melkorka gesprochen an 13:27

♣♣♣♣

{ Búið&Gert }

ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005


{ Er að }

lesa; Frú Pigalopp og jólapósturinn
hlusta á: Simon & Garfunkel - America
elska: snjó
hata: ekki snjó
láta mig langa í: hvít jól
forðast: að falla í Lan103


{ Links 2 3 4 }

Arnar Pétursson
Ásrún Magnúsdóttir
Berglind Pétursdóttir
Dagný Ósk Björnsdóttir
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Dr.Sindri Sverrisson
Elías Þórsson
Elín Margrét Rafnsdóttir
Elísabet Anna
Finnur Kári
Fróði Frímann
Gró Einarsdóttir
Halla Þórlaug
Hildur Rudolfsdóttir
Hlynur Ólafsson
Inga Auðbjörg
Íris Saara Karlsdóttir
Jana Maren
Jóhanna Margrét
Jóhannes Rokk
Jón Helgi Hólmgeirsson
Jón Kristján Kristinsson
Júlíana Sól
Katrín Björgvinsdóttir
Katrín Lilja Ólafsdóttir
Melkorka Rut
Mist Hálfdanardóttir
Olga Margrét Cilia
Salóme Rannveig
Sólveig Ragna Jónsdóttir
Stefanía Bjarney
Sunna Þórsdóttir
Tumi Karlsson
Úlfur Artí
Vala Ósk Gylfadóttir
Vilborg Ása Dýradóttir
Þórdís Erla Zoega