Síðasta ástin fyrir pólskiptin

miðvikudagur, september 01, 2004
Fyrsti sept!

Jájá nú ert stutt í heimsfrægð mína! Ég ásamt öðrum vorum valin... af stórum hóp manna... til að leika stadista í Strákarnir Okkar. Þið sem lömduð mig með naglaspýtu þegar ég var yngri eigið eftir að sjá eftir því þegar ég verð orðin fræg (já, ég er að tala um þig Melkorka!). Annars stungum við reyndar af þegar við vorum búin að vera þarna í svona klukkutíma og leikstjórinn reyndi að hughreysta okkur með því að segja að það væru 'aðeins' 40 mínútur eftir.

Annars var nú bara eðlilegur skóli í dag, tvöföld þýska í fyrsta tíma með alveg dýrvitlausan kennara en það var samt ágætt. Eftir það íslenska með kennarann sem segir alltaf mikið og miklu með í-i og ég læt það fara illa mikið í taugarnar á mér. Stærðfræðikennarinn, kynlífssveltur og einmana, eins og einhversembyrjarábé orðaði það, var svo í síðasta tíma. Sem semsagt þýðir að ég horfði út í loftið og krotaði í bókina mína í klukkutíma.

Svo er busaferðin um næstu helgi, það verður fjör. 300 sextán ára vitleysingar og einstaka siðgæðisverðir... það hlýtur bara að heppnast vel! Reyndar á að fara með þá sem vilja á hestbak sem eru eiginlega flestir (allaveganna sem ég hef talað við) og ég veit ekki alveg hvar þeir ætla að fá svona 200 hesta í einu . Svo er busaballið á fimmtudaginn náttúrulega (dagurinn reyndar líka en jæja) og það er hafin dauðaleit að húsnæði fyrir mig og mína. Einhver sem á stórt hús og lítið af foreldrum, endilega skrifið í commentin! Reyndar heyrði ég að einhver strákur á þriðja ári ætlaði að halda partí fyrir allar busastelpurnar þannig að kannski maður kíki þangað, versta er bara að það tæki svo langan tíma að meika strákavini okkar þangað til þeir litu út eins og stelpur. Eða suma allaveganna, aðrir þurfa ekki jafn mikla hjálp :D

Svo er það bara sögutími á morgunn, Guðrún og Bára!

Ég er tóm...


Diljá og Melkorka gesprochen an 18:18

♣♣♣♣

{ Búið&Gert }

ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005


{ Er að }

lesa; Frú Pigalopp og jólapósturinn
hlusta á: Simon & Garfunkel - America
elska: snjó
hata: ekki snjó
láta mig langa í: hvít jól
forðast: að falla í Lan103


{ Links 2 3 4 }

Arnar Pétursson
Ásrún Magnúsdóttir
Berglind Pétursdóttir
Dagný Ósk Björnsdóttir
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Dr.Sindri Sverrisson
Elías Þórsson
Elín Margrét Rafnsdóttir
Elísabet Anna
Finnur Kári
Fróði Frímann
Gró Einarsdóttir
Halla Þórlaug
Hildur Rudolfsdóttir
Hlynur Ólafsson
Inga Auðbjörg
Íris Saara Karlsdóttir
Jana Maren
Jóhanna Margrét
Jóhannes Rokk
Jón Helgi Hólmgeirsson
Jón Kristján Kristinsson
Júlíana Sól
Katrín Björgvinsdóttir
Katrín Lilja Ólafsdóttir
Melkorka Rut
Mist Hálfdanardóttir
Olga Margrét Cilia
Salóme Rannveig
Sólveig Ragna Jónsdóttir
Stefanía Bjarney
Sunna Þórsdóttir
Tumi Karlsson
Úlfur Artí
Vala Ósk Gylfadóttir
Vilborg Ása Dýradóttir
Þórdís Erla Zoega