Síðasta ástin fyrir pólskiptin

þriðjudagur, september 21, 2004
Vei!

Ég ætla fyrst af öllu að pirra mig á orðinu 'vinafólk'. Ég þoli ekki það orð. Vinafólk? Ég hef mest heyrt þetta notað yfir pör, þau eru ekki vinir einhvers heldur vinafólk. Ekki myndi ég vilja í framtíðinni þegar ég er komin með fínan kærasta og hund og Opel Astra að vinir mínir myndu tala um mig og hann sem vinafólk sitt. Það væri eins og við værum ein og sama manneskjan. Þó að maður búi með einhverjum þá þurfið þið ekki að vera talin sem sama manneskja. Þetta fer óstjórnlega í taugarnar á mér. Ég vil vera vinkona vina minna og ekki vinafólk og hana nú!

Annars er allt mjög hresst. Busadagurinn í MH var skárri en ég átti von á þótt ég fái ennþá klígju þegar ég hugsa um íþróttaráðið. Ballið var hins vegar magnað! Gunna bauð í fyrirpartí sem átti að vera frekar lítið en endaði með því að fá hálft ballið heim til sín. Hún og einhverjir nokkrir aðrir urðu svo eftir að ryksuga og brosa þegar mamma hennar og pabbi komu heim. Frekar hresst. Ballið sjálft var geggjað ýkt ógó vírað stuð. Mammút voru náttúrulega illa þéttir (nema gítarleikarinn, hann er algjört rusl oj... haha). Búdrýgindi voru hressir og Svitabandið líka en Botnleðja voru ekki alveg jafn þéttir. Þá var það bara Dj-inn á efri hæðinni sem var vel í stuði. Hitti fullt af fólki sem þekkti mig en ég þekki ekki og ég heilsaði líka mörgum sem ég þekki en þekkja mig ekki. Augljóslega mjög hresst. Kl.1 dreif ég mig svo heim sökum illilegrar þreytu í hnjám vegna of mikils dans og aumar hendur af rassaklípi.

Bróðir minn kvæntist síðan á laugardaginn. Frekar hresst brúðkaup fyrir kannski utan það að ég og einn... já einn... frændi brúðarinnar vorum líklegast þau einu sem voru ekki annað hvort kát, drukkin eða pissfull. Öll systkini mín, foreldrar og amma flokkast undir það síðasta af þessu þremu sem var frekar fyndið þangað til amma mín kom og greip í mig, kyssti mig og sagði svo "Amma þín er orðin BLINDfull, Diljá mín" og ég svona "Allt í lagi amma mín, af hverju ertu með svona stóran munn?". Reyndar sá ég hana ekkert eftir það þannig að kannski er hún ennþá þunn heima. Amma partíljón!

Ég keypti mér miða á Prodigy fyrir einum og hálfum tíma... það var eftir að ég byrjaði að skrifa þetta blogg, eftir að ég byrjaði er ég búin að borða, vaska upp, poppa, horfa á Gilmore Girls, kaupa mér nammi og gos á Esso og já... kaupa mér miða á Prodigy. Vona reyndar að þeir taki ekkert alltof mikið af nýju plötunni því ég er ekkert búin að heyra af henni nema Girls. Það er reyndar frekar hresst lag en ég hef heyrt að restin sé eitthvað rusl. Ég vil helst fá þessa gömlu góðu eins og No good, Breathe, Firestarter og Smack my bitch up.

Farin að taka vélmennadansinn(....breathe with me!)




Diljá og Melkorka gesprochen an 20:09

♣♣♣♣

{ Búið&Gert }

ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005


{ Er að }

lesa; Frú Pigalopp og jólapósturinn
hlusta á: Simon & Garfunkel - America
elska: snjó
hata: ekki snjó
láta mig langa í: hvít jól
forðast: að falla í Lan103


{ Links 2 3 4 }

Arnar Pétursson
Ásrún Magnúsdóttir
Berglind Pétursdóttir
Dagný Ósk Björnsdóttir
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Dr.Sindri Sverrisson
Elías Þórsson
Elín Margrét Rafnsdóttir
Elísabet Anna
Finnur Kári
Fróði Frímann
Gró Einarsdóttir
Halla Þórlaug
Hildur Rudolfsdóttir
Hlynur Ólafsson
Inga Auðbjörg
Íris Saara Karlsdóttir
Jana Maren
Jóhanna Margrét
Jóhannes Rokk
Jón Helgi Hólmgeirsson
Jón Kristján Kristinsson
Júlíana Sól
Katrín Björgvinsdóttir
Katrín Lilja Ólafsdóttir
Melkorka Rut
Mist Hálfdanardóttir
Olga Margrét Cilia
Salóme Rannveig
Sólveig Ragna Jónsdóttir
Stefanía Bjarney
Sunna Þórsdóttir
Tumi Karlsson
Úlfur Artí
Vala Ósk Gylfadóttir
Vilborg Ása Dýradóttir
Þórdís Erla Zoega