Síðasta ástin fyrir pólskiptin

sunnudagur, október 03, 2004
101

Fór út að ganga áðan með elskulegri elstu systur minni í hundraðogeinum. Það var allt orðið dimmt, náttúrulega komið kvöld, og við sáum þessi brjáluðu norðurljós. Síðan kom lítill grábröndóttur kettlingur sem byrjaði á því að elta okkur út um allt þangað til við stungum hann af á endanum. Gengum þá niður Öldugötuna sem er dæmigerð 101-gata; það liggur matarlykt yfir allri götunni og þú getur séð inn til fólks þar sem það er að borða, vaska upp, horfa á sjónvarpið, lesa eða hvað sem það er að gera því að það er enginn einhvernveginn að spá í að draga fyrir gluggana. Síðan eru allar þessar hurðir, allar þessar mismunandi hurðir á Öldugötu. Húsin þar eru svo mismunandi og það eru kósíhurðir á þeim eiginlega öllum. Svona hurðir sem mann langar til þess að standa fyrir framan þegar er mikill snjór og fyrir innan er einhver sem þig langar rosalega til þess að hitta og það er kökulykt í loftinu og ljós í öllum gluggunum. Svoleiðis hurðir eru í vesturbænum og sérstaklega Öldugötu og -vallagötunum. Við gengum líka framhjá fullt af bárujárnshúsum. Litlum bárujárnshúsum máluðum í allskonar undarlegum litum, eins og skær appelsínugula húsið á Ránargötunni. Það er eitthvað við bárujárnhús sem mér finnst svo frábært, kannski útaf því að ég bý í einu svoleiðis sjálf, en þau eru eitthvað svo heimilisleg. Á Vesturgötunni skoðuðum við í búðarglugga en þá vorum við eiginlega komnar niður í miðbæjarfjörið svo við tókum beygjuna uppí Grjótaþorp á leiðinni heim. Allir stígarnir, allir kettirnir, öll litlu húsin…

Þetta eru nokkrar ástæður fyrir því að ég elska að búa í hundraðogeinum. Ég veit ekki hvað ég geri þegar mér verður hent að heiman þegar ég klára menntaskólann.


Diljá og Melkorka gesprochen an 22:12

♣♣♣♣

{ Búið&Gert }

ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005


{ Er að }

lesa; Frú Pigalopp og jólapósturinn
hlusta á: Simon & Garfunkel - America
elska: snjó
hata: ekki snjó
láta mig langa í: hvít jól
forðast: að falla í Lan103


{ Links 2 3 4 }

Arnar Pétursson
Ásrún Magnúsdóttir
Berglind Pétursdóttir
Dagný Ósk Björnsdóttir
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Dr.Sindri Sverrisson
Elías Þórsson
Elín Margrét Rafnsdóttir
Elísabet Anna
Finnur Kári
Fróði Frímann
Gró Einarsdóttir
Halla Þórlaug
Hildur Rudolfsdóttir
Hlynur Ólafsson
Inga Auðbjörg
Íris Saara Karlsdóttir
Jana Maren
Jóhanna Margrét
Jóhannes Rokk
Jón Helgi Hólmgeirsson
Jón Kristján Kristinsson
Júlíana Sól
Katrín Björgvinsdóttir
Katrín Lilja Ólafsdóttir
Melkorka Rut
Mist Hálfdanardóttir
Olga Margrét Cilia
Salóme Rannveig
Sólveig Ragna Jónsdóttir
Stefanía Bjarney
Sunna Þórsdóttir
Tumi Karlsson
Úlfur Artí
Vala Ósk Gylfadóttir
Vilborg Ása Dýradóttir
Þórdís Erla Zoega