Síðasta ástin fyrir pólskiptin

sunnudagur, október 24, 2004
Brjálað

Vá hvað Úlfur er geðveikt töff gaur... ýkt svalur

línkur dagsins: http://www.nipponese-robot.blogspot.com

já svo elska ég Sól líka... hún er svo frábær


Já fyrst ég er byrjuð að blogga á þessum skemmtilegu nótum þá ætla ég að halda áfram. Ég fór í vinnuferð með leikfélaginu um helgina. Það var gaman. Ég var samt svo þreytt um kvöldið að ég ákvað að sleppa kvöldvökunni, hoppaði upp í þægilegasta sófa sem ég hef nokkurn tímann vitað (jafnast samt engan veginn á við yndislega rúmið mitt) klukkan ellefu og fór að sofa. Þurfti reyndar að líða lágkúrulegt áreiti frá svokölluðum vinum mínum sem voru, þegar ég rumskaði um hálf-eitt, að ræða hvort þau ættu að setja tannkrem framan í mig eða stunga hendinni á mér ofan í volgt vatn. Aumingjar.
Það finnst kannski einhverjum það skrítið að ég skildi ekki vaka og halda uppi stemmningu um nóttina eins og allir vita að ég er vís til að gera. Ég skildi það ekki sjálf fyrst en þegar ég fór að hugsa um það fór ég að sjá þetta. Ég þjáist af síþreytu. Ég er alltaf þreytt, alla vikunni er ég að gera eitthvað allan daginn og kvöldið og sef í svona 6 og hálfan tíma að meðallagi á nóttunni. Um helgar er ég svo annað hvort í ferðum eins og þessum eða að fara að félagslífast eitthvað fyrir hádegi um daginn. Á kvöldin er ég svo bissí líka svo að ég fer ekki að sofa fyrr en alltof seint. Þetta þýðir að ég næ aldrei að sofa út og er þess vegna alltaf þreytt sem þýðir að jólafríið mitt verður bara einn stór svefn og enginn mun frá jólagjafir.

Líklegast er þessi þreyta samt ástæðan fyrir því að mitt helsta og mesta ástarsamband er einmitt við rúmið mitt. Ég er ekki að ýkja þetta þegar ég segi að ég elska rúmið mitt. Það er bara hreint út sagt fullkomið. Lengdin, breiddin, mjúkt en samt svona þægilega stíft líka og dúnsængin mín og koddinn... þetta er bara fullkomin blanda og ég ætla aldrei að eignast mann því að ég myndi ekki tíma að deila rúminu mínu með neinum öðrum. Og ekki hugsa, jah ef þú færð þér einhverntímann mann þá verðuru nú kannski komin með annað rúm, því að ég hef ekki hugsað mér að losa mig nokkurn tímann við það. Ég og rúmið mitt, true love 4ever.

Annars er góðvinahópurinn minn búinn að stækka töluvert eftir að ég kom í MH og ég er ekki að sjá hvernig ég á að fara að því að kaupa jólagjafir fyrir allt þetta lið. Er samt með hugmynd um að elda bara eina stóra góða máltíð og bjóða öllum góðum vinum í mat og nota það sem jólagjöf. Enda er það alþekkt að ég er eðalkokkur! Finnast öllum ekki bakaðar baunir góðar?

Ég sit hérna með Davíð (sjá síðustu færslu) í fanginu og tannbursta mig. Já, ég lét nefninlega verða af því að ná í Davíð úr dótakassanum og bjarga honum fyrir fullt og allt frá dýrvitlausum systkinabörnum mínum. Fékk Sól í heimsókn áðan og sá að ég er kannski ekki góður gestgjafi. Í fyrsta lagi var ég frekar nýkomin úr sturtu og nennti ekki að klæða mig í neitt nema rétt svo nærföt og stuttermabol. Í öðru lagi bauð ég henni ekki uppá neitt og í þriðja lagi lét ég hana setjast ofan á blaut handklæði. Hins vegar var það bætt upp með því að ég fór með hana á nfmh.is og sýndi henni MH's finest. Hún ætlar nefninlega að djojna okkur á næsta ári og þá verður hún nú að vita hver er hver í þessum karlmannahópi.


Gullkorn: Engin

Lag: Bananarama - Love in the first degree.... þetta lag er magnað, fékk mig til þess að dansa á gestaherbergisgólfinu hérna (ekki eins og 8-Bit samt)

Mynd:


Smá minning frá því þegar við Melkorka fórum til Krítar í byrjun sumars... maðurinn sem við vorum vissar um að væri Jesús.


Diljá og Melkorka gesprochen an 22:50

♣♣♣♣

{ Búið&Gert }

ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005


{ Er að }

lesa; Frú Pigalopp og jólapósturinn
hlusta á: Simon & Garfunkel - America
elska: snjó
hata: ekki snjó
láta mig langa í: hvít jól
forðast: að falla í Lan103


{ Links 2 3 4 }

Arnar Pétursson
Ásrún Magnúsdóttir
Berglind Pétursdóttir
Dagný Ósk Björnsdóttir
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Dr.Sindri Sverrisson
Elías Þórsson
Elín Margrét Rafnsdóttir
Elísabet Anna
Finnur Kári
Fróði Frímann
Gró Einarsdóttir
Halla Þórlaug
Hildur Rudolfsdóttir
Hlynur Ólafsson
Inga Auðbjörg
Íris Saara Karlsdóttir
Jana Maren
Jóhanna Margrét
Jóhannes Rokk
Jón Helgi Hólmgeirsson
Jón Kristján Kristinsson
Júlíana Sól
Katrín Björgvinsdóttir
Katrín Lilja Ólafsdóttir
Melkorka Rut
Mist Hálfdanardóttir
Olga Margrét Cilia
Salóme Rannveig
Sólveig Ragna Jónsdóttir
Stefanía Bjarney
Sunna Þórsdóttir
Tumi Karlsson
Úlfur Artí
Vala Ósk Gylfadóttir
Vilborg Ása Dýradóttir
Þórdís Erla Zoega