Þá er 'tjill helgin' mín formlega byrjuð. Tjill er svo slappt orð en ég fann ekkert betra þannig að ég ætla að notast við það. Ég hef beðið eftir þessari helgi lengi lengi og loksins kom hún. Þessa helgi ætla ég ekki að gera rassgat. Ég ætla að vera heima, kannski leyfa mér að hitta vini mína
á daginn en fá mér svo spólu og nóg af gotteríi um kvöldið. Eyða svo nóttinni með elskunni minni sem, fyrir alla þá sem lásu ekki síðustu færslu, er Siv - rúmið mitt. Og já, ég skýrði rúmið mitt rétt áðan. Ég eyði allaveganna 8 tímum á dag í því (þar af að meðallagi 6 tímar í svefn á virkum dögum, oftast meira um helgar) og þó að ég hafi kannski átt mínar slæmu stundir þar líka, eins og veikindi og vondaskapsköst þá hefur Siv alltaf skilað sínu og á þess vegna skilið að eiga sér nafn.
En aftur að tjill-helginni. Ég hef verið að bloggkvarta hérna undanfarið yfir síþreytu og því að ég sé alltaf að gera eitthvað svo að bara þessa helgi ætla ég að loka á allt félagslíf. Gæti hljómað eins og ég sé fífl sem neitar að skemmta sér og það er örugglega satt en sama er mér. Ég, Siv og fáeinir fleiri ætlum að eiga yndislega helgi.
Hlutir sem gætu truflað tjill-helgina:
1. Tónleikarnir sem ég var á í kvöld. Sá reyndar ekki fyrsta bandið en sá Somniferum sem ég kom til að sjá og svo Coral sem voru mjög þéttir.
2. Vinir mínir. Damn hoes. Lov jaahh 4ever samt skohhhh (Inga Dögg tók völdin í smá stund, afsakið)
3. Afmæli og matarboð?
4. Leiklist
5. Sunnudagaskólinn (þetta er ekkert grín, vinnan kallar á sunnudagsmorguninn)
6. Peningaleysi... samt varla
7. Nágrannar mínir í rússneska sendiráðinu sem byrja alltaf að bora og grafa eða vinna aðra byggingavinnu í garðinum hjá sér klukkan níu á morgnanna. Reyndar á ég nokkur pör af eyrnatöppum frá Loðmundarfirðinum í sumar svo að það ætti að reddast.
8. Annað óvænt
Annars lítið að frétta. Skólinn er stálið eins og alltaf, var í tveim prófum í dag (eða gær eiginlega) og skeit á mig andlega í NAT-133 prófinu en stærðfræðin gekk betur... takk Arnar. Annars er ég á hraðri niðurleið í stærðfræði sem er undarlegt þar sem ég hef alltaf verið fín í stærðfræði og þetta á að vera léttasti framhaldsskóla áfanginn í stærðfræði. Það gæti reyndar verið útaf kennaranum mínum sem er mest krípí náungi sem ég hef vitað. Það er ekki hægt að vinna í tímum hjá honum því einbeitingin er alltaf í því hvað mér finnst hann hræðilegur. Landskælingar (fyrrverandi?) sem muna eftir Pavol kannast líklegast við þetta. Mjög slæmt. Ég er ekki einu sinni viss hvort hann heitir Þórir, Þórarinn, Þórður eða Þór-eitthvaðannað. Ég og aðrir stærðfræðifélagar mínir köllum hann allaveganna alltaf bara ÞEI. ÞEI er reyndar með það met að hann er með flesta brandarana í Kennarabrandarabókinni sem er á öftustu síðunum í stílabókinni minni. Í Kennarabrandarabókinni eru, eins og nafnið kannski segir manni, slappir brandarar sem kennarar hafa sagt. Góðir kennarabrandarar komast ekki þangað enda eru þeir sjaldgæfir. ÞEI er mjög góður í slæmum bröndurum en verst er samt glottið sem kemur á hann eftir á. Það er svona 'hahahaha-þessi-var-svolítið-góður-hjá-mér-ég-rokka'-glott. Ikke så godt.
Nóg um stærðfræðikennarann minn, ég er farin að geispa og rúmið mitt bíður.
Móment:
Mamma
: "Hvenær ætlarðu að koma heim?"
Tónlist:
Nerf Herder - Pantera fans in love (ég hlustaði eingöngu á svona tónlist í svona 9.bekk og ákvað að rifja aðeins upp)
Kraftwerk - Popcorn
Velvet Underground - Rock and Roll
Beach Boys - God only knows
Mynd:

Yo...