Síðasta ástin fyrir pólskiptin

sunnudagur, október 10, 2004
Við erum svartir, við erum hvítir

Eins og þeir sem hafa komið við hérna áður kannski sjá þá er ég búin að skipta um útlit! Þurfti reyndar að grúska einhvern slatta í template-inu áður en ég fékk þetta eins og ég vildi en það gekk á endanum. Fyrri comment eru líka dottin út þar sem ég þurfti að skipta um commenta kerfi en það var varla neitt mjög mikilvægt skrifað þar svo að það verður að vera í lagi.

Annars er helgin búin að vera mögnuð. Byrjaði reyndar hægt á föstudeginum þar sem ég tók bara rólegt kvöld (öllum vinum mínum til undrunar), leygði mér spólu og sat og maulaði nammi og drakk kók undir teppi. Fór svo mjög sátt að sofa.

Í gær hins vegar var fótboltamót MH. Fyrr um daginn hafði verið vefráðsfundur í rúma þrjá tíma sem var frekar hresst fyrir utan nokkra vefráðsbrandara sem fengu alla til að liggja í hláturskasti á meðan ég svona reyndi að glotta með. En þetta kemur allt saman.

Um kvöldið var svo fyrirpartí fyrir fótboltamótið heima hjá Kristínu. Ég reyndar kom seinna ásamt öðrum svo að það var ekki lengi stoppað þar. Þurftum líka að taka strætóinn upp í Egilshöll kl.hálf-átta. Eftir góðar stundir í strætó komumst við upp í Egilshöll og gátum farið að spila. Lentum náttúrulega fyrst á móti heilu liði af Kópavogsbúum í keppnisskapi en náðum þeim samt 1-1. Gerðum síðan 0-0 jafntefli og restin er ekki þess virði að tala um.
Þetta mót var samt mjög hresst, ég fílaði sérstaklega strákaliðið sem var allt bert að ofan, verst að við lentum ekki á móti því. Annars held ég að nálægðin við Vesturbæinn sé að hafa einhver slæm áhrif á mig! Ég allaveganna stóð sjálfa mig að því að taka KR-lagið nokkrum sinnum þetta kvöld. Valsara-uppeldið er greinilega eitthvað að bresta. Það var sérstaklega slæmt þegar ég fattaði að ég kunni allan textann.

Eftir mótið, um hálf-tólf, voru rútur upp í Hafnarfjörð þar sem Íþróttaráð stóð fyrir eftirpartíi. Þar var fullt af fólki og ég, Guðrún Stella, Dóra, Halla, Magnea og fleiri tókum stemmarann í afturendann. Það er eitthvað með mig og lenda á góðum spjöllum við einhverja úr málfundafélagi MH því það gerði ég líka í gær. Reyndar ekki sami maðurinn en gott spjall samt... jafnvel betra en hitt þar sem þetta endaði ekki með svívirðingum.
Það var líka trend í gangi í gær og það var að reyna að finna karlmann handa mér. Sama hve mikið ég þusaði um það að ég hefði núll prósent áhuga á langtímasambandi sama við hvern það væri þá var ekki hlustað á það frekar en annað sem ég segi. Margar tillögur komu fram, sumar verri en aðrar, en það varð ekkert úr því þar sem ég var of upptekin við að tala of mikið - mér líkt.

Pabbi kom svo að sækja mig klukkan hálf-þrjú, það var reyndar tæpt þar sem hann hafði dottið og slasað sig á hnénu. Kom svo seinna í ljós að hann hafði brotið á sér hnéskelina og það hafði blætt 150 ml inn á hnéð. Hvað þessir foreldrar gera ekki fyrir börnin sín? Pabbi, þú ert hetjan mín.

Seinna

Inni - Dóra hustler, foreldrar, vídjóleigan Gerpla, lambahryggur, Magnea

Úti - Fótboltamenn sem taka sig of alvarlega, msn sem dettur út, bresk strákabönd


Já, Hungarian Dance no.5 er brjálað lag!


Diljá og Melkorka gesprochen an 20:40

♣♣♣♣

{ Búið&Gert }

ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005


{ Er að }

lesa; Frú Pigalopp og jólapósturinn
hlusta á: Simon & Garfunkel - America
elska: snjó
hata: ekki snjó
láta mig langa í: hvít jól
forðast: að falla í Lan103


{ Links 2 3 4 }

Arnar Pétursson
Ásrún Magnúsdóttir
Berglind Pétursdóttir
Dagný Ósk Björnsdóttir
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Dr.Sindri Sverrisson
Elías Þórsson
Elín Margrét Rafnsdóttir
Elísabet Anna
Finnur Kári
Fróði Frímann
Gró Einarsdóttir
Halla Þórlaug
Hildur Rudolfsdóttir
Hlynur Ólafsson
Inga Auðbjörg
Íris Saara Karlsdóttir
Jana Maren
Jóhanna Margrét
Jóhannes Rokk
Jón Helgi Hólmgeirsson
Jón Kristján Kristinsson
Júlíana Sól
Katrín Björgvinsdóttir
Katrín Lilja Ólafsdóttir
Melkorka Rut
Mist Hálfdanardóttir
Olga Margrét Cilia
Salóme Rannveig
Sólveig Ragna Jónsdóttir
Stefanía Bjarney
Sunna Þórsdóttir
Tumi Karlsson
Úlfur Artí
Vala Ósk Gylfadóttir
Vilborg Ása Dýradóttir
Þórdís Erla Zoega