Síðasta ástin fyrir pólskiptin

sunnudagur, nóvember 28, 2004

Í dag er fyrsti í aðventu og þá er jólin í alvörunni að nálgast. Þetta fattaði ég um tvöleytið í dag þegar ég sat í rólegheitum og borðaði morgunmat og las blaðið. Þá kom mamma með brosið út að eyrum að sagði "Jæja, eigum við ekki að kíkja upp í kompu?". Ég henti frá mér seríósinu og súrmjólkinni og mundi að það voru bara fjórir sunnudagar til jóla. Ákvað síðan samt að klára matinn en fór svo uppí kompu. Þessi kompa er pínulítil og enginn getur staðið uppréttur í henni en samt er þetta staðurinn þar sem allt jóladótið okkar er geymt og fjölskyldan mín er ekki þekkt fyrir að skreyta of lítið. Þess vegna þarf maður bara að opna hurðina lítillega til þess að allt flæði út. Fyrsta í aðventu er alltaf farið í það að ná í aðventustjakana tvo inn í þessu kompu og þeir eru auðvitað neðsti kassinn í hrúgunni. Og þetta eru engar ýkjur, við vorum búnar að fara í gegnum kringlóttar seríur, blómaseríur, fiskaseríur, fiðrildaseríur, jólakransa, lakkrísjurtakransa, upplýsta snjókalla, upplýsta jólasveina, jólalukkutröll, jólasokka, jólapóstkassa, jólasveinaseríur, rauðar seríur, bláar seríur, marglitar seríur, hjartaseríur, útiseríur, inniseríur, jólatrés standinn, jólatrés mottuna, allt hitt sem á að fara á jólatréð, allt hitt sem á að fara einhvernsstaðar annarsstaðar í húsið og margt annað þangað til við fundum aðventukassann. Gott að vera vitur eftir á eins og einhver sagði.

Þá er aðventusaga þessa sunnudags búin. Ég er samt ekki alveg búin að klára þennan dag alveg. Áðan fór ég nefninlega í laufabrauðarútskorning hjá tengdamömmu systur minnar (gæti hljómað flókið en það er það samt ekki) og sat í þrjá tíma og skar út laufabrauð og hlustaði á jólalög og borðaði pönnukökur. Namm namm. Sat reyndar við hliðina á Jóhannesi mági mínum sem kann allt sem kunna þarf (og ekki) í sambandi við laufabrauð og var að skemmta sér við að skera út stjörnur og bókstafi á meðan ég dundaði mér við að gera broskalla í mín laufabrauð.Eitt var samt skrýtið og það var diskurinn sem var í tækinu. Ég held að ég muni rétt að hann hafi heitið Jólaball og á honum voru ýmis gömul og góð jólaballalög eins og t.d. Adam átti syni sjö, Litlu andarungarnir og Það búa litlir dvergar. Ég skil samt ekki alveg hvað þessi lög eiga skylt við jólin. Eitt var samt sem fór alveg með það og það var þegar börnin á disknum byrjuðu að syngja lagið Tíu litlir negrastrákar. Myndi þetta ekki flokkast sem ærasti rasismi í dag að láta hóp af börnum og nokkra jólasveina dansa í kringum jólatré hönd í hönd og syngja um negrastráka? Fyrsta erindið í þessu lagi er eftirfarandi:

Negrastrákar fóru á rall
þá voru þeir tíu,
einn drakk flösku af ólyfjan
en eftir urðu níu.

Restin er ekki betri. Einn sefur yfir sig, einn dó úr geyspum (?), einn át yfir sig, einn sprakk á limminu (orðrétt), einn þeirra fékk á hann, kýr stangaði einn til dauða, næsti dó úr hræðslu og sá níundi varð vitlaus. Þetta er hins vegar allt í lagi útaf því að í síðustu tveim erindunum hittir sá síðasti stelpu, þau fara saman í bíó (það er í textanum allaveganna) og síðan eru negrarnir orðnir tíu aftur. Allt er gott sem endar vel.

Annars er ekki mikið í gangi. Hittumst nokkur á föstudagskvöldið og fórum meðal annars í Weakest link ("af hverju ertu í rauðri peysu?" "ehh, því ég keypti hana!" "AF HVERJU?"), Trivial Persuit og þagnabindindi. Það var gaman. Í gær var það svo Rúna stuð (stud... ehe) þar sem allir keyptu sér nammi á 50% afslætti, horfðu á Lindsay Lohan á Popptíví og hlustuðu á Þórdísi segja brandara.

Allir ættu að eiga vin eins og Þórdísi. Einhver sem er alltaf í góðu skapi og alltaf að segja brandara sem eru svo lélegir að allir fara að hlæja eða móðganir sem eru svo lélegar að þær verða alveg fáránlega fyndnar. Kemur öllum í gott skap.
Það ættu allir líka að eiga vini eins og Ásrúnu og Arnar. Það er ekki hægt að ímynda sér þau segja eitthvað misfallegt um neinn eða neitt því þau eru bara of góð.
Andstæðan við Berglindi. Hún er samt nauðsynlegur vinur, sérstaklega fyrir mig. Einhver sem er með sama svarta húmorinn og ég og finnst gaman að hlæja að öðrum.
Sól er líka mjög nauðsynlegur vinur. Hún er oftast ekki að gera neitt sérstakt þannig að það er alltaf hægt að ná í hana og svo hlær hún líka svo hátt að öllu að manni líður alltaf mjög vel, og finnst að maður hljóti að vera rosalega skemmtilegur.
Allir ættu líka að eiga vin eins Zakka sem segir manni hve oft hann stundar sjálfsfróun á dag og veit allt um tónlist og kvikmyndir.
Síðast en ekki síst er einhver eins og Jónas Margeir ómissandi. Hann hefur gaman af að versla, gefur ráð í ástarmálum, á plötu með Steven Gately, á sér uppáhalds fatamerki, fer á Toni & Guy í klippingu og er spéhræddur en er samt strákur OG á kærustu. Það er geðveikt.

Æi, ég þoli mig ekki. Ég blogga alltaf miklu meira en ég ætla að gera og það endar á því að enginn nennir að lesa bloggið mitt og ég hætti í skólanum og enda á götunni.

Tónlist:
Raffi - Banana Phone
Aimee Mann - One
Manekkihver - Blowing in the wind

Móment:
Afi: Já og svo lentum við bara inni á einhverjum hommabar!
---
Ég: Hvað er þetta?
Mamma: Kjúklingamjaðmir.
Ég: HA?
Mamma: Ég sagði kjúklingamjaðmir.
Ég: Oj.
Mamma: Borðaðu matinn þinn, stelpa.


Diljá og Melkorka gesprochen an 21:15

♣♣♣♣

{ Búið&Gert }

ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005


{ Er að }

lesa; Frú Pigalopp og jólapósturinn
hlusta á: Simon & Garfunkel - America
elska: snjó
hata: ekki snjó
láta mig langa í: hvít jól
forðast: að falla í Lan103


{ Links 2 3 4 }

Arnar Pétursson
Ásrún Magnúsdóttir
Berglind Pétursdóttir
Dagný Ósk Björnsdóttir
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Dr.Sindri Sverrisson
Elías Þórsson
Elín Margrét Rafnsdóttir
Elísabet Anna
Finnur Kári
Fróði Frímann
Gró Einarsdóttir
Halla Þórlaug
Hildur Rudolfsdóttir
Hlynur Ólafsson
Inga Auðbjörg
Íris Saara Karlsdóttir
Jana Maren
Jóhanna Margrét
Jóhannes Rokk
Jón Helgi Hólmgeirsson
Jón Kristján Kristinsson
Júlíana Sól
Katrín Björgvinsdóttir
Katrín Lilja Ólafsdóttir
Melkorka Rut
Mist Hálfdanardóttir
Olga Margrét Cilia
Salóme Rannveig
Sólveig Ragna Jónsdóttir
Stefanía Bjarney
Sunna Þórsdóttir
Tumi Karlsson
Úlfur Artí
Vala Ósk Gylfadóttir
Vilborg Ása Dýradóttir
Þórdís Erla Zoega