Síðasta ástin fyrir pólskiptin

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Fyrir þá sem vilja skemmtilega færslu eða þekkja Ásrúnu farið þá aðeins neðar.

Þegar ég var á leikskóla átti ég fullt af vinum. Þá var auðvelt að eignast vini því að maður réðst bara á næsta mann og spurði hann hvort hann vildi koma í pleimó/læknisleik/mömmuleik/bíló/legó/barbie eða eitthvað annað gott og manneskjan var oftast til í það. Síðan byrjaði maður að leika sér aftur næsta dag við þessa sömu manneskju og þá voru við orðin vinir. Þá skipti heldur ekki máli hvort manneskjan var strákur eða ekki, sem breyttist mjög fljótt þegar ég kom í grunnskóla.
Besti vinur minn á leikskóla var einmitt strákur. Hann hét Aron. Aron var jafngamall mér og við skemmtum okkur oft saman við að klifra í trjám, svindla í feluleikjum og flétta póníhesta. Síðan fórum við í grunnskóla og sáumst lítið eftir það. Aron er líka MH-ingur en núna erum við of hipp og kúl til að flétta póníhesta og klifra í trjám og rétt drullum okkur til að segja hæ á göngunum. Það finnst mér leiðinlegt. Aron, ef þú lest þetta þá er þér velkomið að koma heim til mín og flétta póníhesta hvenær sem þú vilt!

Þegar ég kom í grunnskóla fékk ég strákaveikina og fannst strákar vera mengun. Ég var með ofnæmi fyrir strákum. Ekki útaf því að mér fyndist þeir leiðinlegir heldur útaf því að það var tískan. Hins vegar stalst ég stundum til að leika við syni vinafólks pabba og mömmu. Ég veit ekkert hvað varð um þá stráka nema reyndar einn. Hann býr núna í Breiðholtinu og er í hljómsveit. Við erum nálægt því að vera of töff til að segja hæ. Það finnst mér leiðinlegt.

Þetta læknaðist samt mikið í gagnfræðiskóla og núna eru strákar nálægt helmingnum af mínum vinum. Það er ekki leiðinlegt. Hins vegar er annað og það eru kunningjar. Eða eiginlega ekki kunningjar heldur einu stigi neðar en kunningjar. Síðan ég byrjaði í MH hef ég eignast slatta af einu stigi neðar en kunningjum. Það er fólk sem ég hitti utan skólans á böllum, í partíum, í ferðum, úti á bílastæðinu, fóboltamótinu eða annars staðar utan skóla. Þetta er svona fólk sem eru bestu vinir mínir þá, við lofum hvort öðru að verða vinir að eilífu (eða FF, friends forever) og skemmtum okkur gríðarlega. Svo kemur mánudagur og maður hittir þetta fólk í skólanum. Það er mjög slæm tilfinning af vita ekki hvort maður eigi að segja hæ eða bara ganga framhjá. Ég samt verð að segja að mér finnst svo asnalegt að heilsa ekki einhverjum ef þú þekkir manneskjuna og þú veist alveg að hún þekkir þig líka. Ég er ekki að segja að ég geri það ekki sjálf, ég er rosalega slæm í að heilsa fólki. Svo er það líka skrýtið að maður er kannski búin að ganga framhjá annars stigs kunningjum sínum í skólanum í margar vikur og aldrei heilsa en svo hittirðu þessa sömu manneskju aftur utan skóla og þá er þetta allt í einu FF aftur. Mjög undarlegt.

Einu sinni var ég lítil, og átti fullt af vinum:




Núna er ég í menntaskóla og of kúl til að heilsa fólki sem ég þekki:



En þessu skal breyta



Diljá og Melkorka gesprochen an 19:01

♣♣♣♣

{ Búið&Gert }

ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005


{ Er að }

lesa; Frú Pigalopp og jólapósturinn
hlusta á: Simon & Garfunkel - America
elska: snjó
hata: ekki snjó
láta mig langa í: hvít jól
forðast: að falla í Lan103


{ Links 2 3 4 }

Arnar Pétursson
Ásrún Magnúsdóttir
Berglind Pétursdóttir
Dagný Ósk Björnsdóttir
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Dr.Sindri Sverrisson
Elías Þórsson
Elín Margrét Rafnsdóttir
Elísabet Anna
Finnur Kári
Fróði Frímann
Gró Einarsdóttir
Halla Þórlaug
Hildur Rudolfsdóttir
Hlynur Ólafsson
Inga Auðbjörg
Íris Saara Karlsdóttir
Jana Maren
Jóhanna Margrét
Jóhannes Rokk
Jón Helgi Hólmgeirsson
Jón Kristján Kristinsson
Júlíana Sól
Katrín Björgvinsdóttir
Katrín Lilja Ólafsdóttir
Melkorka Rut
Mist Hálfdanardóttir
Olga Margrét Cilia
Salóme Rannveig
Sólveig Ragna Jónsdóttir
Stefanía Bjarney
Sunna Þórsdóttir
Tumi Karlsson
Úlfur Artí
Vala Ósk Gylfadóttir
Vilborg Ása Dýradóttir
Þórdís Erla Zoega