Síðasta ástin fyrir pólskiptin

laugardagur, nóvember 20, 2004

Ég er búin að vera einhvernsstaðar úti öll kvöldin síðastliðna viku. Eiginlega er ég búin að vera einhvernsstaðar annars staðar en heima á næstum hverju kvöldi síðustu vikurnar. Þess vegna hlaut auðvitað að koma að því að mamma mín kæmi með spurninguna sem ég kvíði alltaf mest fyrir (fyrir utan "Nennirðu ekki að moka snjóinn af tröppunum, ljósið mitt?") sem er eftirfarandi: "Mér finnst nú bara ekki eins og ég eigi neina dóttur lengur því þú ert aldrei heima. Viltu ekki vera heima í kvöld?". Auðvitað vil ég ekki vera heima í kvöld. En ég geri það samt því ég nenni ekki að rífast við hana og fá rökin "Maður getur ekki alltaf gert allt sem maður vill" sem eru rök sem foreldrar koma bara með ef þeir hafa ekkert annað gott að segja. Og svo langar mig líka í partí á morgunn.
Þetta er ástæðan fyrir því að ég er að rotna úr leiðindum einmitt núna. Það eru allir að fara að gera eitthvað óhugnanlega skemmtilegt á meðan ég er að horfa á Princess Diaries í tölvunni minni og éta Rís. Það er ömurlegt, ég er á barmi þunglyndis. Þetta er ekki eins og rólegu kvöldin mín þegar ég er þreytt eftir vikuna og ákveð að núna væri fínt að leigja spólu og slappa af. Nei, þetta er svona ég-er-neydd-til-þess-að-vera-inni-á-meðan-allir-eru-að-skemmta-sér.
Ég er óendanlega pirruð. Leiðindum mínum er best lýst með því að klukkan 23:38 á föstudagskvöldi er ég að blogga af öllum hlutum í heiminum. Til þess að auka á pirringinn er ég með munnangur á versta stað og mér er kalt. Hvíli 19.nóvember 2004 í friði.


Ljós punktur er samt að á morgunn er RBB fundur hjá Vilbó þar sem verða bakaðar pönnukökur, horft á Star Wars og borðað ostapopp. Ég hlakka til.

Tónlist? Já takk. Losing my religion - Rem og Last Goodbye - Jeff Buckley (takk Sól!)


Diljá og Melkorka gesprochen an 00:30

♣♣♣♣

{ Búið&Gert }

ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005


{ Er að }

lesa; Frú Pigalopp og jólapósturinn
hlusta á: Simon & Garfunkel - America
elska: snjó
hata: ekki snjó
láta mig langa í: hvít jól
forðast: að falla í Lan103


{ Links 2 3 4 }

Arnar Pétursson
Ásrún Magnúsdóttir
Berglind Pétursdóttir
Dagný Ósk Björnsdóttir
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Dr.Sindri Sverrisson
Elías Þórsson
Elín Margrét Rafnsdóttir
Elísabet Anna
Finnur Kári
Fróði Frímann
Gró Einarsdóttir
Halla Þórlaug
Hildur Rudolfsdóttir
Hlynur Ólafsson
Inga Auðbjörg
Íris Saara Karlsdóttir
Jana Maren
Jóhanna Margrét
Jóhannes Rokk
Jón Helgi Hólmgeirsson
Jón Kristján Kristinsson
Júlíana Sól
Katrín Björgvinsdóttir
Katrín Lilja Ólafsdóttir
Melkorka Rut
Mist Hálfdanardóttir
Olga Margrét Cilia
Salóme Rannveig
Sólveig Ragna Jónsdóttir
Stefanía Bjarney
Sunna Þórsdóttir
Tumi Karlsson
Úlfur Artí
Vala Ósk Gylfadóttir
Vilborg Ása Dýradóttir
Þórdís Erla Zoega