Ég ætla ekki að koma með neinar djúpar pælingar núna. Hún Una gamla systir mín mun nefninlega líklegast reka mig út úr herberginu bráðum svo hún geti farið að sofa. Þess vegna ætla ég að nota samtalsform til þess að reyna að greina frá því helsta sem er búið að gerast (og bara því helsta):
Föstudagur:
1.
Vinir mínir: nfmh.is liggur niðri, klúðraðir þú einhverju?
Ég: Nei, ég er bara þarna því það vantaði stelpu lúkker.
Vinir mínir: Í alvörunni, er þetta ekki þér að kenna?
Ég: Nei.
Vinir mínir: Hmmm...
Laugardagur:
1.
Ég: Eigum við að koma í Kringluna?
Melkorka: Ókei ég ætla að kaupa mér buxur.
-----
Ég: Jæja þá erum við komnar í Kringluna.
Melkorka: Skoðum í búðir; Deres, Sautján, Vero Moda!
(fer inn í ótal mátunarklefa)
Ég (fletti blaði): Búin?
Melkorka: Er rassinn á mér stór í þessum buxum?
-----
Melkorka: Eigum við að koma í nammilandið í Hagkaup?
Ég: VEI!!!
2.
Ég: Erum við að fara til Ernu?
Begga: Partíið er off.
Ég: Æ æ.
Begga: Fórum til Gróar í staðinn.
Ég: Geðveikt.
-----
Allir sem voru hjá Gró: HÆÆÆÆÆ!!!!!!
Ég og Melkorka: Góða kvöldið.
Þórdís: Dansa, vei, já, vei, ýkt skemmtilegt, vei, hæ stelpuuuur, vei, flippað, vei
Ég: Þórdís, hefur þú verið að drekka?
Þórdís: (
dansar í burtu og dettur svo í gólfið)
-----
Ég: Komdu, kórpartíið sökkar pottþétt miðað við okkar partí.
Halla Tryggva: NNNNEEEEEIIIIIIII!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Ég: Ókei.
-----
Ég: Allir stunda sjálfsfróun, krakkar
Allir: Mhm (
kollakink)
Sunnudagur
1.
Ég (
við sjálfa mig, klukkan ellefu): Ætti ég ekki að vera að fara að vinna í sunnudagaskólanum núna? (
fer aftur að sofa)
Mándagur:
1.
Halla Tryggva: Ég kemst ekki á fundinn, ég er að fara á kóræfingu.
Ég: ...fucker
-----
Ég, Sól og Katrín: Þeir sem eiga kærasta mega ekki vera með.
Elín: Æ, stelpur.
Ég, Sól og Katrín: Aumingi.
Vilborg: Ég var að fá gleraugu.
Ég, Sól, Katrín og Elín: Vá flott, má ég prófa?
-----
Ég: Bless stelpur, ég er farin heim að finna lak!
Þriðjudagur:
1.
Melkorka: Gilmore Girls í kvöld!
Ég: VEI!!! Ég kaupi nammi.
Melkorka: VEI!!! ... ég er svöng
-----
Ég (
að hugsa): Hvaða drulla er á skónum mínum?
Melkorka (
að tala við Zakka í símann): Já, við erum hjá Sundhöllinni núna, nennirðu að lýsa þessu hvert við eigum að fara?
Ég: (b
yrja að kroppa drulluna af með puttanum)
Melkorka: Framhjá Blóðbankanum, já.
Ég: OOJJJJ HUNDASKÍTUR!!!
Melkorka: Ha?
Ég (
sting puttanum upp í nefið á henni): HUNDASKÍTUR!
Melkorka (
hleypur í burtu): OJ DILJÁ!!!!
Ég: Æ, nennirðu að bíða?
Miðvikudagur:
1.
Ég: Hvað er í matinn?
Katla: Pasta.
Örvar: Viltu hjálpa mér að gera spaghettí í spaghettívélinni sem við fengum í brúðkaupsgjöf?
Ég: Já.
Ég (
mörgum spaghettídeigshlunkum síðar): Nei.
-----
Allir: Mmmmm, þetta var nú góður matur, ég get ekki borðað meira!
Katla: Eftirmaturinn er tilbúinn! (
kemur með ís með Snickers, súkkulaðisósu, kókosbollum, banönum og jarðarberjum)
Allir: VÁÁÁÁ!
Ég: Ég borða ekki banana.
Una: Ekki ég heldur.
Æsa: Gefið mér þá.
2.
Dóra: Af hverju er enginn að dansa?
Ég: *hósthóst*
Halla Tryggva: Híhíhíhíhí
Ég: *flaut*
Begga: Áttu sígó?
Ég: *haushristir*
Halla Tryggva: Dansa - gaman. Sitja - leiðinlegt.
Ég: Bless bless.
Einhverjir: Bæ elskan.
Aðrir: Hvar er Diljá?
Reyndar er við þetta að bæta að amma mín var jörðuð á mánudaginn og það auðvitað telst sem eitt af því helsta. Ég gat hins vegar fundið lítið til að hlægja yfir þar svo að samtalaformið þurfti aðeins að víkja.
Takk fyrir, góðar stundir.