Síðasta ástin fyrir pólskiptin

fimmtudagur, desember 23, 2004

Í dag er Þorláksmessa, það finnst mér gaman. Fyrir utan aðfangadag og 28.febrúar er Þorláksmessa uppáhaldsdagurinn minn á árinu. Þá eru allir í góðu skapi og maður hittir fullt af skemmtilegu fólki. Skötulyktin er líka frábær, nammi namm. Ekki vegna þess að mér finnist skata eitthvað sælgæti heldur finnst mér stemmningin frábær. Ég fór einmitt í skötuboð til Jónasar Margeirs, vinar míns, í hádeginu í dag og þótt að lyktin væri hræðileg þá var stemmningin mögnuð. Ég ákvað að fá mér ekki skötubita heldur fara frekar í skötustöppuna og stappaði stöppuna (nei vá...) saman við slatta af kartöflum og þá var þetta alveg þolanlegt. Best var samt að horfa á Jónas næstum því æla af viðbjóði en reyna samt að halda kúlinu. Jólin eru skemmtileg. Við fórum að ræða um hvernig þetta komi útlendingum eiginlega fyrir sjónir. "You see, every year, before christmas, everyone in Iceland eats this disgusting rotten fish. No one likes the smell of it and everyone hates the taste of it but still we all eat it. It's the christmas spirit."

Það eru allir með hefðir um jólin. Mín hefð, mín persónuleg hefð þ.e.a.s., er að fara alltaf í A Bugs Life tölvuleikinn á Þorláksmessu og hlusta á útvarpið á meðan. Þetta hljómar asnalega en þetta er mitt thing. Í ár ætlaði ég að setja diskinn í en hvað gerist? Elsku Bugs Life diskurinn minn var bilaður. Ég fór næstum því að gráta.


Diljá og Melkorka gesprochen an 17:25

♣♣♣♣

{ Búið&Gert }

ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005


{ Er að }

lesa; Frú Pigalopp og jólapósturinn
hlusta á: Simon & Garfunkel - America
elska: snjó
hata: ekki snjó
láta mig langa í: hvít jól
forðast: að falla í Lan103


{ Links 2 3 4 }

Arnar Pétursson
Ásrún Magnúsdóttir
Berglind Pétursdóttir
Dagný Ósk Björnsdóttir
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Dr.Sindri Sverrisson
Elías Þórsson
Elín Margrét Rafnsdóttir
Elísabet Anna
Finnur Kári
Fróði Frímann
Gró Einarsdóttir
Halla Þórlaug
Hildur Rudolfsdóttir
Hlynur Ólafsson
Inga Auðbjörg
Íris Saara Karlsdóttir
Jana Maren
Jóhanna Margrét
Jóhannes Rokk
Jón Helgi Hólmgeirsson
Jón Kristján Kristinsson
Júlíana Sól
Katrín Björgvinsdóttir
Katrín Lilja Ólafsdóttir
Melkorka Rut
Mist Hálfdanardóttir
Olga Margrét Cilia
Salóme Rannveig
Sólveig Ragna Jónsdóttir
Stefanía Bjarney
Sunna Þórsdóttir
Tumi Karlsson
Úlfur Artí
Vala Ósk Gylfadóttir
Vilborg Ása Dýradóttir
Þórdís Erla Zoega