Ég er svo hamingjusöm yfir að vera í jólafríi að mér er frekar sama þó að ég sé bara búin að kaupa tvær jólagjafir og viti ekkert hvað ég eigi að gefa hinum.
Stundum hugsa ég um það hvernig það væri ef ég væri ekki jafn rosalega skemmtilegur og hressandi bloggari og ég auðvitað er. Þá væri þessi færsla svona:
Í gær fór ég á Laugaveginn með Þórdísi og Melkorku og ætlaði að kaupa jólagjafir. Fann ekkert nema eina handa pabba og mömmu en ég keypti hana ekki strax. Fór svo heim og borðaði lambalæri og Melkorka borðaði með okkur en Þórdís var búin að borða hjá frænku sinni svo hún var bara í kapal í tölvunni uppi. Eftir að við vorum búnar að borða fórum við í 115 upp í Kringlu og þar keypti ég þessa gjöf handa pabba og mömmu. Síðan keyptum við okkur nammi í Hagkaup og misstum svo af sexunni sem við ætluðum að taka heim svo við þurftum að bíða í hálftíma. Síðan fór ég í tölvuna og svo að sofa.
Ég myndi ekki einu sinni nenna að skrifa þetta, hvað þá lesa það. Búin að fá einkunnirnar mínar, fékk ekkert undir 8 svo að ég er mjög sátt. Sérstaklega af því að mamma mín er búin að vera mikið í því að segja mér að á einkununum sjáum við hvort mér hafi tekist að samræma námið og félagslífið. Mamma rokk.
Það er eitt sem fær mig alltaf til að líða kjánalega. Ég er með sjálfa mig inni á contact listanum mínum á msn (já og ég er ekki sú eina) og stundum þegar ég er með msn gluggann opinn klikka ég á sjálfa mig. Það er reyndar ekkert svo kjánalegt en þegar ég geri þetta þá kemur upp warning gluggi sem stendur í "You cannot send an instant message to yourself!". Þó að þetta sé bara tölvan að koma þessu til mín þá finnst mér ég alltaf vera fífl þegar þetta gerist, og já það hefur gerst oftar en einu sinni. Það kemur sama tilfinningin og þegar er verið að skamma mann fyrir eitthvað. Það er ekkert "We are sorry but you are not able to send an instant message to your own e-mail address" heldur bara "Þú getur ekki sent skilaboð til sjálfs þíns (þroskahefta fíflið þitt)". Obbosí.
Þegar ég var svona átta ára hlustaði ég oft á lag sem hét "Það stendur ekki á mér". Það var með Bjarna Ara eða einhverjum álíka. Um daginn heyrði ég þetta lag aftur og ég skil ekki hvernig einhver gat látið átta ára barnið sitt hlusta á þetta lag. Textabrot: "
Það stendur ekki á mér" (augljóslega), "
ég skal ekki koma fljótt", "
ég vil hafa eitthvað hjá mér, áþreifanlegt" og þó að þetta sé bara eitthvað sem auðvitað er hægt að snúa útúr, hvernig er hægt að misskilja síðasta hlutann í viðlaginu : "
láta vin minn, þér falla í skaut, sem rímar við höll". Það rímar ekki margt við höll. Eða jú reyndar svolítið. Svo var verið að kvarta undan Can we get kinky tonight (sem var einmitt uppáhalds lagið mitt þegar ég var ellefu ára).
Móment:
Elín: "Bless Bjarni..... sæti..... DILJÁ!"
Topp 5 yfir slæmar spurningar sem ég hef fengið frá foreldrum mínum:
Viltu ekki bara vera heima í kvöld, elskan?
Af hverju átt þú ekki kærasta?
Reykja og drekka vinir þínir?
Jæja, hverjum ertu nú skotin í?
Höfum við nokkuð talað við þig um getnaðarvarnir?
Tónlist:
Outkast - Spread
The Cure - Pictures of you
Scissor Sisters - Laura
Franz Ferdinand - This Fire