Ég hef verið að fá frá sumum að ég ætti nú bara að hætta að blogga, hætta á toppnum. Ég pældi í því en sá að ég gæti það ekki, blogg er orðið alltof stórt hobbí hjá mér. Hobbí er svo asnalegt orð. Áhugamál semsagt. Ég ætla ekki að reyna að koma með eitthvað geðveikt í tilraun til að toppa síðustu færslu heldur ætla ég að koma með leiðinlega laugardagskvölds pælingu.
Í gær fór ég nefninlega að hugsa um gömlu sjónvarpsþáttunum sem ég horfði alltaf á þegar ég var lítil, eins og t.d. Fjör á fjölbraut (Heartbreak High). Þetta var alltaf á Rúv á laugardagskvöldum og það fyndna er að þegar maður nefnir þetta við fólk þá muna allir eftir mismunandi atriðum. Dæmi:
[19:22:22] druslufugl.b: hey mannstu!? www.heartbreak-high.com
[19:22:37] Batsugun the: :o!!
[19:22:42] Batsugun the: jáá!!!
[19:22:44] Batsugun the: haha
[19:23:03] Batsugun the: ástralskur þáttur aye?
[19:23:06] Batsugun the: svo dó einn í boxi
[19:23:15] Batsugun the: og ein varð ólétt
[19:01:01] druslufugl.b: ooohh mannstu? www.heartbreak-high.com
[19:01:28] Begs: já :D
[19:02:54] druslufugl.b: Dennis og Drazic voru uppáhalds mínir 8-)
[19:03:05] Begs: hey Drazic var minn :D
[19:03:38] druslufugl.b: Dennis var svo góður við bróður sinn sem var
mongólíti
Allir virtust muna eftir
Drazic og
Ryan en færri eftir
Dennis. Dennis var uppáhalds karakterinn minn, ég var níu ára og ástfangin. Þegar ég var aðeins yngri en það elskaði ég hins vegar
Raggy Dolls (Tuskudúkkurnar). Flestir mundu líka eftir Raggy Dolls og fáránlega margir kunnu ennþá lagið. Kannski verð ég svona eftir nokkur ár í sambandi við Gilmore Girls og E.R. sem ég horfi á í hverri viku og á í ástar eða haturssambandi við allar persónurnar. Fyrir þá sem eru að hugsa um hvað mig langi nú í jólagjöf þá er hægt að fá fyrstu og aðra seríuna af Gilmore Girls á www.amazon.com fyrir aðeins 82.99 dollara sem er einungis svona 6500 krónur. Plús tollur.
Það er ekkert spennandi í fréttum, ég get sagt það með frekar hreina samvisku. Fór á Mokka í gær og ætlaði svo með strákunum á Hjálma en þá var svo löng röð að við nenntum ekki og snérum við. Fór svo í dag í eins árs afmæli til Braga systursonar míns, má geta þess að foreldrar mínir (afinn og amman) og ég (átti samt engan þátt í þessu) færðum honum sinn fyrsta leðurjakka og aldrei nokkurntímann hef ég séð jafn lítinn leðurjakka. Með honum fylgdu svo gallabuxur og bolur sem á stóð 'Play it loud!'. Kveðja, amma rokk og afi metall.
Fór svo í bíó um daginn sem væri ekki í frásögur færandi þannig lagað séð ef ég hefði ekki fundið sálufélaga minn þar. Því miður var hann einn af karakterunum og því er ég hrædd um að samband okkar eigi sér litla framtíð. Þetta var myndin Without a paddle (sem ég hélt að yrði ömurleg en varð geðveik) og karakterinn
Tom minnti mig svo á sjálfa mig í sumum atriðunum að ég grét úr hamingju. Reyndar hef ég aldrei lent í fangelsi og pabbi minn ber mig ekki en ég er einstaklega stríðin við vini mína, með skuggalega svartan húmor á stundum og myndi örugglega stöðugt pissa nafnið mitt í snjóinn ef ég væri með svona stýritæki eins og strákarnir.
Móment:
Mamma (klukkan 9 í morgunn): Hvað? Ertu ekki byrjuð að læra undir próf?
Ég (að fela mig undir sænginni): Eeebegghheee.....
Mamma: Hvað segirðu?
Ég: Emmteeeeuuujj..... ég er að læra.
Mamma: Varstu ekki sofandi?
Ég: Mamma, hvað heldurðu að ég sé?
Tónlist:
Scissor Sisters - Take your mama, þetta er svona mjaðmalag
Phil Collins - Against All Odds, af því að ég var búin að gleyma því
Tom Jones - Sexbomb, það fær mig til að taka til í herberginu mínu