Síðasta ástin fyrir pólskiptin

föstudagur, desember 03, 2004

Melkorka: Ég ætti samt að vera að læra, ég talaði við frænku mína í símann í tvo tíma áðan.
Ég: Talaðiru í síma í tvo tíma? AHAHAHA!
Melkorka: Þetta var ömurlega slappt.
Ég: Já.

Pabbi minn og mamma fóru til Boston í dag og skildu mig eina eftir þangað til á þriðjudag. Já nei, það er ekki partí. Þau höfðu samt ekki miklar áhyggjur af því að ég þyrfti eitthvað að borða heldur sögðu mér bara að redda mér í mat hjá einhverjum. Bróðir minn var svo elskulegur að bjóða mér í pítu í kvöld en ef einhver annar vill svo bjóða mér í mat næstu þrjú kvöld, eða eitt af þeim, þá má hann/hún hafa samband. Ef ekki þarf ég að lifa á bláberja skyri í þrjá daga.
Horfðist í dag í augun við stóra ógn sem ég hef lengi ekki þolað. Já, ég fór til tannlæknis. Og það var ekki hræðilegt. Þurfti reyndar að fá fyllingu í einhverja framtönn sem ég braut uppúr fyrr í haust þegar ég lamdi skeið í hana. Það er eiginlega bara eitt sem ég kvíði meira fyrir að gera en að fara til tannlæknis og það er að fara í flugvél. Það er reyndar skrítin hræðsla því að ég byrjaði ekki að verða flughrædd fyrr en fyrir svona tveim árum þótt ég sé vön því að fljúga og hafi gert mikið af því, sérstaklega þegar ég var lítil. Núna líður mér bara hræðilega, sérstaklega í flugtakinu, og ég held að ég hafi aldrei verið jafn hrædd og þegar ég flaug frá Krít hingað heim í vor og hélt í alvörunni að þarna væri ég að deyja. Það var bölvanlegt.

Verð áður en ég hætti að minnast á lag sem ég er búin að taka ástfóstri við. Það heitir Winter og er með manni sem heitir Joshua Radin. Ég hef aldrei heyrt minnst á hann áður og ekkert heyrt nema þetta eina lag en þetta er alveg ótrúlegt lag. Minnir mig svolítið á Elliot Smith.

Er að fara í norskupróf í fyrramálið... já, klukkan tíu á laugardagsmorgni... og í tilefni af því og því að ég fór til tannlæknisins í dag og meiddi mig ekki (mikið) er þetta brot úr laginu Tannpussesang.

Her kommer jeg fra tannlegen,
hva er det som har hendt?
Jeg trodde det var veldig vondt
og var så veldig spent
på om jeg hadde pusset tenner riktig,
for det er nemlig veldig, veldig viktig!

Det blir ikke hull i en tann som er ren,

og tennene de pusser vi jo en etter en,
og godteri spiser vi bare til fest,
sånn en gang i uka er best.
Det er flaut, det er flaut, det er flaut, flaut, flaut
å bare kunne tygge graut.


Diljá og Melkorka gesprochen an 17:45

♣♣♣♣

{ Búið&Gert }

ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005


{ Er að }

lesa; Frú Pigalopp og jólapósturinn
hlusta á: Simon & Garfunkel - America
elska: snjó
hata: ekki snjó
láta mig langa í: hvít jól
forðast: að falla í Lan103


{ Links 2 3 4 }

Arnar Pétursson
Ásrún Magnúsdóttir
Berglind Pétursdóttir
Dagný Ósk Björnsdóttir
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Dr.Sindri Sverrisson
Elías Þórsson
Elín Margrét Rafnsdóttir
Elísabet Anna
Finnur Kári
Fróði Frímann
Gró Einarsdóttir
Halla Þórlaug
Hildur Rudolfsdóttir
Hlynur Ólafsson
Inga Auðbjörg
Íris Saara Karlsdóttir
Jana Maren
Jóhanna Margrét
Jóhannes Rokk
Jón Helgi Hólmgeirsson
Jón Kristján Kristinsson
Júlíana Sól
Katrín Björgvinsdóttir
Katrín Lilja Ólafsdóttir
Melkorka Rut
Mist Hálfdanardóttir
Olga Margrét Cilia
Salóme Rannveig
Sólveig Ragna Jónsdóttir
Stefanía Bjarney
Sunna Þórsdóttir
Tumi Karlsson
Úlfur Artí
Vala Ósk Gylfadóttir
Vilborg Ása Dýradóttir
Þórdís Erla Zoega