Síðasta ástin fyrir pólskiptin

þriðjudagur, desember 07, 2004

Mér finnst bláberja-skyr.is of gott til þess að geta verið hollt. Foreldrar mínir skildu mig eftir yfir helgina og ég var látin lifa á því og ofnpítsum og það var bara ekkert það slæmt. Týpískt fyrir þau samt að fara að heiman yfir helgi einmitt þegar ég og allir aðrir eru í prófum og lítill partífílíngur í gangi. Svo að ég er bara búin að vera að læra, sat næstum allan daginn í gær (eftir íslensku prófið þ.e.a.s.) við stofuborðið með eðlisfræðibækurnar og köttinn minn sofandi uppi á borðinu á meðan, með Noruh Jones í tækinu. Eftir fjórar umferðir af Come away with me ákvað ég samt að breyta til og setti fyrsta diskinn sem ég sá í tækið. Hann hét eitthvað eins og Best driving anthems in the world... ever. Ég er reyndar ekki mikið fyrir svona world... ever-diska, átti einu sinni Best disco album in the world... ever og það var undarlegur diskur. Þessi var lítið skárri, dæmi um lög: Queen - We are the champions, Tina Turner - The best, Cutting Crew - I just died in your arms, Meat Loaf - I'd do anything for love, Bonnie Tyler - Total eclipse of the heart, REO Speedwagon - Keep on loving you og Eric Carmen - All by myself. Samt ágætur á svona rigningarmánudagskvöldi eins og í gær.

Ég elska skólann minn. Samt er þó nokkuð við hann sem er byrjað að fara í taugarnar á mér núna þegar ég er að klára fyrstu önnina mína. Ég hef heyrt svolítið talað um að í MH sé menntasnobb og það getur svo sem vel verið en mér finnst vera rosalegt tónlistarsnobb í MH. Allir einhvernveginn eru að keppast við að vera að hlusta á mest underground, mest artí og minnst sell-out listamennina og vanda sig svo við að auglýsa það sem mest. Þetta er á köflum fáránlegt. Þess vegna ætla ég að koma með nokkrar anti-MH yfirlýsingar:

Mér finnst Dragostea din tei skemmtilegt lag.
Ég fíla teknó en finnst Aphex Twin ekkert sérstakur.
Ég hef bara heyrt eitt lag með Mars Volta... sama um Sonic Youth
Ég hef aldrei hlustað á Blonde Redhead
Paparnir eru skemmtilegir
The Darkness finnst mér góðir, ekki bara sniðugt breskt djókband
Banana Phone fær mig til að dansa
Mér finnst Hallelujah miklu miklu miklu betra í píanóútgáfunni hans Rufus Wainwright en nokkurn tímann með Jeff Buckley
Green Day er ein af mínum uppáhalds hljómsveitum
Ég er með þrjú lög með Maroon 5 inná Ipodnum mínum
Hurt með Nine Inch Nails fær mig til að grenja
Ég horfi alltaf á Eurovision og finnst lögin ekkert það léleg

og síðast en ekki síst

Mér finnst Blink 182 hressandi

Núna er bara að vona að vinir mínir og skólafélagar vilji ennþá þekkja mig. Annað er það samt sem mér finnst ég hafa tekið eftir í skólanum. Eins og Úlfur miðnæturhamborgaravinur minn orðaði það “Í MH er það að eignast vini eins og að safna Pókémon spjöldum.” Mér finnst einhvernveginn markmiðið hjá flestum vera að eignast sem flesta vini, kynnast sem flestum (mikill plús ef viðkomandi er í stórfélaginu) og mynda einn risastóran félagahóp í kringum sig. Kannski er þetta bara hjá busum, ég myndi ekki þekkja það annars staðar frá, eða kannski er þetta bara svona sameiginlegt markmið flestra. Ég er alls ekki að segja að ég sé ekki svona því að ég hef oft verið frekar slæm í svona málum, sérstaklega fyrst eftir að ég byrjaði í skólanum. Þegar ég var frekar nýbyrjuð var ég í skýjunum þegar Jakob, forsetinn okkar, vissi hvað ég héti. Núna sé ég að það var alveg fáránlegt. Fólk er bara fólk. Kannski eru allir smá vinahórur, mér finnst samt alltaf best að eiga einn svona frekar náinn vinahóp og svo félaga utan við hann. Annars er samt oftast bara gaman að kynnast nýju fólki.

Lítið annað að segja, ég ætla að vitna í strák í MH sem ég þekki ekkert en ég les samt alltaf bloggið hans því að hann er svo skemmtilegur bloggari, sem sagði “Svo er bara svona almennt smá fiðringur í maga.

Móment:

Melkorka: Á ég að skalla þig?
Strákur frá Egilsstöðum: Ha?
Melkorka: *skallar strákinn frá Egilsstöðum* Ái!!!
Strákur frá Egilsstöðum: Hvað ertu eiginlega að gera?

Tónlist:

Eva Cassidy – Songbird
Elliot Smith diskurinn sem ég var að fá í hendurnar
Placebo – Black-eyed
Air – Cherry Blossom Girl (textinn er svo geðveikur, hann minnir mig á færslu sem ég skrifaði fyrir einhverjum vikum)
Green Day - When I come around

Mynd:



Í tilefni dagsins! Aðrir Gilmore Girls aðdáendur vita um hvað máli snýst.



Diljá og Melkorka gesprochen an 19:09

♣♣♣♣

{ Búið&Gert }

ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005


{ Er að }

lesa; Frú Pigalopp og jólapósturinn
hlusta á: Simon & Garfunkel - America
elska: snjó
hata: ekki snjó
láta mig langa í: hvít jól
forðast: að falla í Lan103


{ Links 2 3 4 }

Arnar Pétursson
Ásrún Magnúsdóttir
Berglind Pétursdóttir
Dagný Ósk Björnsdóttir
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Dr.Sindri Sverrisson
Elías Þórsson
Elín Margrét Rafnsdóttir
Elísabet Anna
Finnur Kári
Fróði Frímann
Gró Einarsdóttir
Halla Þórlaug
Hildur Rudolfsdóttir
Hlynur Ólafsson
Inga Auðbjörg
Íris Saara Karlsdóttir
Jana Maren
Jóhanna Margrét
Jóhannes Rokk
Jón Helgi Hólmgeirsson
Jón Kristján Kristinsson
Júlíana Sól
Katrín Björgvinsdóttir
Katrín Lilja Ólafsdóttir
Melkorka Rut
Mist Hálfdanardóttir
Olga Margrét Cilia
Salóme Rannveig
Sólveig Ragna Jónsdóttir
Stefanía Bjarney
Sunna Þórsdóttir
Tumi Karlsson
Úlfur Artí
Vala Ósk Gylfadóttir
Vilborg Ása Dýradóttir
Þórdís Erla Zoega