Síðasta ástin fyrir pólskiptin

miðvikudagur, desember 01, 2004

Núna er kominn desember. Desember kom fyrir 16 mínútum svo að raunverulega er ég ekki að blogga tvisvar saman daginn. Langaði bara að koma með eitthvað, ég byrja í mínum venjulegu prófum á mánudaginn og er rétt aðeins búin að kíkja á sögubókina og þýskuna. Ég veit að ég ætti að vera löngu byrjuð að læra almennilega, skipuleggja mig og leggjast í lærdóm en sannleikurinn er sá að ég er með minnstu sjálfstjórn sem hægt er að ímynda sér. Get ekki heldur hugsanlega einbeitt mér að einhverju einu í langan tíma sem er örugglega ástæðan fyrir því að ég les svo sjaldan bækur núna. Ég gerði varla annað en að lesa bækur einu sinni. Núna hafa tölvan og Ipodinn tekið við. Ég get oftast ekki lesið í bók í meira en hálftíma en svo get ég legið í rúminu í seríulýsta herberginu mínu í marga klukkutíma og hlustað á tónlist.
Ég er samt farin að kvíða verulega mikið fyrir því að ég falli í einhverju. Mér hefur eiginlega alltaf gengið vel í öllu námslega séð og fengið góðar einkunnir svo að ég veit ekki hvað ég myndi gera ef ég myndi þurfa að fara t.d. í sögu 103 aftur. Fjölskyldan mín er líka vön því að mér gangi svo svo að ef ég kæmi heim með einhver föll yrði þetta svona "Jæja þá, svo að þú ert komin í ruglið, Diljá?".

Gott þegar maður er svona miður jákvæður eftir miðnætti. Ég ætla að halda áfram á neikvæðu nótunum. Ég hef verið að hugsa aðeins um hluti sem ég þoli ekki. T.d. þoli ég ekki að vera of kalt. Þegar mér er of kalt get ég ekki hugsað um neitt annað en hvað mér er kalt heldur verð ég að einbeita mér að því að verða heitt aftur. Það er hræðilegt.
Eitt sem kemst mjög nálægt því að vera verra en að vera kalt er að þurfa að pissa. Þá er ég ekki bara að tala um að þurfa nauðsynlega að pissa heldur bara að þurfa að pissa yfir höfuð. Ef ég þarf að pissa eru einkennin mjög lík og ef mér er of kalt. Ég get ekki hugsað um neitt nema það hvenær ég komist næst á klósettið og mér líður eiginlega bara virkilega illa.
Þriðja sem ég þoli ekki er léleg stafsetning. Það er eitthvað við íslenskuvillur sem ég þoli ekki. Ég á örugglega eftir að fara í íslenskunám í háskóla ef ég fer ekki í einhvern hótel-skóla í Sviss, hversu nördalega sem það hljómar.

Ég elska þegar maður er búin að blogga fullt um eitthvað sem maður ætlaði ekkert að blogga um.

Random fact, í kaflanum þar sem ég setti út á lélega stafsetningu passaði ég mig á því að nota ekki stafsetning+villa í einu orði þar sem ég er ekki viss hvort það er 'stafsetningavilla' eða 'stafsetningarvilla'. Skot í fótinn.


Diljá og Melkorka gesprochen an 00:07

♣♣♣♣

{ Búið&Gert }

ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005


{ Er að }

lesa; Frú Pigalopp og jólapósturinn
hlusta á: Simon & Garfunkel - America
elska: snjó
hata: ekki snjó
láta mig langa í: hvít jól
forðast: að falla í Lan103


{ Links 2 3 4 }

Arnar Pétursson
Ásrún Magnúsdóttir
Berglind Pétursdóttir
Dagný Ósk Björnsdóttir
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Dr.Sindri Sverrisson
Elías Þórsson
Elín Margrét Rafnsdóttir
Elísabet Anna
Finnur Kári
Fróði Frímann
Gró Einarsdóttir
Halla Þórlaug
Hildur Rudolfsdóttir
Hlynur Ólafsson
Inga Auðbjörg
Íris Saara Karlsdóttir
Jana Maren
Jóhanna Margrét
Jóhannes Rokk
Jón Helgi Hólmgeirsson
Jón Kristján Kristinsson
Júlíana Sól
Katrín Björgvinsdóttir
Katrín Lilja Ólafsdóttir
Melkorka Rut
Mist Hálfdanardóttir
Olga Margrét Cilia
Salóme Rannveig
Sólveig Ragna Jónsdóttir
Stefanía Bjarney
Sunna Þórsdóttir
Tumi Karlsson
Úlfur Artí
Vala Ósk Gylfadóttir
Vilborg Ása Dýradóttir
Þórdís Erla Zoega