Síðasta ástin fyrir pólskiptin

föstudagur, desember 17, 2004

Tungan á mér er hætt að geta myndað hljóð. Í dag, frá hálf fjögur til sjö hef ég sagt svo oft 'argentínsk karmellusósa' að heilinn minn er hættur að vita hvað það þýðir. Þetta er eins og ef maður segir t.d. prentari oft í röð þá sér maður hvað það er asnalegt orð. Prentari. Prentari prentari prentari prentari prentari prentari prentari prentari. Ég var semsagt að kynna argentínskar karmellusósur sem mamma hennar Þórdísar er að flytja inn og nú er hægt að spyrja mig að öllu um þær. Með Jóa Fel ís. Nammi namm. Ég var samt á jólaballi MH til þrjú í nótt og var að sofna á mig, með krampa í brosvöðvunum. Dæmi um hvað fólk getur verið hresst og ég óhress:

Kona á fimmtugsaldri: Já já, er þetta Jóa Fel ísinn?
Ég: Jújú.
Kona á fimmtugsaldri: Og karamellusósa?
Ég: Já.
Kona á fimmtugsaldri: Híhíhí, maður væri nú til í að sjá Jóa Fel í karamellusósu.
Ég: Eh...
Kona á fimmtugsaldri: Er það ekki?
Ég: .......
Kona á fimmtugsaldri: Jú, maður væri til í það.
Ég: Ehehe...

Síðan fékk ég far heim með mjólkurtorgskonunni í Hagkaup, Spönginni, Grafarvogi. Henni kynntist ég einmitt í dag. Hún á gulan bíl. Hún spilaði spænskt teknó alla leiðina. Það var bara gaman. Ég er svo þreytt. Svo þreytt að ég get ekki skrifað. Get ekki skrifað langar setningar.
Í gær var jólaballið. Gott ball. Sá samt minna af Jagúar en ég hefði viljað en það var í lagi. Allt í lagi. Á morgunn er stórfélagsferðin og ég nenni ekki. Langar samt. Nei samt ekki. Jú samt. Nei samt ekki. Hef ekkert meira að segja. Ég er of þreytt. Mmm mamma er að gera piparkökudeig.


Diljá og Melkorka gesprochen an 21:09

♣♣♣♣

{ Búið&Gert }

ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005


{ Er að }

lesa; Frú Pigalopp og jólapósturinn
hlusta á: Simon & Garfunkel - America
elska: snjó
hata: ekki snjó
láta mig langa í: hvít jól
forðast: að falla í Lan103


{ Links 2 3 4 }

Arnar Pétursson
Ásrún Magnúsdóttir
Berglind Pétursdóttir
Dagný Ósk Björnsdóttir
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Dr.Sindri Sverrisson
Elías Þórsson
Elín Margrét Rafnsdóttir
Elísabet Anna
Finnur Kári
Fróði Frímann
Gró Einarsdóttir
Halla Þórlaug
Hildur Rudolfsdóttir
Hlynur Ólafsson
Inga Auðbjörg
Íris Saara Karlsdóttir
Jana Maren
Jóhanna Margrét
Jóhannes Rokk
Jón Helgi Hólmgeirsson
Jón Kristján Kristinsson
Júlíana Sól
Katrín Björgvinsdóttir
Katrín Lilja Ólafsdóttir
Melkorka Rut
Mist Hálfdanardóttir
Olga Margrét Cilia
Salóme Rannveig
Sólveig Ragna Jónsdóttir
Stefanía Bjarney
Sunna Þórsdóttir
Tumi Karlsson
Úlfur Artí
Vala Ósk Gylfadóttir
Vilborg Ása Dýradóttir
Þórdís Erla Zoega