Síðasta ástin fyrir pólskiptin

fimmtudagur, desember 16, 2004

Vá hvað það er gott að vera í jólafríi. Nammi namm, jólafrí. Vaknaði í dag klukkan tvö í fyrsta skiptið í langan tíma, það var fáránlega gott. Ætlaði að fara að versla jólagjafir í Kringlunni með Melkorku en eina sem við gerðum var að kíkja í eina búð þar sem ég ætlaði að reyna að finna eitthvað handa pabba mínum og mömmu. Síðan fengum við okkur að borða.

Í kvöld fór ég til Þórdísar. Planið var jólavídjómyndakvöld með nokkrum öðrum góðum gestum og Lays snakki en endaði sem Bachelorette/The L Word/Sex & The City kvöld með bara okkur tveim en fullt af bland í poka, kóki, ís, smákökum og ostapoppi. Nammi namm. Það kom samt svolítið góð pæling sem byrjaði með einu af þúsundum gullkorna frá Þórdísi sem var einhvernveginn svona "Vá hvað það væri geðveikt ef það væri bara alltaf spiluð tónlist undir í lífi manns." Þetta kom reyndar ekki alveg upp úr þurru því við vorum að tala um í bíómyndum þegar allt er rosalega kósí þar sem t.d. ein kona situr á kaffihúsi og það er svona kósí tónlist undir (kósí er svo ógeðslegt orð) og maður er svona 'Vá hvað ég væri til í að sitja á svona kósí kaffihúsi!'. Svo þegar maður situr einn á kaffihús þá er stemmningin ekkert svona góð. Það er örugglega eitthvað í sambandi við tónlistina. Hugsið ykkur (haha, það er svo undarlegt að ávarpa einhverja sem maður veit ekki hverjir eru, líka ólíklegt að fólk sé að lesa þetta saman svo af hverju ekki bara að segja 'hugsa þú þér'?) ef að það væri bara alltaf tónlist undir sem færi eftir því hvað væri í gangi. Ef maður væri í góðu skapi kæmi The lion sleeps tonight, ef maður væri leiður kæmi eitthvað með Joni Mitchell, ef maður væri í ástarsorg kæmi Without you I'm nothing, ef maður væri reiður kæmi Zombie, ef maður væri ástfanginn kæmi Songbird og á föstudögum kæmi Friday I'm in love. Oh, ég vildi að þetta væri svona. Annars eru þessi lög bara persónuleg, það fer náttúrulega eftir manneskjum hvað væri góðaskaps lagið þeirra eða ástarsorgar lagið þeirra. Gaman væri að vita (kommentahóra haha).

Í gær hélt ég jólaboð fyrir vinahópinn minn. Ég eldaði hangikjöt, uppstúf, kartöflur og laufabrauð og bauð uppá malt og appelsín. Eða nei, ég reyndar lýg því, mamma mín og pabbi elduðu en ég bauð samt svo ég segist hafað eldað. Pabbi minn sleppti því að stökkva uppá borð með kvenmannshárkollu og gítar og syngja Dominique nique nique eins og hann gerði í 9 ára afmælinu mínu. Pabbi rokk.

Ball á morgunn. Ég hlakka til. Eða eiginlega mætti segja að það væri í dag því að það er kominn 16.des. Og ég er ekki búin að kaupa neina jólagjöf. Og ég veit ekki einu sinni hvað ég á að gefa neinum í jólagjöf. Hins vegar langar mig í t.d. þetta, þetta, þetta, þetta, þetta, þetta og þetta nammi namm. Neeii haha, ég er svo á flippinu, eins og ég vilji eitthvað heimsfrið. Nei auðvitað samt.

Msn er skemmtilegt. Samkvæmt Ásrúnu er það staður ástarinnar. Ég þekki fjögur eðalpör sem kynntust á msn. Dæmi um hvað msn er sniðugt:

[00:11:13] -elín- : hvað segjist ;)
[00:11:39] druslufugl.b: fína! ég var einmitt á seltjarnó í kvöld :D
[00:12:24] -elín- : neiiii
[00:12:26] -elín- : þú lýgur því
[00:12:30] druslufugl.b: ó nei
[00:12:32] -elín- : hví komstu ekki í heimsókn
[00:12:33] -elín- : :|
[00:12:34] druslufugl.b: ruglkalt
[00:12:37] -elín- : hvað varstu að gera?
[00:12:38] druslufugl.b: því ég var í heimsókn
[00:12:53] druslufugl.b: æi er ég einhverntímann búin að segja þér frá
Tedda? 8-)
[00:13:28] -elín- : :-O
[00:13:28] -elín- : nei
[00:13:30] -elín- : WTF
[00:13:47] druslufugl.b: já ókei ég var semsagt hjá honum, hann er í
MS
[00:13:56] -elín- : nohh...
[00:13:59] -elín- : einhver lover?
[00:14:07] druslufugl.b: hmm já við erum eiginega saman
[00:14:13] -elín- : HAAAAAAAAAA??????????????
[00:14:17] -elín- : DILJA
[00:14:24] -elín- : í ALVÖRU :D
[00:14:30] druslufugl.b: jámm :D
[00:14:48] -elín- : teddi jááá..
[00:14:50] -elín- : ónigs
[00:14:51] -elín- : fgps
[00:14:55] -elín- : vissi sól um þetta?
[00:14:58] druslufugl.b: neu
[00:15:54] druslufugl.b: reyndar ekki
[00:16:12] -elín- : núnú
[00:16:22] -elín- : hvað er hann gamall
[00:16:25] druslufugl.b: 19
[00:16:30] -elín- : :-O
[00:16:31] -elín- : diljá
[00:16:33] druslufugl.b: nei ég er að ljúga ég var hjá þórdísi :D
[00:16:37] -elín- : ohh
[00:16:39] -elín- : fokkjú

HAHAHAHHAHHA...................... eða mér fannst þetta fyndið.

Æi, þetta var ekki formleg færsla eins og venjulega. Ég skrifaði haha á bloggið mitt. Og flipp. Reyndar bara í flippi. Þetta er jólafríið sem fer svona með mig.


Diljá og Melkorka gesprochen an 00:10

♣♣♣♣

{ Búið&Gert }

ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005


{ Er að }

lesa; Frú Pigalopp og jólapósturinn
hlusta á: Simon & Garfunkel - America
elska: snjó
hata: ekki snjó
láta mig langa í: hvít jól
forðast: að falla í Lan103


{ Links 2 3 4 }

Arnar Pétursson
Ásrún Magnúsdóttir
Berglind Pétursdóttir
Dagný Ósk Björnsdóttir
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Dr.Sindri Sverrisson
Elías Þórsson
Elín Margrét Rafnsdóttir
Elísabet Anna
Finnur Kári
Fróði Frímann
Gró Einarsdóttir
Halla Þórlaug
Hildur Rudolfsdóttir
Hlynur Ólafsson
Inga Auðbjörg
Íris Saara Karlsdóttir
Jana Maren
Jóhanna Margrét
Jóhannes Rokk
Jón Helgi Hólmgeirsson
Jón Kristján Kristinsson
Júlíana Sól
Katrín Björgvinsdóttir
Katrín Lilja Ólafsdóttir
Melkorka Rut
Mist Hálfdanardóttir
Olga Margrét Cilia
Salóme Rannveig
Sólveig Ragna Jónsdóttir
Stefanía Bjarney
Sunna Þórsdóttir
Tumi Karlsson
Úlfur Artí
Vala Ósk Gylfadóttir
Vilborg Ása Dýradóttir
Þórdís Erla Zoega