Síðasta ástin fyrir pólskiptin

föstudagur, desember 31, 2004

Vá, núna er alveg meira en vika síðan ég bloggaði síðast. Ég sem ætlaði að vera svo iðin við að blogga vel. Eftir sólarhring verður komið 2005. Það er svo skrýtið. Þegar ég var mikið minni hugsaði ég oft til þess að árið 2000 væri ég orðin 12 ára og fannst það rosalega gamalt og hlakkaði mikið til. 17 ára, þá var ég bara orðin fullorðin. Auðvitað breytist þetta svo, mér finnst ég eiga mjög langt í land með að verða fullorðin og sé ekki alveg hvernig ég á að spjara mig heilt ár í útlöndum á næsta ári án pabba og mömmu. Er samt eiginlega strax farin að kvíða fyrir þessu sólarhringslanga flugi, flug er eitt það hræðilegasta sem ég geri, panic attack panic attack (ég reyndi að finna íslenska orðið en fann ekki... nema það sé taugaáfall).

Var á leikritinu Martröð á jólanótt áðan sem LFMH setur upp í ár. Það var alveg frábært, ég skemmti mér frábærlega og allir stóðu sig stórkostlega, sérstaklega Jón Kristján. Hann er nefninlega með svona topp 10 lista á blogginu sínu.... eða ég meina, hann er nefninlega svo stórkostlegur strákur (maður?). Á leiðinni heim með Snorra, Jóni, Fróða og Ara rifjuðum við upp gamalt 'feis' sem var notað þegar við vorum lítil. Það er svona:

A: Þú ert bara ljótur kúkur!
B: Eh, sá sem segir það er það.

Þetta er svo geðveikt feis. Hvað geturðu sagt eiginlega? Þetta er bara staðhæfing, það er ekkert bara hægt að segja nei, sá sem segir það er það ekki. Það er búið að feisa mann og maður getur ekkert gert. Annað gott leikskólafeis:

A: Er eitthvað að þér?
B: Bara það sama og er að þér.

Einu sinni var ég A (eða reyndar oft, ég var frekar illur krakki) og fékk þetta á mig. Vá, ég gat ekki sagt neitt. Ég var svona átta ára og ég varð kjaftstopp í örugglega fyrsta skiptip í 8 ár. Mér datt ekkert í hug að segja á móti, stamaði bara eitthvað og labbaði svo í burtu. Ég man þetta ennþá svo vel og hvað ég reyndi ótrúlega mikið að hugsa upp gott comeback þegar ég kom heim en fann ekkert. Reyndar er ég ennþá að reyna að finna eitthvað rosalegt comeback en það bara er ekki til. Allaveganna finn ég það ekki. Loka leikskólafeisið:

A: Ég er fyrst.
B: Nei, ég vil vera fyrst.
A: Nei, ég.
B: Nei, ég. Punktur og basta, bannað að breyta að eilífu.

Ég er með svo mikið sem ég gæti bloggað um en samkvæmt Jóni Ben er langt = leiðinlegt.

Jón Ben says:
stutt og lesanlegt er málið

Svo ég ætla bara að punkta niður allt það sem ég gæti skrifað langan texta um.

  • Ég framkvæmdi skurðaðgerð á sjálfri mér um daginn, með nál, sótthreinsivökva, bómull, kveikjara og flísatöng
  • Stundum fæ ég rosalega góðar hugmyndir seint á kvöldin (eins og núna, sem er í rauninni nótt) eða í draumi. Svo þegar ég vakna morguninn eftir eru þessar hugmyndir ömurlegar og verst er þegar ég er búin að framkvæma þær kvöldið áður þegar þær voru ennþá sniðugar.
  • Ég elska snjónætur. Svona nætur þegar snjóar svona snjó sem heyrist ekkert í þegar hann fellur en allt verður miklu bjartara úti og maður getur setið við gluggann og horft á hann endalaust eða opnað þakgluggann og látið snjóa á sig. Allaveganna ég.
  • Það kemur þó nokkuð oft fyrir að ég enda ein í hópi þar sem bara eru strákar. Einu sinni fannst mér það asnalegt og fannst ég hljóta að vera rosaleg strákastelpa. Núna er mér alveg sama. Strákavinir eru alveg eins og stelpuvinir nema þeir tala minna um kærasta og eitthvað alvarlegt og slúðra miklu minna.
  • Stundum eru strákar sem hanga mikið með stelpuvinum sínum sagðir vera stelpustrákar. Það er svo asnalegt, ég held að strákar sem hanga mikið með stelpuvinum sínum læri bara meira á stelpur og það er frekar gott mál.
Ég kem með einhverja djúsí topp 5 lista seinna, það er víst bloggtískan núna þegar nýja árið kemur. Sá sem sagði að bloggið væri dautt hafði rangt fyrir sér.

Tónlist:

Brennið þið vitar
The Cure- Pictures of you
Ókind - Jólakötturinn
Eva Cassidy - Songbird


Diljá og Melkorka gesprochen an 02:28

♣♣♣♣

{ Búið&Gert }

ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005


{ Er að }

lesa; Frú Pigalopp og jólapósturinn
hlusta á: Simon & Garfunkel - America
elska: snjó
hata: ekki snjó
láta mig langa í: hvít jól
forðast: að falla í Lan103


{ Links 2 3 4 }

Arnar Pétursson
Ásrún Magnúsdóttir
Berglind Pétursdóttir
Dagný Ósk Björnsdóttir
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Dr.Sindri Sverrisson
Elías Þórsson
Elín Margrét Rafnsdóttir
Elísabet Anna
Finnur Kári
Fróði Frímann
Gró Einarsdóttir
Halla Þórlaug
Hildur Rudolfsdóttir
Hlynur Ólafsson
Inga Auðbjörg
Íris Saara Karlsdóttir
Jana Maren
Jóhanna Margrét
Jóhannes Rokk
Jón Helgi Hólmgeirsson
Jón Kristján Kristinsson
Júlíana Sól
Katrín Björgvinsdóttir
Katrín Lilja Ólafsdóttir
Melkorka Rut
Mist Hálfdanardóttir
Olga Margrét Cilia
Salóme Rannveig
Sólveig Ragna Jónsdóttir
Stefanía Bjarney
Sunna Þórsdóttir
Tumi Karlsson
Úlfur Artí
Vala Ósk Gylfadóttir
Vilborg Ása Dýradóttir
Þórdís Erla Zoega