Eftir játninguna um offitusjúklingana get ég loksins haldið áfram að blogga. Blogg blogg. Hvað ætli sé íslenska orðið? Skiptir ekki máli, ég myndi aldrei nota það. Allaveganna ekki ef það væri eitthvað eins og rafræn færslubók, þá er blogg betra. Annars er alltaf verið að stytta allt núna niður í eitthvað sem endar á -ó. Rafó? Færsló? Hvað er eiginlega málið með það samt, svona í alvöru. Það eru til -ó styttingar sem allir þekkja eins og strætó, bíló og sígó en svo eru aðrar sem ég get ekki skilið af hverju eru notaðar. En ég nota þær samt sjálf. Stundum. Dæmi:
Sjáðu, ég var í klippó (
klippingu)
Kemurðu í mató? (
matsöluna)
Nei, förum frekar í maró (
Maraþaraborg)
Eru þau kæró? (
kærustupar)
Pottó (
pottþétt)
Þetta er kannski ekki það slæmt því þetta eru allt allaveganna sæmilega löng orð. Það sem er verst er:
Blessó (
bless)
Við erum á Mokkó (
Mokka)
Ætlarðu á morfó? (
morfís)
Viltu nammó? (
nammi)
Til hvers? Asnó (
asnalegt).
Einu sinni hugsaði ég með mér hvað það væri nú þægilegt ef maður vissi alltaf hver væri hrifinn af hverjum og hver ekki. Þetta er nú eitt stærsta vandamál mannkyns. Hverja mínútu pínast mörg þúsundir manna um leið og þeir velta fyrir sér hvort hrifning þeirra á einhverjum sérstökum geti verið gagnkvæm. Þess vegna virðist það rosalega góð hugmynd af redda þessu bara einhvernveginn þannig að þetta væri á hreinu. Síðan hugsaði ég meira um það og mér fannst þetta ennþá frábær hugmynd og ákvað að þegar ég yrði forsætisráðherra myndi ég fá þetta sett í lög. Svo hugsaði ég aðeins betur og þá sá ég að þetta var ekkert sniðugt. Það yrðu brotin hjörtu allsstaðar (ljóðrænt). Reyndar líka eitthvað um glöð hjörtu en ég meina, hitt yrði án efa algengara. Það tæki líka alla spennuna úr öllu. Enginn væri að eltast við neinn lengur, enginn væri leynilega hrifinn af neinum, engar 70 rauðar rósir frá xxxxx. Hversu leiðinlegt? Þetta yrðu bara allt svona tjilluð samtöl:
-Hey ég sé að þú ert að fíla mig. Mér hefur nú alltaf fundist þú frekar flott svo myndirðu nenna í bíó?
-Jaaáá kannski, annars er Siggi líka hrifinn af mér og Palli en ég skal hugsa málið.
-Já ég skil, samt ekki of lengi því að ég sá að Magga og Hildur eru líka að spá í mér svo kannski ég bjóði annarri þeirra.
-Nei heyrðu, ætli ég slái ekki bara til. Klukkan átta?
-Segjum það.
-Kúl.
Ég held að fólk hafi bara gaman af að láta pína sig. Þetta væri kannski ágætt stundum en til lengdar væri það örugglega eins og að hafa jólin á hverjum degi. Böll yrðu leiðinleg, allir nógu drukknir til að fíla hvern sem er og það myndi skapast kaós í kringum vinsælustu strákana/stelpurnar. Ég pant fá Atla, nei hann er að fíla mig, hey mig líka, og mig, ég kom fokking fyrst, hættu að troðast feita hóran þín, hvern ert þú að kalla hóru?.
Nei, það væri ekki gaman.
Það yrðu engar skottegundir lengur. Lífið yrði grátt og það myndi alltaf vera rigning. Skottegundir sem myndu líða undir lok:
1) Ég er svo skotin í þér og þú ert besti vinur minn, æi mig langar að deyja.
2) Ég er svo skotin í þér en þú ert þokkalega vinsælasti strákurinn í öllum skólanum og hefur engan áhuga á mér.
3) Ég er svo skotin í þér en ég hef aldrei talað við þig en ég veit hvað þú heitir og skoða alltaf myndina af þér á nfmh.is.
4) Ég er svo skotin í þér en þú ert giftur konu sem hefur ættarnafnið Paradise, býrð í Frakklandi og átt nokkur börn. Svo ertu líka rúmlega fertugur.
5) Ég er svo skotin í þér en ég var með þér á síðasta balli og núna þori ég ekki að segja hæ.
6) Ég er svo skotin í þér en þú átt kærustu.
7) Ég er svo skotin í þér en samkvæmt vinum mínum ertu erkifífl.
Bottom line? Hrifning er að hinu illa og allt sem henni fylgir. Punktur og basta, bannað að breyta.
Gullkorn:
Snorri: Vissuð þið að 1/5 af manneskjum í heiminum eru brunaliðsmenn?
Fróði: Það hafa verið 30 dagar í febrúar. Einu sinni í Svíþjóð.
Ásrún: Maður er handtekinn fyrir að reykja sígarettur í gegnum munninn og nefið á sama tíma. Það hefur gerst, á Íslandi. Vinkona mín sagði mér það. Hún er samt alltaf að ljúga að mér.
Tónlist:
The Killers- Somebody told me
Tori Amos - Love song, Cure cover
Joni Mitchell - Both sides now