Ég er búin að ákveða að í staðinn fyrir að blogga með svona hæfilegu bili ætla ég að blogga þegar mig langar til þess. Það gæti gert mig að múltíbloggara því mig langar frekar oft að blogga þótt það sé ekki um neitt sérstakt. En það verður bara svoleiðis.
Í gær var fyrsti skóladagurinn eftir áramót og ég held að ég hafi aldrei í lífi mínu verið jafn þreytt. Ég náði varla að loka munninum á milli geispa (það er svo skrýtið að strax og ég byrja að skrifa um geisa byrja ég að geispa). Geispi er frekar gott orð. Geispi geispi geispi geispi geispi geispi. Kvöldið áður ákvað ég að vera rosalega dugleg og var komin upp í rúm klukkan korter í ellefu. Ég reyndi allt til þess að sofna. Ég náði meira að segja í gömlu Westlife diskana mína (gömul Westlife lög eru veikleiki hjá mér)
. Sólarhringsviðsnúari.
Strætómenning er undarleg. Í strætó áttu að segja hæ við allt fólkið sem þú þekkir, annars ertu dónalegur. Samt er meira en helmingurinn af þeim alltaf með heyrnatól og svo er maður sjálfur með heyrnatól. Ég hef oft verið að hugsa hvort að það sé dónalegt að segja ekki hæ ef báðar manneskjur eru að hlusta á tónlist. Og ef maður tekur kannski heyrnatólin úr öðru eyranu til að spjalla við einhvern og síðan hefur maður ekkert meira að segja, hvenær er þá í lagi að setja það aftur í eyrað? Það er öðruvísi ef maður setur á pásu á iPodnum/geislaspilaranum því að þá er hægt að vera rosalega lúmskur og setja á play aftur án þess að nokkur takið eftir því. Ef þú setur heyrnatólin í eyrun aftur þá finnst sumum það vera eins og að segja "Þú ert svo hrikalega leiðinleg/ur og nú nenni ég ekki að hlusta á þig lengur." Það sem gerir það líka enn flóknara er að fólk vill fá að hlusta á tónlistina sína og nennir ekki að spjalla en verður samt móðgað ef það er ekki spjallað við það. Þetta er frekar erfitt, ég ætti að þekkja fleiri með bílpróf. Þá kæmu ekki upp svona vandamál. Annars verð ég 17 eftir 53 daga, það verður gaman.
Tónlist:
Franz Ferdinand - Take me out, ákvað að kryfja aðeins textann og uppgötvaði lagið upp á nýtt
Beach Boys - Why do fools fall in love, þessi útgáfa er of flott
Eurythmics - There must be an angel, gott strætólag
Michael Buble - Sway, fær mig til að dansa
Ann Murray - Even though we aint got money, sígilt broslag, allaveganna hjá mér
Móment:
Heimspekikennarinn minn: ÞÚ ÞARNA SEM ERT ALLTAF HLÆJANDI!!!
Ég: Ha?
Heimspekikennarinn minn: Já þú! Ertu hrifin af einhverjum strák?
Ég: Ehummeee, já...
Heimspekikennarinn minn: Myndirðu vera áfram hrifin af honum ef þú vissir að hann dræpi kettlinga sér til skemmtunar?
Ég: Ég... ég veit það ekki. Nei, ég efa það.
Heimspekikennarinn minn: Já, það er einmitt það!
Ég: Mmm..
Annars vantar mig svefn. Ætlaði að ná honum upp um helgina en þetta eyðilagði það:
Helgar |
Klukkan |
Hvert |
|
|
|
Frá Mjódd | 12.30 | Í Bláfjöll og Skálafell |
Samt... langt síðan ég fór á bretti, þetta verður gaman.