Síðasta ástin fyrir pólskiptin

sunnudagur, janúar 30, 2005

Í gær var ég að kynna uppi í Árbæ. Þá stend ég bakvið borð og brosi rosalega mikið á meðan ég segi fólki að ég þessum ávaxtasafa sé enginn viðbættur sykur og þeir séu í rauninni ekkert nema pressaðir ávextir. Á þessum klukkutímum fór ég að spá í fólki. Mér finnst svo gaman að flokkum svo ég ætla að koma með nokkra flokka sem voru áberandi í Árbænum.

1. Fólkið sem lét börnin sín smakka fyrir sig og túlkaði síðan allt sem þau sögðu (þau voru oftast ekki eldri en þriggja ára) sem eitthvað neikvætt.
Dæmi:
Mamman: "Er þetta gott, Sara?"
Sara: "Mmjkloooongntt"
Mamman: "Finnst þér þetta vont, já?"
Sara: Tuuungklomoni
Mamman: "Henni finnst þetta vont."

2. Fólkið sem segir manni allt um líf sitt.
Dæmi:
"Já, þetta er nú sniðugt! Ég er einmitt að fá strákana mína tvo til mín í kvöld, nei þeir eru dóttursynir mínir, ekki mínir eigin synir hahaha. Ég vil endilega vera góð við þá, ég sé þá svo sjaldan skilurðu, þeir búa nefninlega í útlöndum með foreldrum sínum. Mamma þeirra, það er dóttir mín, hún flutti til Bandaríkjana til að fara í háskóla þar og læra lögfræði. Já, hún Katla mín hefur alltaf verið svo gáfuð, enda er pabbi hennar líka mikill gáfumaður, hann er einmitt skurðlæknir. En hún hefur útlitið frá mér, jájájá, nei ég segi svona. Langamma hennar var hún valin fallegasta kona Húnavatnssýslu um aldamótin 1900, já það var mikill sómi fyrir fjölskylduna. Ég hef samt aldrei skilið af hverju hún skírði yngri strákin Húna, það er nú ekkert mjög fallegt nafn. Sá eldri heitir hins vegar Magnús, eins og pabbi hans, það er nú gott og traust nafn."

3. Fólkið sem finnst gaman að vera dónalegt.
Dæmi:
"Nei, takk ég vil ekki smakka. Þetta er örugglega ógeðslegt."

4. Fólkið sem afsakar sig fyrir að kaupa ekkert.
Dæmi:
"Já mmm, rosalega gott. Ég ætla að bíða aðeins með þetta. Mjög gott samt. Er bara að flýta mér svolítið núna. Kaupa lítið. Þú skilur."

5. Fólkið sem þarf að setja út á allt og vera yfir höfuð mjög leiðinlegt.
Dæmi:
"Þú setur svo mikið í glösin, settu minna. Ertu ekki alveg örugglega með hanska? Jú, ókei. Þetta ætti ekki að vera gult á litinn. Vonandi ertu með slökkt á símanum þínum á meðan þú ert að vinna!"

6. Fólkið sem spyr endalausra persónulegra spurninga. Oftast krakkar.
Dæmi:
"Já og ert þú ekki úr Árbænum? Áttu einhver yngri systkini? Færðu vel borgað? Áttu kærasta? Í hvaða skóla ertu? Finnst þér þetta sjálfri gott?"

Þetta eru allt saman real-life dæmi síðan í gær en samt sem áður var ekki slæmt. Var komin með verki í nokkra vöðva eftir endalaust bros en annars frekar góð.
Það sem kom mér samt mest á óvart var hversu margir lyktuðu eins og hestur. Haha gott grín Diljá, eins og einhver lykti eins og hestur. Nei. Ekki grín. Um það bil þriðja hver manneskja lyktaði eins og hross. Namminamm.

Tónlist:

Chris de Burgh - Lady in red
Joni Mitchell - Case of you
Billy Joel - For the longest time
Scissor Sisters - Can't come quickly


Diljá og Melkorka gesprochen an 19:56

♣♣♣♣

{ Búið&Gert }

ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005


{ Er að }

lesa; Frú Pigalopp og jólapósturinn
hlusta á: Simon & Garfunkel - America
elska: snjó
hata: ekki snjó
láta mig langa í: hvít jól
forðast: að falla í Lan103


{ Links 2 3 4 }

Arnar Pétursson
Ásrún Magnúsdóttir
Berglind Pétursdóttir
Dagný Ósk Björnsdóttir
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Dr.Sindri Sverrisson
Elías Þórsson
Elín Margrét Rafnsdóttir
Elísabet Anna
Finnur Kári
Fróði Frímann
Gró Einarsdóttir
Halla Þórlaug
Hildur Rudolfsdóttir
Hlynur Ólafsson
Inga Auðbjörg
Íris Saara Karlsdóttir
Jana Maren
Jóhanna Margrét
Jóhannes Rokk
Jón Helgi Hólmgeirsson
Jón Kristján Kristinsson
Júlíana Sól
Katrín Björgvinsdóttir
Katrín Lilja Ólafsdóttir
Melkorka Rut
Mist Hálfdanardóttir
Olga Margrét Cilia
Salóme Rannveig
Sólveig Ragna Jónsdóttir
Stefanía Bjarney
Sunna Þórsdóttir
Tumi Karlsson
Úlfur Artí
Vala Ósk Gylfadóttir
Vilborg Ása Dýradóttir
Þórdís Erla Zoega