Síðasta ástin fyrir pólskiptin

sunnudagur, janúar 23, 2005

Hlutir sem gleðja mig núna:

Náttbuxur
Pizza síðan á föstudaginn
Brauðstangir síðan á föstudaginn
Kók síðan á föstudaginn
Romy And Michelle's High School Reunion á vídjó, ekki síðan á föstudaginn
Nýja batteríið í símanum mínum
HM í handbolta
Sunnudagar

Hlutir sem pirra mig núna:

Það vantar batterí í músina mína
Skítugar neglur
Kötturinn minn vakti mig alltof snemma í morgunn
Tannburstinn mínn því ég týni honum alltaf
Sund

Í dag er örugglega gráasti dagur sem hefur sést. Þegar ég horfi út um gluggann er allt grátt, himininn er grár, trén eru grá, snjórinn er grár, húsin eru grá, fuglarnir eru gráir. Samt er ég í ágætu skapi. Áðan mundi ég eftir hitabylgjunni í sumar og því að þá gekk ég um á flip-flops og í hlýrabolum í tvær vikur. Þá fór ég í slæmt skapi en það lagaðist þegar ég mundi eftir geitungunum og köngulónum sem eru ekki á veturna.

Í gær fór ég í mjög hresst partí. Stikkorð: snjór, eldhús, 28.febrúar, kóðun, rauðhærðir, flegnir bolir, kuldi og Dalai Lama. Ekki meira um það.

Msn myndir eru skemmtileg pæling. Einu sinni var ekki hægt að hafa mynd á msn en núna er maður rosalega asnalegur ef maður er ekki með neina mynd. Þessar myndir eru eiginlega búnar að taka við af msn nöfnunum sem lýsing á því hvernig persóna maður er.

Mynd af hljómsveit - sýnir hversu mikil áhugamanneskja um tónlist manneskjan er
Venjuleg sjálfsmynd - sýnir að manneskjan er bæði þroskuð og áhugaverð
Kettlingamynd - sýnir að manneskjan er sæt og góðhjörtuð, hefur mikinn áhuga á réttindum dýra og vill bæta heiminn
Einkahúmors myndir - sýnir að manneskjan er með mjög fáa á contact listanum sínum
Óvenjuleg sjálfsmynd - sýnir að manneskjan er ÝKT FLIPPUÐ
Paramyndir - sýnir að manneskja á kærasta/kærustu og er þess vegna ekki alveg glötuð

Annað er ekki jafn merkilegt.

Samtal:

Mamma: Hvar er klósettburstinn?
Ég: Hann er hérna.
Mamma: Já, komdu með hann niður stigann.
Ég: Grípurðu hann ekki bara?
Mamma: Diljá, ég gríp nú ekki klósettburstann!
Ég: Nei, ég var bara að grínast.

Tónlist:
Tony Orlando & Dawn - Tie a yellow ribbon

Ég hef aldrei getað gleymt þessu lagi eftir að einhver þýddi textann fyrir mig yfir á íslensku. Það var þegar ég kunni ekki ensku.




Diljá og Melkorka gesprochen an 12:38

♣♣♣♣

{ Búið&Gert }

ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005


{ Er að }

lesa; Frú Pigalopp og jólapósturinn
hlusta á: Simon & Garfunkel - America
elska: snjó
hata: ekki snjó
láta mig langa í: hvít jól
forðast: að falla í Lan103


{ Links 2 3 4 }

Arnar Pétursson
Ásrún Magnúsdóttir
Berglind Pétursdóttir
Dagný Ósk Björnsdóttir
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Dr.Sindri Sverrisson
Elías Þórsson
Elín Margrét Rafnsdóttir
Elísabet Anna
Finnur Kári
Fróði Frímann
Gró Einarsdóttir
Halla Þórlaug
Hildur Rudolfsdóttir
Hlynur Ólafsson
Inga Auðbjörg
Íris Saara Karlsdóttir
Jana Maren
Jóhanna Margrét
Jóhannes Rokk
Jón Helgi Hólmgeirsson
Jón Kristján Kristinsson
Júlíana Sól
Katrín Björgvinsdóttir
Katrín Lilja Ólafsdóttir
Melkorka Rut
Mist Hálfdanardóttir
Olga Margrét Cilia
Salóme Rannveig
Sólveig Ragna Jónsdóttir
Stefanía Bjarney
Sunna Þórsdóttir
Tumi Karlsson
Úlfur Artí
Vala Ósk Gylfadóttir
Vilborg Ása Dýradóttir
Þórdís Erla Zoega