Síðasta ástin fyrir pólskiptin

sunnudagur, janúar 09, 2005

Símtal:

Ég: Halló.
Elín: HAHAHAHAHAHHAHAHAHA, hæææææææææ!
Ég: Já, hæ
Elín: HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA
Ég: ...
Elín: HAHAHAHAHA, VEISTU HVAÐ????
Ég: Nei, hvað?
Elín: Ég var að horfa á fréttirnar HAHAHAHA og það var frétt um offitusjúklinga AHAHAHAHAHAHAHAHA.
Ég: Já, þeir geta nú verið fyndnir (nei, ég man ekki hvað ég sagði)
Elín: Og manstu í vorhátíðinni uppi í skóla í maí þegar var HAHAHAHA verið að gefa frospinna?
Ég: Já ég man.
Elín: Og sjónvarpið kom?
Ég: Já, einmitt.
Elín: Já, það var verið að tala um offitu hjá börnum í fréttunum HAHAHAHAHA.
Ég: Já, þessir krakkar.
Elín: HAHAHAHA og þegar var verið að segja það kom svona mynd af okkur tveim að borða frostpinna!!!!
Ég: HA?
Elín: JÁ!!! HAHAHAHAHAHAHAHAHA
Ég: HAHAHAHAHAHAH
Elín: HAHAHAHAHAHAHAHA
Ég: HAHAHAHAHAHAHA
Elín: VERRA! Við erum báðar ógeðslega súrar og ógeðslegar.
Ég: Æææææææææiiii, einu sinni vorum við ljótar (nei ég man það ekki heldur hérna)
Elín: HAHAHAHA
Ég: HAHAHAHA
Elín: Jááájájá, viltu koma á kaffihús í kvöld?
Ég: Nei, ég er að fara í leikhús með ömmu minni.
Elín: Já, ókei. Skemmtu þér vel.
Ég: Takk.
Elín: Bless þá.
Ég: Já blessó.

Ætli RÚV sé að senda okkur eitthvað hint?
"Sjáðu á hlið, hef ég bætt á mig?" (í hvaða mynd?)
Þetta var gott dæmi um notkun á frasanum "Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta". Ákvað samt að hlæja, til að standa undir nafni.
Ég held að ég hafi aldrei skrifað h og a jafn oft í einni færslu. Annað sem er að frétta er að ég get ekki hreyft mig vegna harðsperra (hassperra? harsperra?) og marbletta og er þess vegna tímabundið fötluð. Það er samt satt, ég á erfitt með gang og aðra hreyfingu.


Diljá og Melkorka gesprochen an 23:40

♣♣♣♣