Síðasta ástin fyrir pólskiptin

miðvikudagur, janúar 26, 2005
Strætólúðar

Í svona myndum, bara týpískum myndum þá er alltaf einhver lúða, aumingja eða nörda týpa. Þegar manneskjan kemur og er að labba um t.d. gangana í skólanum kemur eitthvað sorglegt lag (Joni Mitchell?) og oftar en ekki er hitt fólkið á ganginum í tómataslag á meðan. Þegar lagið er komið í viðlagið fær lúðinn óvart tómat í höfuðið og allir hinir verða rosalega vandræðalegir en eru samt flissandi.
Næsta sena er þegar þessi sama manneskja fer í strætó. Hún er að labba svona ein með bækurnar sínar í fanginu eins og Sandy í Grease og hárið á henni er allt blautt og úfið. Allir vinsælu krakkarnir sitja í Levis buxunum sínum og með hliðartöskurnar sem kostuðu rosalega mikið en eiga samt að vera old-school og töff. Allir sem labba á móti henni í strætó rekast utan í hana og á endanum missir hún allar bækurnar.
Þegar hún fer út keyrir strætóinn framhjá og beint ofan í poll sem skvettist allur á hana.

Svona atriði eru í mörgum myndum svo að ætli lúðar séu eitthvað óheppnari en annað fólk? Það skvettist aldrei úr polli yfir fyrirliðann í fótboltaliðinu fyrr en kannski í endann þegar hann er búinn að vera vondur og nördatýpan er orðin aðalklappstýra. Ég ætla að gera kvikmynd þar sem vinsæla manneskjan fær tómat í hausinn og nær að halda kúlinu.

Ökuskólinn kallar núna, hægur dauði bíður mín en hvað gerir maður ekki fyrir lookið?


Diljá og Melkorka gesprochen an 16:52

♣♣♣♣

{ Búið&Gert }

ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005


{ Er að }

lesa; Frú Pigalopp og jólapósturinn
hlusta á: Simon & Garfunkel - America
elska: snjó
hata: ekki snjó
láta mig langa í: hvít jól
forðast: að falla í Lan103


{ Links 2 3 4 }

Arnar Pétursson
Ásrún Magnúsdóttir
Berglind Pétursdóttir
Dagný Ósk Björnsdóttir
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Dr.Sindri Sverrisson
Elías Þórsson
Elín Margrét Rafnsdóttir
Elísabet Anna
Finnur Kári
Fróði Frímann
Gró Einarsdóttir
Halla Þórlaug
Hildur Rudolfsdóttir
Hlynur Ólafsson
Inga Auðbjörg
Íris Saara Karlsdóttir
Jana Maren
Jóhanna Margrét
Jóhannes Rokk
Jón Helgi Hólmgeirsson
Jón Kristján Kristinsson
Júlíana Sól
Katrín Björgvinsdóttir
Katrín Lilja Ólafsdóttir
Melkorka Rut
Mist Hálfdanardóttir
Olga Margrét Cilia
Salóme Rannveig
Sólveig Ragna Jónsdóttir
Stefanía Bjarney
Sunna Þórsdóttir
Tumi Karlsson
Úlfur Artí
Vala Ósk Gylfadóttir
Vilborg Ása Dýradóttir
Þórdís Erla Zoega