Síðasta ástin fyrir pólskiptin

miðvikudagur, febrúar 02, 2005
Finch, fist yourself

Ég ætlaði reyndar ekkert að skrifa meira um vinnuna en ég verð að nefna tvo tíu ára strákana sem komu í dag:

Strákur 1: Hæ!
Ég: Hæhæ.
Strákur 2: Er þetta gott?
Ég: Já, ég myndi segja það.
Strákur 1: Mmm, GOTT!!!
Ég: Já, finnst þér ekki?
Strákur 2: Hvað er mikið sykurmagn í þessu?
Strákur 1: Þú hefur tíu sekúndur til að svara!
Ég: Ekki neitt, það er enginn sykur í þessu. Tíu sekúndur búnar?
Strákur 1: Nei, þú náðir þessu.
Ég: Frábært!
Strákur 2: Pabbi hans á Nóatún.
Strákur 1: Pabbi minn sko.
Ég: Jahá.
Strákur 2: Má ég fá meira?
Strákur 1: Ég líka?
Ég: Já endilega.
Strákur 1: Nammi, þetta er rosalega gott.
Strákur 2: Bless bless, Guð geymi þig!
Ég: Takk, sömuleiðis.

Það er samt ekki hægt alveg að lýsa því hvað þetta var gott samtal, you had to be there. Ég vildi að ég hefði getað tekið þá heim, mig langaði að eiga þá. Annars lítið. Jú, í dag kom ég inná klósettið upp í skóla og það var góð lykt þar. Það var mjög skrýtið því að oftast er einhver súr klósettlykt þar sem ég fyrirlít að anda inn en í dag var eitthvað breytt. Ef þetta heldur áfram ætla ég að fara að fara oftar á klósettið.

Í nótt vaknaði ég og var rosalega þreytt. Ákvað samt að drífa mig á fætur til þess að ná að fá mér morgunmat áður en ég færi í skólann svo ég hoppaði (bókstaflega reyndar) fram úr rúminu, fór í náttsloppinn minn (já, ég á svoleiðis) og inniskóna og opnaði hurðina fram. Þá fyrst fór ég að hugsa um að vekjaraklukkan mín hefði ekkert hringt og ákvað að kíkja hvort hún væri nokkuð biluð. Þá var klukkan að verða hálf-fjögur. Ég hef sjaldan verið jafn ill út í sjálfa mig. Fór samt á klósettið fyrst ég var komin á fætur og rakst á leiðinni á árásargjarna köttinn minn sem er ástæðan fyrir því að ég er alltaf útklóruð allsstaðar. Hann er líka óður í bera leggi og stökk á mig og beit mig í kálfann. Það bætti ekki skapið svo ég fór hundfúl að sofa klukkan hálf-fjögur. Á meðan voruð þið öll örugglega sofandi. Heppin.

Jæja, ég er uppiskroppa með sögur. Ef ég myndi nenna út í þetta ógeðslega veður myndi ég rölta út í 10-11 og kaupa mér gult síríus súkkulaði og kók og kirsuberjahlaup. En ég nenni því ekki.
Í staðinn ætla ég að koma með annað klósettburstadæmi um það að enginn skilur húmorinn minn. Allavega ekki mamma mín.

Mamma: *bendir á nokkur glös og einn disk við hliðina á tölvunni* Hva, ertu að safna leirtaui, Diljá?
Ég: Já einmitt, ekki taka þetta.
Mamma: *teygir sig í áttina að glösunum*
Ég: NEI! Ekki taka þetta, ég sagðist vera að safna!
Mamma: Já en, Diljá mín, hvað ætlarðu að gera við þrjú glös og disk?
Ég: Nei, ég var að grínast, þú mátt alveg taka þetta.



Diljá og Melkorka gesprochen an 19:31

♣♣♣♣

{ Búið&Gert }

ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005


{ Er að }

lesa; Frú Pigalopp og jólapósturinn
hlusta á: Simon & Garfunkel - America
elska: snjó
hata: ekki snjó
láta mig langa í: hvít jól
forðast: að falla í Lan103


{ Links 2 3 4 }

Arnar Pétursson
Ásrún Magnúsdóttir
Berglind Pétursdóttir
Dagný Ósk Björnsdóttir
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Dr.Sindri Sverrisson
Elías Þórsson
Elín Margrét Rafnsdóttir
Elísabet Anna
Finnur Kári
Fróði Frímann
Gró Einarsdóttir
Halla Þórlaug
Hildur Rudolfsdóttir
Hlynur Ólafsson
Inga Auðbjörg
Íris Saara Karlsdóttir
Jana Maren
Jóhanna Margrét
Jóhannes Rokk
Jón Helgi Hólmgeirsson
Jón Kristján Kristinsson
Júlíana Sól
Katrín Björgvinsdóttir
Katrín Lilja Ólafsdóttir
Melkorka Rut
Mist Hálfdanardóttir
Olga Margrét Cilia
Salóme Rannveig
Sólveig Ragna Jónsdóttir
Stefanía Bjarney
Sunna Þórsdóttir
Tumi Karlsson
Úlfur Artí
Vala Ósk Gylfadóttir
Vilborg Ása Dýradóttir
Þórdís Erla Zoega