Síðasta ástin fyrir pólskiptin

sunnudagur, febrúar 06, 2005
Stifmeister's palace of love... uh... straight love

Ég er svo fegin. Á hverri nóttu klukkan 12:04 pípir eitthvað. Bara einu sinni og svo ekkert meira. Ég hef legið vakandi stundum og beðið eftir að þetta kæmi til að reyna að komast að því hvað þetta væri. Stundum hef ég sofnað með hendurnar fyrir eyrunum því ég er svo hrædd við pípið. Það var fyrst núna fyrir 3 mínútum sem ég komst að því að þetta er iPodinn minn. Ég hef samt aldrei stillt hann. Góð saga.

Er það 'nú er úti veður vott' eða 'nú er úti veður vont'? Ég ætlaði að byrja að syngja þetta lag í kvöld þegar ég leit út um gluggann en kunni ekki textann. Vandræðalegt. Ég vildi að ég gæti komið með einhverja góðar sögur frá deginum og sýnt öllum hvað líf mitt er áhugavert en í rauninni er þessi dagur einn sá hægasti sem ég hef lifað. Vaknaði klukkan hálf 2, borðaði morgunmat og fór svo aftur að sofa klukkan 4. Það er ekki hægt að reyna að gera eitthvað áhugavert úr því. Ég man ekki einu sinni hvað mig dreymdi.

Annars er ég hætt að vera kaldhæðin yfir internetið. Það virkar aldrei. Dæmi:

[16:40:51] Lonely Range: ætlarðu til möggu í kvöld?
[16:41:44] druslufugl.b: oh nei, ég hata möggu
[16:41:59] Lonely Range: ha af hverju???
[16:42:15] druslufugl.b: nei bara hún er svo leiðinleg
[16:42:09] Lonely Range: ætlarðu semsagt ekki að fara eða?
[16:42:56] druslufugl.b: nei vá, frekar myndi ég deyja!
[16:45:12] Lonely Range: kaldhæðni?
[16:45:55] druslufugl.b: já

Ég styð þann sem sagði að það ætti að vera sérstaklega merkt ef maður væri að vera kaldhæðinn. Það myndi gera allt miklu auðveldara.

Talandi um kaldhæðni (örlaganna?). Einu sinni fannst mér mikilvægt að vera með góðan tónlistarsmekk og hefði aldrei einu sinni hugsað um að hlusta á sumt af því sem ég hlusta á núna með góðri samvisku. Þess vegna hló ég upphátt að sjálfri mér þegar ég sá að Dragostea Din Tei er í 8.sæti á Top 25 Most Played í iPodnum mínum. Þetta hefði ég ekki fyrirgefið sjálfri mér fyrir svona hálfu ári. Í tilefni af því ætla ég að opinbera Top 25 Most Played og afbrigðilega tónlistarsmekkinn minn þar með. Oj hvað ég tala formlega. Ég verð að hætta.

  1. The Killers - Somebody Told me
  2. Scissor Sisters - Can't come quickly
  3. Phil Collins - Against All Odds
  4. Rufus Wainwright - Halleljuah
  5. Joni Mitchell - A Case Of You
  6. Tony Orlando & Dawn - Tie A Yellow Ribbon
  7. Beach Boys - Why Do Fools Fall In Love
  8. O-Zone - Dragostea Din Tei
  9. Sixpence None Richer - Kiss me
  10. Bellamy Brothers - If I Said You Had A Beautiful Body
  11. Billy Joel - For The Longest Time
  12. The Cure - A Night Like This
  13. Outkast - Spread
  14. Brunaliðið - Ástarsorg
  15. Hootie & The Blowfish - I Only Wanna Be With You
  16. The Killers - Mr.Brightside
  17. Kraftwerk - Popcorn
  18. Patti Smith - Because The Night
  19. Brimkló - Sagan Af Nínu Og Geira
  20. Leningrad Cowboys - Chasing The Light
  21. Bic Runga - Sway
  22. Harold Faltermeyer - Axel F
  23. Ace Of Base - It's A Beautiful Life
  24. Air - Cherry Blossom Girl
  25. Black-Eyed Peas - Let's Get Retarded
Annars er orðið á götunni að það væri að koma í tísku að vera asnalegur.


Diljá og Melkorka gesprochen an 23:34

♣♣♣♣

{ Búið&Gert }

ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005


{ Er að }

lesa; Frú Pigalopp og jólapósturinn
hlusta á: Simon & Garfunkel - America
elska: snjó
hata: ekki snjó
láta mig langa í: hvít jól
forðast: að falla í Lan103


{ Links 2 3 4 }

Arnar Pétursson
Ásrún Magnúsdóttir
Berglind Pétursdóttir
Dagný Ósk Björnsdóttir
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Dr.Sindri Sverrisson
Elías Þórsson
Elín Margrét Rafnsdóttir
Elísabet Anna
Finnur Kári
Fróði Frímann
Gró Einarsdóttir
Halla Þórlaug
Hildur Rudolfsdóttir
Hlynur Ólafsson
Inga Auðbjörg
Íris Saara Karlsdóttir
Jana Maren
Jóhanna Margrét
Jóhannes Rokk
Jón Helgi Hólmgeirsson
Jón Kristján Kristinsson
Júlíana Sól
Katrín Björgvinsdóttir
Katrín Lilja Ólafsdóttir
Melkorka Rut
Mist Hálfdanardóttir
Olga Margrét Cilia
Salóme Rannveig
Sólveig Ragna Jónsdóttir
Stefanía Bjarney
Sunna Þórsdóttir
Tumi Karlsson
Úlfur Artí
Vala Ósk Gylfadóttir
Vilborg Ása Dýradóttir
Þórdís Erla Zoega