Síðasta ástin fyrir pólskiptin

sunnudagur, febrúar 27, 2005
You guys make me ink

Í dag ætla ég bara að tala í stuttum setningum. Ég á vin sem heitir Hlynur. Alltaf þegar hann segir sögur eru þær bara ein setning. Dæmi:

1) Einu sinni ætlaði ég að kaupa jógúrt og það var bara ein eftir.
2) Ég þekki stelpu sem á afmæli í maí og hún var að fá bíl.

Á morgun á ég afmæli. Þá verð ég 17 ára. 28.febrúar. Þegar ég var lítil fannst mér 12 ára vera gamalt. Í kvöld er fjölskylduafmælisboð heima. Ef systkini mín standa sig vel í að smána sig þá blogga ég um það næst.

Í dag er ég með hálsbólgu og kvef. Líka hita. Það er þess vegna sem ég vil bara blogga stuttar setningar. Langar setningar eru of erfiðar. Mér er líka illt í hjánum. Þegar ég var lítil hélt ég að beinverkir væru verkir í beininu. Núna veit ég betur.

Í síðustu viku fór ég á árshátið MH. Þá voru lagningadagar. Þeir voru skemmtilegir þó að ég hafi misst af stærðfræðimyndinni hjá ÞEI. Mamma mín sveik mig ekki heldur kom með spurninguna. "Jæja Diljá. Bauð þér einhver upp á ballinu?".
Það sem gerðist:
Ari hrundi í það.
Jón reyndi við allt og var laminn af stelpu. Ekki samt stelpu sem hann reyndi við.
Katrín lét sig hverfa snemma.
Elín tók boogie boogie.
Sól og Kristín sofnuðu í fatahenginu.
Ásrún sveik mig í leigubíl.
Þórdís var að sleikja andlitið á einhverjum síðhærðum strák.
Berglind kom of seint og gleymdi miðanum sínum en komst samt inn. Það kom ekki í DV.
Snorri fékk hálsbólgu.
Guðrún Stella reyndi við alla rauðhærða.
Fróði fann sér einhvern varnarlausan kjána til að kyssa.


Þessar stelpur eru gott dæmi um það að vel er hægt að skemmta sér án áfengis.

Núna er mér orðið heitt í augunum svo ég ætla að hætta og fara að snýta mér.
Á morgun á ég afmæli.

Everly Brothers - Let it be me. Bílaauglýsing.


Diljá og Melkorka gesprochen an 15:26

♣♣♣♣

{ Búið&Gert }

ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005


{ Er að }

lesa; Frú Pigalopp og jólapósturinn
hlusta á: Simon & Garfunkel - America
elska: snjó
hata: ekki snjó
láta mig langa í: hvít jól
forðast: að falla í Lan103


{ Links 2 3 4 }

Arnar Pétursson
Ásrún Magnúsdóttir
Berglind Pétursdóttir
Dagný Ósk Björnsdóttir
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Dr.Sindri Sverrisson
Elías Þórsson
Elín Margrét Rafnsdóttir
Elísabet Anna
Finnur Kári
Fróði Frímann
Gró Einarsdóttir
Halla Þórlaug
Hildur Rudolfsdóttir
Hlynur Ólafsson
Inga Auðbjörg
Íris Saara Karlsdóttir
Jana Maren
Jóhanna Margrét
Jóhannes Rokk
Jón Helgi Hólmgeirsson
Jón Kristján Kristinsson
Júlíana Sól
Katrín Björgvinsdóttir
Katrín Lilja Ólafsdóttir
Melkorka Rut
Mist Hálfdanardóttir
Olga Margrét Cilia
Salóme Rannveig
Sólveig Ragna Jónsdóttir
Stefanía Bjarney
Sunna Þórsdóttir
Tumi Karlsson
Úlfur Artí
Vala Ósk Gylfadóttir
Vilborg Ása Dýradóttir
Þórdís Erla Zoega